G7-leiðtogar nálgast samkomulag um aðgerðir vegna skógareldanna Stefán Ó. Jónsson og Sylvía Hall skrifa 26. ágúst 2019 07:49 Emmanuel Macron Frakklandsforseti tjáði fréttamönnum á fundi G7-ríkjanna í gær að samningurinn muni fela í sér tæknilega og fjárhagslega aðstoð. Vísir/EPA Leiðtogar sjö stærstu iðnríkja heims eru taldir nálægt samkomulagi um aðgerðir til að stemma stigu við skógareldunum sem nú geisa í Amason-regnskógunum. Emmanuel Macron Frakklandsforseti tjáði fréttamönnum á fundi G7-ríkjanna í gær að samningurinn muni fela í sér tæknilega og fjárhagslega aðstoð fyrir ríki þau Suður-Ameríku sem orðið hafa hvað verst úti í eldunum. Ætlað er að samkomulagið verði kynnt síðar í dag, fyrir lok G7-fundarins.Sjá einnig: Ræða um skógareldana í Amason á G7-fundinum Hávær krafa hefur verið uppi um að alþjóðasamfélagið grípi í taumana, enda eru Amason-regnskógarnir mikilvæg uppspretta súrefnis fyrir alla heimsbyggðina og heimkynni þriggja milljóna plantna og lífvera. Þá býr um það bil ein milljón frumbyggja í skóginum. Frakklandsforseti er ekki sá eini sem hefur boðið fram aðstoð sína, en á meðal þeirra sem hafa lofað því að veita aðstoð vegna eldanna er nýr forsætisráðherra Breta, Boris Johnson. Ætlar hann að leggja til tíu milljónir punda til þess að vernda regnskóginn og sporna við eldunum. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur verið harðlega gagnrýndur af alþjóðasamfélaginu fyrir aðgerðaleysi og sagður eiga þátt í eldunum með því að hafa hvatt bændur og verkafólk á svæðinu til þess að ryðja burtu skóglendi. Á föstudag sendi hann hersveitir á vettvang til þess að reyna að vinna bug á skógareldunum eftir aukna pressu frá alþjóðasamfélaginu og gagnrýni þjóðarleiðtoga víða um heim. Brasilía Loftslagsmál Skógareldar Tengdar fréttir Loftmyndir sýna gríðarlega mikla eyðileggingu eftir Amasónelda Aldrei hafa fleiri skógareldar brunnið í Amasónfrumskóginum frá því að mælingar hófust 25. ágúst 2019 21:45 Brasilískar hersveitir sendar til að vinna bug á Amasóneldunum Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, sendi í dag hersveitir til að vinna bug á skógareldunum þar í landi. 24. ágúst 2019 17:57 Ræða um skógareldana í Amason á G7-fundinum Leiðtogar Frakka og Þjóðverja tjáðu sig báðir í gær um þann metfjölda skógarelda sem hafa geisað í Amasonfrumskóginum í Brasilíu á árinu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að þetta þyrfti að ræða á fundi G7-ríkjanna um helgina. Algjört neyðarástand hefði skapast. 24. ágúst 2019 08:45 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira
Leiðtogar sjö stærstu iðnríkja heims eru taldir nálægt samkomulagi um aðgerðir til að stemma stigu við skógareldunum sem nú geisa í Amason-regnskógunum. Emmanuel Macron Frakklandsforseti tjáði fréttamönnum á fundi G7-ríkjanna í gær að samningurinn muni fela í sér tæknilega og fjárhagslega aðstoð fyrir ríki þau Suður-Ameríku sem orðið hafa hvað verst úti í eldunum. Ætlað er að samkomulagið verði kynnt síðar í dag, fyrir lok G7-fundarins.Sjá einnig: Ræða um skógareldana í Amason á G7-fundinum Hávær krafa hefur verið uppi um að alþjóðasamfélagið grípi í taumana, enda eru Amason-regnskógarnir mikilvæg uppspretta súrefnis fyrir alla heimsbyggðina og heimkynni þriggja milljóna plantna og lífvera. Þá býr um það bil ein milljón frumbyggja í skóginum. Frakklandsforseti er ekki sá eini sem hefur boðið fram aðstoð sína, en á meðal þeirra sem hafa lofað því að veita aðstoð vegna eldanna er nýr forsætisráðherra Breta, Boris Johnson. Ætlar hann að leggja til tíu milljónir punda til þess að vernda regnskóginn og sporna við eldunum. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur verið harðlega gagnrýndur af alþjóðasamfélaginu fyrir aðgerðaleysi og sagður eiga þátt í eldunum með því að hafa hvatt bændur og verkafólk á svæðinu til þess að ryðja burtu skóglendi. Á föstudag sendi hann hersveitir á vettvang til þess að reyna að vinna bug á skógareldunum eftir aukna pressu frá alþjóðasamfélaginu og gagnrýni þjóðarleiðtoga víða um heim.
Brasilía Loftslagsmál Skógareldar Tengdar fréttir Loftmyndir sýna gríðarlega mikla eyðileggingu eftir Amasónelda Aldrei hafa fleiri skógareldar brunnið í Amasónfrumskóginum frá því að mælingar hófust 25. ágúst 2019 21:45 Brasilískar hersveitir sendar til að vinna bug á Amasóneldunum Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, sendi í dag hersveitir til að vinna bug á skógareldunum þar í landi. 24. ágúst 2019 17:57 Ræða um skógareldana í Amason á G7-fundinum Leiðtogar Frakka og Þjóðverja tjáðu sig báðir í gær um þann metfjölda skógarelda sem hafa geisað í Amasonfrumskóginum í Brasilíu á árinu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að þetta þyrfti að ræða á fundi G7-ríkjanna um helgina. Algjört neyðarástand hefði skapast. 24. ágúst 2019 08:45 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira
Loftmyndir sýna gríðarlega mikla eyðileggingu eftir Amasónelda Aldrei hafa fleiri skógareldar brunnið í Amasónfrumskóginum frá því að mælingar hófust 25. ágúst 2019 21:45
Brasilískar hersveitir sendar til að vinna bug á Amasóneldunum Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, sendi í dag hersveitir til að vinna bug á skógareldunum þar í landi. 24. ágúst 2019 17:57
Ræða um skógareldana í Amason á G7-fundinum Leiðtogar Frakka og Þjóðverja tjáðu sig báðir í gær um þann metfjölda skógarelda sem hafa geisað í Amasonfrumskóginum í Brasilíu á árinu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að þetta þyrfti að ræða á fundi G7-ríkjanna um helgina. Algjört neyðarástand hefði skapast. 24. ágúst 2019 08:45