Skiptar skoðanir í Noregi um ákvörðun Alþingis í orkupakkamálinu Eiður Þór Árnason skrifar 2. september 2019 23:45 Kathrine Kleveland, formaður norsku samtakanna Nei til EU, og Knut Kroepelien, framkvæmdarstjóri Energi Norge, deila ekki sömu afstöðu til ákvörðunar Alþingis. Alþingi samþykkti í dag innleiðingu þriðja orkupakkans eftir langa umræðu, með 46 atkvæðum gegn 13. Þriðji orkupakkinn hefur verið mikið hitamál bæði hér á landi og í Noregi en höfnun Alþingis hefði komið í veg fyrir innleiðingu Norðmanna, þar sem innleiðing pakkans krefst samþykkis allra þriggja EFTA/EES-ríkjanna. Ljóst er að fjölmargir í Noregi fylgdust grannt með meðferð málsins á Íslandi og hafa þar eins verið skiptar skoðanir um málið.Norskur orkuiðnaður ánægður með hlutskiptin Fram kom í fréttatilkynningu frá Knut Kroepelien, framkvæmdarstjóra Energi Norge, samtaka um 280 orkufyrirtækja í Noregi, að hann sé ánægður með ákvörðun Alþingis. Tíu ár séu nú liðin frá því að orkupakkinn hafi verið innleiddur innan Evrópusambandsins sem Kroepelien segir vera of langan tíma fyrir regluverk sem skipti Noreg jafn miklu máli. Það eigi sérstaklega við í ljósi þeirrar miklu orku og auðlinda sem Norðmenn hafi úr að ráða.Sjá einnig: Þriðji orkupakkinn samþykktur: Katrín skorar á Miðflokksmenn að vera samkvæmir sjálfum sérKjell-Børge Freiberg, olíu- og orkumálaráðherra Noregs hefur einnig lýst því yfir að innleiðing þriðja orkupakkans sé mikilvægur fyrir þátttöku Noregs í orkusamstarfi Norðurlandanna. Slíkt samstarf flækist til muna þegar ólíkur lagarammi gildi í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku, en hin þrjú ríkin eru öll hluti af Evrópusambandinu.Nei til EU vonsvikin með ákvörðun Alþingis Kathrine Kleveland, formaður norsku samtakanna Nei til EU, sem lögðust gegn innleiðingu þriðja orkupakkans í Noregi, segist vera vonsvikin með ákvörðun Íslendinga í samtali sínu við norska miðilinn Nationen. Þar kemur fram að samtökin hafi gert sér vonir um að höfnun Íslendinga myndi koma í veg fyrir aðild Norðmanna að ACER, samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði. Kleveland telur þó að það sé enn hægt að koma í veg fyrir aðild Norðmanna að ACER og hyggjast samtökin láta reyna á innleiðingu þriðja orkupakkans fyrir dómstólum þar í landi. Því er ljóst að barátta andstæðinga þriðja orkupakkans gegn innleiðingu hans er hvergi nærri lokið, eins og andstæðingar pakkans hér á landi hafa sömuleiðis látið hafa eftir sér. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Sár og svekkt með íslenska fána og trefla á Austurvelli Þriðji orkupakkinn var samþykktur með 46 atkvæðum gegn 13 á Alþingi fyrir hádegi. 2. september 2019 12:14 Orkan okkar í baráttuhug: „Þeir þingmenn sem kusu með þessum hætti verða að útskýra þetta fyrir sínum kjósendum“ Frosti Sigurjónsson, einn talsmanna Orkunnar okkar, segir þingmenn hafa brugðist áskorun þeirra um að hafna þriðja orkupakkanum. 2. september 2019 23:30 Þriðji orkupakkinn samþykktur: Katrín skorar á Miðflokksmenn að vera samkvæmir sjálfum sér Ásmundur Friðriksson greiddi atkvæði móti Orkupakkamálinu. 2. september 2019 11:18 Þingmenn sakaðir um landráð Mikill hiti á þingpöllum við afgreiðslu Orkupakkamálsins. 2. september 2019 10:48 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Alþingi samþykkti í dag innleiðingu þriðja orkupakkans eftir langa umræðu, með 46 atkvæðum gegn 13. Þriðji orkupakkinn hefur verið mikið hitamál bæði hér á landi og í Noregi en höfnun Alþingis hefði komið í veg fyrir innleiðingu Norðmanna, þar sem innleiðing pakkans krefst samþykkis allra þriggja EFTA/EES-ríkjanna. Ljóst er að fjölmargir í Noregi fylgdust grannt með meðferð málsins á Íslandi og hafa þar eins verið skiptar skoðanir um málið.Norskur orkuiðnaður ánægður með hlutskiptin Fram kom í fréttatilkynningu frá Knut Kroepelien, framkvæmdarstjóra Energi Norge, samtaka um 280 orkufyrirtækja í Noregi, að hann sé ánægður með ákvörðun Alþingis. Tíu ár séu nú liðin frá því að orkupakkinn hafi verið innleiddur innan Evrópusambandsins sem Kroepelien segir vera of langan tíma fyrir regluverk sem skipti Noreg jafn miklu máli. Það eigi sérstaklega við í ljósi þeirrar miklu orku og auðlinda sem Norðmenn hafi úr að ráða.Sjá einnig: Þriðji orkupakkinn samþykktur: Katrín skorar á Miðflokksmenn að vera samkvæmir sjálfum sérKjell-Børge Freiberg, olíu- og orkumálaráðherra Noregs hefur einnig lýst því yfir að innleiðing þriðja orkupakkans sé mikilvægur fyrir þátttöku Noregs í orkusamstarfi Norðurlandanna. Slíkt samstarf flækist til muna þegar ólíkur lagarammi gildi í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku, en hin þrjú ríkin eru öll hluti af Evrópusambandinu.Nei til EU vonsvikin með ákvörðun Alþingis Kathrine Kleveland, formaður norsku samtakanna Nei til EU, sem lögðust gegn innleiðingu þriðja orkupakkans í Noregi, segist vera vonsvikin með ákvörðun Íslendinga í samtali sínu við norska miðilinn Nationen. Þar kemur fram að samtökin hafi gert sér vonir um að höfnun Íslendinga myndi koma í veg fyrir aðild Norðmanna að ACER, samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði. Kleveland telur þó að það sé enn hægt að koma í veg fyrir aðild Norðmanna að ACER og hyggjast samtökin láta reyna á innleiðingu þriðja orkupakkans fyrir dómstólum þar í landi. Því er ljóst að barátta andstæðinga þriðja orkupakkans gegn innleiðingu hans er hvergi nærri lokið, eins og andstæðingar pakkans hér á landi hafa sömuleiðis látið hafa eftir sér.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Sár og svekkt með íslenska fána og trefla á Austurvelli Þriðji orkupakkinn var samþykktur með 46 atkvæðum gegn 13 á Alþingi fyrir hádegi. 2. september 2019 12:14 Orkan okkar í baráttuhug: „Þeir þingmenn sem kusu með þessum hætti verða að útskýra þetta fyrir sínum kjósendum“ Frosti Sigurjónsson, einn talsmanna Orkunnar okkar, segir þingmenn hafa brugðist áskorun þeirra um að hafna þriðja orkupakkanum. 2. september 2019 23:30 Þriðji orkupakkinn samþykktur: Katrín skorar á Miðflokksmenn að vera samkvæmir sjálfum sér Ásmundur Friðriksson greiddi atkvæði móti Orkupakkamálinu. 2. september 2019 11:18 Þingmenn sakaðir um landráð Mikill hiti á þingpöllum við afgreiðslu Orkupakkamálsins. 2. september 2019 10:48 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Sár og svekkt með íslenska fána og trefla á Austurvelli Þriðji orkupakkinn var samþykktur með 46 atkvæðum gegn 13 á Alþingi fyrir hádegi. 2. september 2019 12:14
Orkan okkar í baráttuhug: „Þeir þingmenn sem kusu með þessum hætti verða að útskýra þetta fyrir sínum kjósendum“ Frosti Sigurjónsson, einn talsmanna Orkunnar okkar, segir þingmenn hafa brugðist áskorun þeirra um að hafna þriðja orkupakkanum. 2. september 2019 23:30
Þriðji orkupakkinn samþykktur: Katrín skorar á Miðflokksmenn að vera samkvæmir sjálfum sér Ásmundur Friðriksson greiddi atkvæði móti Orkupakkamálinu. 2. september 2019 11:18
Þingmenn sakaðir um landráð Mikill hiti á þingpöllum við afgreiðslu Orkupakkamálsins. 2. september 2019 10:48