Bílaumboðin í stakk búin til að takast á við niðursveiflu Helgi Vífill Júlíusson skrifar 5. september 2019 06:15 Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, er bjartsýnn á sölu bíla árin 2020-2022. Fréttablaðið/Eyþór Afkoma fimm stóru bílaumboðanna var nokkuð ólík í fyrra. Rekstur BL og Toyota gekk vel en harðara var í ári hjá Brimborg, Heklu og Öskju, eins og sjá má á meðfylgjandi töflu. Umtalsverður samdráttur er á milli áranna 2017 og 2018 enda var met slegið í bílasölu árið 2017. Jón Trausti Ólafsson, formaður Bílgreinasambandsins og framkvæmdastjóri Öskju, segir að bílasala á fyrri hluta árs 2018 hafi gengið afar vel. Aftur á móti hafi skarpur samdráttur orðið á seinni helmingi ársins. Hann megi rekja til þess að fólk hélt að sér höndum því verkalýðsforystan krafðist umtalsverðra launahækkana en kjarasamningar voru lausir. Það skapaðist því mikil óvissa um framvindu mála í efnahagslífinu og sömuleiðis hafi ríkti óvissa um hvort rekstri WOW air yrði haldið áfram. Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, segir að samdrátturinn hafi hafist í febrúar 2018, hann hafi aukist um sumarið og svo kom dýfa í september. Á þeim tíma hafi gengi krónu sömuleiðis veikst sem dragi almennt úr bílasölu. Í 18 mánuði af síðustu 19 hafi bílasala dregist saman.Brimborg tapaði 368 milljónum króna árið 2018 og gekk reksturinn verst af bílaumboðunum fimm sem umfjöllunin nær til. Egill segir að árið hafi verið strembið. Hann rekur tapið til erfiðleika í bílasölu, mikilla fjárfestinga við opnun nýrra höfuðstöðva Veltis í Hádegismóum, sem er atvinnutækjasvið fyrirtækisins, og kostnaðar við flutningana, fækkunar í flota bílaleigu fyrirtækisins og ríkulegra fjárfestinga í tölvukerfum og sjálfvirknivæðingu. Hann segir að reksturinn í ár gangi betur. Tekjur atvinnutækjasviðsins hafi vaxið mikið eftir að flutt var í hentugra húsnæði og viðsnúningur sé hjá bílaleigunni. Velta bílaleigunnar sé hin sama og í fyrra þrátt fyrir að bílum í flotanum hafi fækkað um 30 prósent og starfsmönnum fækkað. Engu að síður sé þjónustustigið jafn gott og áður sem þakka megi sjálfvirknivæðingu. Jón Trausti segist vera ánægður með að Askja hafi verið rekin með 12 milljóna króna hagnaði árið 2018 í ljósi markaðsaðstæðna. „Reksturinn í ár er sömuleiðis krefjandi. Það er áframhaldandi samdráttur í bílasölu á þessu ári. Reikna má með að hann muni nema 35 til 40 prósentum. Ég er hins vegar nokkuð bjartsýnn á árin 2020 til 2022. Það er mikil þörf á endurnýjun bíla og það verður kominn betri taktur í efnahagslífið þegar ýmissi óvissu varðandi ferðaþjónustuna hefur létt.“ Hann segir að bílasala hafi gengið afar vel á árunum 2015-2017. Bílaumboðin hafi á þeim árum hagað rekstrinum með þeim hætti að safnast hafi upp sterkt eigið fé. Fyrirtækin standi því traustum fótum og geti því mætt þeirri ágjöf sem fylgir minni bílasölu. „Það hafa alltaf verið miklar sveiflur í bílasölu, þær eru hluti af okkar veruleika.“ Jón Trausti vekur athygli á að Askja hafi aldrei greitt arð heldur fjárfest fyrir hagnaðinn í innviðum til að geta þjónustað viðskiptavini betur. Fyrirtækið hafi til dæmis nýlega byggt tvö fullbúin bílaverkstæði á Krókhálsi sem og nýjan sýningarsal fyrir KIA sem var opnaður í janúar. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Efnahagsmál Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Afkoma fimm stóru bílaumboðanna var nokkuð ólík í fyrra. Rekstur BL og Toyota gekk vel en harðara var í ári hjá Brimborg, Heklu og Öskju, eins og sjá má á meðfylgjandi töflu. Umtalsverður samdráttur er á milli áranna 2017 og 2018 enda var met slegið í bílasölu árið 2017. Jón Trausti Ólafsson, formaður Bílgreinasambandsins og framkvæmdastjóri Öskju, segir að bílasala á fyrri hluta árs 2018 hafi gengið afar vel. Aftur á móti hafi skarpur samdráttur orðið á seinni helmingi ársins. Hann megi rekja til þess að fólk hélt að sér höndum því verkalýðsforystan krafðist umtalsverðra launahækkana en kjarasamningar voru lausir. Það skapaðist því mikil óvissa um framvindu mála í efnahagslífinu og sömuleiðis hafi ríkti óvissa um hvort rekstri WOW air yrði haldið áfram. Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, segir að samdrátturinn hafi hafist í febrúar 2018, hann hafi aukist um sumarið og svo kom dýfa í september. Á þeim tíma hafi gengi krónu sömuleiðis veikst sem dragi almennt úr bílasölu. Í 18 mánuði af síðustu 19 hafi bílasala dregist saman.Brimborg tapaði 368 milljónum króna árið 2018 og gekk reksturinn verst af bílaumboðunum fimm sem umfjöllunin nær til. Egill segir að árið hafi verið strembið. Hann rekur tapið til erfiðleika í bílasölu, mikilla fjárfestinga við opnun nýrra höfuðstöðva Veltis í Hádegismóum, sem er atvinnutækjasvið fyrirtækisins, og kostnaðar við flutningana, fækkunar í flota bílaleigu fyrirtækisins og ríkulegra fjárfestinga í tölvukerfum og sjálfvirknivæðingu. Hann segir að reksturinn í ár gangi betur. Tekjur atvinnutækjasviðsins hafi vaxið mikið eftir að flutt var í hentugra húsnæði og viðsnúningur sé hjá bílaleigunni. Velta bílaleigunnar sé hin sama og í fyrra þrátt fyrir að bílum í flotanum hafi fækkað um 30 prósent og starfsmönnum fækkað. Engu að síður sé þjónustustigið jafn gott og áður sem þakka megi sjálfvirknivæðingu. Jón Trausti segist vera ánægður með að Askja hafi verið rekin með 12 milljóna króna hagnaði árið 2018 í ljósi markaðsaðstæðna. „Reksturinn í ár er sömuleiðis krefjandi. Það er áframhaldandi samdráttur í bílasölu á þessu ári. Reikna má með að hann muni nema 35 til 40 prósentum. Ég er hins vegar nokkuð bjartsýnn á árin 2020 til 2022. Það er mikil þörf á endurnýjun bíla og það verður kominn betri taktur í efnahagslífið þegar ýmissi óvissu varðandi ferðaþjónustuna hefur létt.“ Hann segir að bílasala hafi gengið afar vel á árunum 2015-2017. Bílaumboðin hafi á þeim árum hagað rekstrinum með þeim hætti að safnast hafi upp sterkt eigið fé. Fyrirtækin standi því traustum fótum og geti því mætt þeirri ágjöf sem fylgir minni bílasölu. „Það hafa alltaf verið miklar sveiflur í bílasölu, þær eru hluti af okkar veruleika.“ Jón Trausti vekur athygli á að Askja hafi aldrei greitt arð heldur fjárfest fyrir hagnaðinn í innviðum til að geta þjónustað viðskiptavini betur. Fyrirtækið hafi til dæmis nýlega byggt tvö fullbúin bílaverkstæði á Krókhálsi sem og nýjan sýningarsal fyrir KIA sem var opnaður í janúar.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Efnahagsmál Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira