Stór samningur Japans og Bandaríkjanna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. ágúst 2019 08:30 Trump og Abe leystu vandamál heima fyrir með stórum samningi. Nordicphotos/Getty Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, tilkynntu um stóran viðskiptasamning á fundi G7-ríkjanna sem fram fer í Biarritz í Frakklandi. Nánari útfærsla á samningnum verður gerð í New York í september. Samkvæmt samningnum munu Japanir kaupa mikið af maís frá Bandaríkjunum. Síðan viðskiptastríð hófst við Kína hafa bandarískir maísframleiðendur átt erfitt með að koma vörum sínum á markað. „Þetta eru margir milljarðar Bandaríkjadollara. Frábært fyrir bændur,“ sagði Trump á blaðamannafundi hans og Abe. Abe sagði að það yrði ekki japanska ríkið sjálft sem keypti afurðirnar heldur fyrirtæki í einkageiranum. Losað verður um tolla og innflutningshöft. Maís er ekki eina varan sem samningurinn mun ná yfir heldur einnig hveiti, mjólkurvörur, nautakjöt, svínakjöt og fleira. Í dag flytja Japanir inn landbúnaðarvörur frá Bandaríkjunum fyrir um 14 milljarða dollara, sem samsvarar 1.700 milljörðum íslenskra króna. Með samningnum opnast fyrir 7 milljarða dollara til viðbótar. Er þetta kærkomið fyrir Japani sem hafa misst mikið af eigin landbúnaðarafurðum vegna skordýrafaraldurs undanfarið. Samningurinn markar nokkur tímamót í samskiptum þjóðanna því þau hafa verið fremur stirð í tíð Trumps hvað viðskipti varðar. Þó að Trump og Abe hafi þurft að brjóta odd af oflæti sínu kemur samningurinn þeim báðum vel, bæði efnahagslega og stjórnmálalega. Ýmis önnur tíðindi hafa orðið á fundinum og einna markverðust var fyrirvaralaus koma íranska utanríkisráðherrans, Mohammad Javad Zarif. Fundaði hann með Macron Frakklandsforseta og Le Drian utanríkisráðherra um spennuna vegna kjarnorkuáætlunar Írans. Þá bar Trump upp þá tillögu að hleypa Rússum aftur inn í hópinn og sagði að Pútín ætti að koma að umræðum um stöðuna í Íran, Norður-Kóreu og Sýrlandi. Voru hinir leiðtogarnir sex allir mótfallnir þeirri tillögu en Rússum var vikið úr hópnum eftir að þeir innlimuðu Krímskaga árið 2014. Skógareldarnir í Amason-frumskóginum hafa verið ræddir og hvöttu bæði Macron og Angela Merkel Þýskalandskanslari til þess að þau mál yrðu tekin föstum tökum. Samkvæmt heimildum mun samkomulag hafa náðst milli ríkjanna og var Macron falið að vinna að því að komast að þörfum Brasilíu og annarra Amason-ríkja vegna eldanna. „Án þess að troða á fullveldi þessara landa, verðum við að hafa það að markmiði að rækta upp skóginn að nýju og aðstoða hvert land fyrir sig efnahagslega,“ sagði Macron. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Japan Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Íran mætti óvænt til fundar G7 ríkjanna Utanríkisráðherra Íran, Mohammad Javad Zarif, heiðraði leiðtoga G7 ríkjanna með nærveru sinni í óvæntri heimsókn til franska bæjarins Biarritz hvar leiðtogarnir eru saman komnir til þess að ráða sínum ráðum. 25. ágúst 2019 17:53 Trump lofar Bretum „stærsta fríverslunarsamningi“ í sögu ríkjanna Donald Trump og Boris Jonson áttu morgunverðarfund í Frakklandi í dag. 25. ágúst 2019 09:00 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, tilkynntu um stóran viðskiptasamning á fundi G7-ríkjanna sem fram fer í Biarritz í Frakklandi. Nánari útfærsla á samningnum verður gerð í New York í september. Samkvæmt samningnum munu Japanir kaupa mikið af maís frá Bandaríkjunum. Síðan viðskiptastríð hófst við Kína hafa bandarískir maísframleiðendur átt erfitt með að koma vörum sínum á markað. „Þetta eru margir milljarðar Bandaríkjadollara. Frábært fyrir bændur,“ sagði Trump á blaðamannafundi hans og Abe. Abe sagði að það yrði ekki japanska ríkið sjálft sem keypti afurðirnar heldur fyrirtæki í einkageiranum. Losað verður um tolla og innflutningshöft. Maís er ekki eina varan sem samningurinn mun ná yfir heldur einnig hveiti, mjólkurvörur, nautakjöt, svínakjöt og fleira. Í dag flytja Japanir inn landbúnaðarvörur frá Bandaríkjunum fyrir um 14 milljarða dollara, sem samsvarar 1.700 milljörðum íslenskra króna. Með samningnum opnast fyrir 7 milljarða dollara til viðbótar. Er þetta kærkomið fyrir Japani sem hafa misst mikið af eigin landbúnaðarafurðum vegna skordýrafaraldurs undanfarið. Samningurinn markar nokkur tímamót í samskiptum þjóðanna því þau hafa verið fremur stirð í tíð Trumps hvað viðskipti varðar. Þó að Trump og Abe hafi þurft að brjóta odd af oflæti sínu kemur samningurinn þeim báðum vel, bæði efnahagslega og stjórnmálalega. Ýmis önnur tíðindi hafa orðið á fundinum og einna markverðust var fyrirvaralaus koma íranska utanríkisráðherrans, Mohammad Javad Zarif. Fundaði hann með Macron Frakklandsforseta og Le Drian utanríkisráðherra um spennuna vegna kjarnorkuáætlunar Írans. Þá bar Trump upp þá tillögu að hleypa Rússum aftur inn í hópinn og sagði að Pútín ætti að koma að umræðum um stöðuna í Íran, Norður-Kóreu og Sýrlandi. Voru hinir leiðtogarnir sex allir mótfallnir þeirri tillögu en Rússum var vikið úr hópnum eftir að þeir innlimuðu Krímskaga árið 2014. Skógareldarnir í Amason-frumskóginum hafa verið ræddir og hvöttu bæði Macron og Angela Merkel Þýskalandskanslari til þess að þau mál yrðu tekin föstum tökum. Samkvæmt heimildum mun samkomulag hafa náðst milli ríkjanna og var Macron falið að vinna að því að komast að þörfum Brasilíu og annarra Amason-ríkja vegna eldanna. „Án þess að troða á fullveldi þessara landa, verðum við að hafa það að markmiði að rækta upp skóginn að nýju og aðstoða hvert land fyrir sig efnahagslega,“ sagði Macron.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Japan Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Íran mætti óvænt til fundar G7 ríkjanna Utanríkisráðherra Íran, Mohammad Javad Zarif, heiðraði leiðtoga G7 ríkjanna með nærveru sinni í óvæntri heimsókn til franska bæjarins Biarritz hvar leiðtogarnir eru saman komnir til þess að ráða sínum ráðum. 25. ágúst 2019 17:53 Trump lofar Bretum „stærsta fríverslunarsamningi“ í sögu ríkjanna Donald Trump og Boris Jonson áttu morgunverðarfund í Frakklandi í dag. 25. ágúst 2019 09:00 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Utanríkisráðherra Íran mætti óvænt til fundar G7 ríkjanna Utanríkisráðherra Íran, Mohammad Javad Zarif, heiðraði leiðtoga G7 ríkjanna með nærveru sinni í óvæntri heimsókn til franska bæjarins Biarritz hvar leiðtogarnir eru saman komnir til þess að ráða sínum ráðum. 25. ágúst 2019 17:53
Trump lofar Bretum „stærsta fríverslunarsamningi“ í sögu ríkjanna Donald Trump og Boris Jonson áttu morgunverðarfund í Frakklandi í dag. 25. ágúst 2019 09:00
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“