Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot og hótanir í garð þroskaskertra kvenna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. ágúst 2019 11:38 Maðurinn braut á einni konunni í bíl í Heiðmörk. Vísir/Vilhelm 55 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum sem allar eru með þroskaskerðingu. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en þinghald er lokað eins og tíðkast í kynferðisbrotamálum. Ákæran á hendur honum er í fimm liðum en brotin er hann sagður hafa framið á árunum 2014 til 2018. Brotin eru margs konar. Mörg kynferðisleg, þar á meðal nauðganir en sömuleiðis hótanir um að drepa sjálfan sig eða birta nektarmyndir kvennanna. Þá blekkti hann eina konuna um það hver hann væri og fékk aðra til að taka peninga út úr hraðbanka fyrir sig. Maðurinn þekkti allar konurnar og var meðvitaður um þroskaskerðingu þeirra, samkvæmt því sem fram kemur í ákæru. Hann mun þó ekki vera bundinn konunum fjölskylduböndum. Þá er hann í nálgunarbanni gagnvart fimmtu konunni og barnungri dóttur hennar. Einkaréttakrafa kvennanna fjögurra hljóðar upp á tíu milljónir króna samanlagt.Brot í bíl og verslunarmiðstöð Í fyrsta ákæruliðnum er maðurinn ákærður fyrir að hafa nýtt sér yfirburði gegn og aðstöðumun gagnvart konu sem gat ekki skilið þýðingu verknaðarins en honum var kunnugt um fötlun hennar vegna tengsla þeirra. Brotin voru gróf og áttu sér stað árið 2014 í bíl í Heiðmörk, salerni í Holtagörðum og á heimili hennar. Viðurlög við brotunum varða allt að sextán ára fangelsi. Þá á hann að hafa fengið konuna til að taka fé út úr hraðbanka sem hann nýtti til eigin nota. Brotið varðar 253. grein almennra hegningarlaga sem varðar allt að tveggja ára fangelsi.Hótanir á Messenger Í þriðja ákærulið er honum gefin að sök blygðunarsemi með því að hafa á rúmlega tveggja ára tímabili sýnt af sér lostugt athæfi og sært blygðunarsemi þroskaskertrar konu er hann beitti hana blekkingum um það hver hann væri og síðan hvers eðlis samband þeirra væri. Notaði maðurinn samskiptaforritið Messenger í þeim tilgangi að eiga í kynferðislegum samskiptum við hana og fá hana til að senda sér kynferðislegar myndir af henni sjálfri, segir í ákæru. Þá er hann ákærður fyrir hótanir með því að hafa í tvígang í samskiptum sínum við konuna á samskiptaforritinu Messenger árið 2016 hótað að birta opinberlega kynferðislegar myndir sem hún hafði áður sent honum í trúnaði þeirra á milli. Myndirnar sýndu nakin kynfæri hennar og brjóst. Hótanir ákærða voru til þess fallnar að vekja hjá konunni ótta um heilbrigði og velferð sína.Milljóna króna bótakröfur Þá er maðurinn ákærður fyrir nauðgun með því að hafa í eitt skipti í kyrrstæðri bifreið í Reykjavík árið 2015 eða 2016 nýtt sér yfirburði og aðstöðumun gagnvart tveimur þroskaskertum konum og brotið kynferðislega á þeim. Jafnframt er hann ákærður fyrir að hafa beitt þroskaskerta konu ólögmætri nauðung og nýtt sér yfirburði og aðstöðumun til að fá hana til kynferðislegra athafna. Konan er sögð ekki hafa getið skilið þýðingu verknaðarins en honum var kunnugt um fötlun hennar. Þá er honum sömuleiðis gefin að sök blygðunarsemi gagnvart þriðju konu með því að hafa yfir árs tímabil sýnt af sér lostugt athæfi og sært blygðunarsemi konunnar þegar hann beitti hanan blekkingum. Lofaði hann konunni peningagreiðslum og hótaði að drepa sig í gegnum samskiptaforritið Messenger í þeim tilgangi að fá hana til að senda sér myndir af brjóstum hennar og kynfærum. Einkaréttarkröfur kvennanna eru á bilinu ein til þrjár og hálf milljóna króna en nemur tíu milljónum króna samanlagt. Landsréttur staðfesti í vikunni nálgunarbann og brottvísun af heimili yfir manninum gagnvart fimmtu konunni og barnungri dóttur hennar. Í greinagerð lögreglustjóra kemur fram að maðurinn sé undir rökstuddum grun um kynferðis- og ofbeldisbrot, hótanir, áreiti og ónæði gagnvart konunni, dóttur hennar og nátengdum fjölskyldumeðlimum og heimili þannig að hann hafi raskað friði þeirra. Jón Bjarni Kristjánsson, lögmaður mannsins, vildi ekkert láta hafa eftir sér þegar eftir því var leitað.Bocciaþjálfari á Akureyri hlaut í ágúst í fyrra fjögurra ára dóm fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu. Dómsmál Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
55 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum sem allar eru með þroskaskerðingu. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en þinghald er lokað eins og tíðkast í kynferðisbrotamálum. Ákæran á hendur honum er í fimm liðum en brotin er hann sagður hafa framið á árunum 2014 til 2018. Brotin eru margs konar. Mörg kynferðisleg, þar á meðal nauðganir en sömuleiðis hótanir um að drepa sjálfan sig eða birta nektarmyndir kvennanna. Þá blekkti hann eina konuna um það hver hann væri og fékk aðra til að taka peninga út úr hraðbanka fyrir sig. Maðurinn þekkti allar konurnar og var meðvitaður um þroskaskerðingu þeirra, samkvæmt því sem fram kemur í ákæru. Hann mun þó ekki vera bundinn konunum fjölskylduböndum. Þá er hann í nálgunarbanni gagnvart fimmtu konunni og barnungri dóttur hennar. Einkaréttakrafa kvennanna fjögurra hljóðar upp á tíu milljónir króna samanlagt.Brot í bíl og verslunarmiðstöð Í fyrsta ákæruliðnum er maðurinn ákærður fyrir að hafa nýtt sér yfirburði gegn og aðstöðumun gagnvart konu sem gat ekki skilið þýðingu verknaðarins en honum var kunnugt um fötlun hennar vegna tengsla þeirra. Brotin voru gróf og áttu sér stað árið 2014 í bíl í Heiðmörk, salerni í Holtagörðum og á heimili hennar. Viðurlög við brotunum varða allt að sextán ára fangelsi. Þá á hann að hafa fengið konuna til að taka fé út úr hraðbanka sem hann nýtti til eigin nota. Brotið varðar 253. grein almennra hegningarlaga sem varðar allt að tveggja ára fangelsi.Hótanir á Messenger Í þriðja ákærulið er honum gefin að sök blygðunarsemi með því að hafa á rúmlega tveggja ára tímabili sýnt af sér lostugt athæfi og sært blygðunarsemi þroskaskertrar konu er hann beitti hana blekkingum um það hver hann væri og síðan hvers eðlis samband þeirra væri. Notaði maðurinn samskiptaforritið Messenger í þeim tilgangi að eiga í kynferðislegum samskiptum við hana og fá hana til að senda sér kynferðislegar myndir af henni sjálfri, segir í ákæru. Þá er hann ákærður fyrir hótanir með því að hafa í tvígang í samskiptum sínum við konuna á samskiptaforritinu Messenger árið 2016 hótað að birta opinberlega kynferðislegar myndir sem hún hafði áður sent honum í trúnaði þeirra á milli. Myndirnar sýndu nakin kynfæri hennar og brjóst. Hótanir ákærða voru til þess fallnar að vekja hjá konunni ótta um heilbrigði og velferð sína.Milljóna króna bótakröfur Þá er maðurinn ákærður fyrir nauðgun með því að hafa í eitt skipti í kyrrstæðri bifreið í Reykjavík árið 2015 eða 2016 nýtt sér yfirburði og aðstöðumun gagnvart tveimur þroskaskertum konum og brotið kynferðislega á þeim. Jafnframt er hann ákærður fyrir að hafa beitt þroskaskerta konu ólögmætri nauðung og nýtt sér yfirburði og aðstöðumun til að fá hana til kynferðislegra athafna. Konan er sögð ekki hafa getið skilið þýðingu verknaðarins en honum var kunnugt um fötlun hennar. Þá er honum sömuleiðis gefin að sök blygðunarsemi gagnvart þriðju konu með því að hafa yfir árs tímabil sýnt af sér lostugt athæfi og sært blygðunarsemi konunnar þegar hann beitti hanan blekkingum. Lofaði hann konunni peningagreiðslum og hótaði að drepa sig í gegnum samskiptaforritið Messenger í þeim tilgangi að fá hana til að senda sér myndir af brjóstum hennar og kynfærum. Einkaréttarkröfur kvennanna eru á bilinu ein til þrjár og hálf milljóna króna en nemur tíu milljónum króna samanlagt. Landsréttur staðfesti í vikunni nálgunarbann og brottvísun af heimili yfir manninum gagnvart fimmtu konunni og barnungri dóttur hennar. Í greinagerð lögreglustjóra kemur fram að maðurinn sé undir rökstuddum grun um kynferðis- og ofbeldisbrot, hótanir, áreiti og ónæði gagnvart konunni, dóttur hennar og nátengdum fjölskyldumeðlimum og heimili þannig að hann hafi raskað friði þeirra. Jón Bjarni Kristjánsson, lögmaður mannsins, vildi ekkert láta hafa eftir sér þegar eftir því var leitað.Bocciaþjálfari á Akureyri hlaut í ágúst í fyrra fjögurra ára dóm fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels