Heilbrigðismálin í fyrirrúmi og fast skotið á Biden Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. september 2019 20:00 Joe Biden, fyrrverandi varaforseti og sigurstranglegasti frambjóðandinn í prófkjöri Demókrata, þykir hafa staðið sig nokkuð vel í kappræðunum í nótt þrátt fyrir ítrekuð skot andstæðinga á hann. Heilbrigðismálin voru í fyrirrúmi í kappræðunum. Miðjumenn flokksins tókust á við þá sem lengst eru til vinstri um hvort skera ætti algjörlega á aðkomu einkarekinna fyrirtækja að heilbrigðistryggingum eða að auka einfaldlega aðkomu ríkisins. Biden gagnrýndi til að mynda þá stefnu Bernie Sanders, öldungadeildarþingmanns, að ríkið skyldi eitt standa að heilbrigðistryggingum. Spurði hvort Sanders tryði því virkilega að atvinnurekendur myndu hækka laun þeirra sem fá tryggingu nú í gegnum vinnustaðinn. „Já, það munu þeir gera,“ sagði Sanders. „Leyfið mér að segja að það er merkilegt að sósíalisti eins og þú hefur meiri trú á bandarískum einkafyrirtækjum en ég,“ svaraði Biden þá. Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmaður, tók einnig til máls og gagnrýndi frumvarp Sanders um málið. „Á meðan Bernie skrifaði frumvarpið las ég frumvarpið. 149 milljónir Bandaríkjamanna myndu tapa núverandi tryggingu. Við erum að tala um að það gerist á fjórum árum. Það finnst mér ekki djörf hugmynd. Það finnst mér slæm hugmynd.“ Og frambjóðendur kepptust margir hverjir við að stilla sér upp við hlið Baracks Obama. Þeim Julian Castro, fyrrverandi húsnæðismálaráðherra, og Biden lenti saman þegar Castro sagði varaforsetann fyrrverandi reyna að eigna sér heiðurinn af verkum forsetans án þess að svara nokkrum spurningum um það sem miður fór. „Ég stóð með Barack Obama. Öll átta árin. Í gegnum súrt og sætt,“ sagði Biden. Erfitt er að segja til um hvort nokkur frambjóðandi hafi staðið uppi sem skýr sigurvegari í nótt. Þótt fast hafi verið skotið á Biden á köflum náði hann að standa skotin af sér og er ólíklegt að kappræðurnar verði til þess að hann missi það stóra forskot sem hann mælist með í kosningum. Könnun HarrisX, sú síðasta sem gerð var fyrir kappræður, sýndi Biden með stórt forskot á þau Elizabeth Warren og Bernie Sanders. Þau voru svo aftur með myndarlegt forskot á hina sjö frambjóðendurna á sviðinu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Frambjóðendur Demókrata tókust á um heilbrigðismálin Þeir tíu frambjóðendur bandarískra Demókrata sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs og eru taldir eiga mesta möguleika á sigri tókust á í sjónvarpskappræðum í Houston í nótt. 13. september 2019 07:21 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti og sigurstranglegasti frambjóðandinn í prófkjöri Demókrata, þykir hafa staðið sig nokkuð vel í kappræðunum í nótt þrátt fyrir ítrekuð skot andstæðinga á hann. Heilbrigðismálin voru í fyrirrúmi í kappræðunum. Miðjumenn flokksins tókust á við þá sem lengst eru til vinstri um hvort skera ætti algjörlega á aðkomu einkarekinna fyrirtækja að heilbrigðistryggingum eða að auka einfaldlega aðkomu ríkisins. Biden gagnrýndi til að mynda þá stefnu Bernie Sanders, öldungadeildarþingmanns, að ríkið skyldi eitt standa að heilbrigðistryggingum. Spurði hvort Sanders tryði því virkilega að atvinnurekendur myndu hækka laun þeirra sem fá tryggingu nú í gegnum vinnustaðinn. „Já, það munu þeir gera,“ sagði Sanders. „Leyfið mér að segja að það er merkilegt að sósíalisti eins og þú hefur meiri trú á bandarískum einkafyrirtækjum en ég,“ svaraði Biden þá. Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmaður, tók einnig til máls og gagnrýndi frumvarp Sanders um málið. „Á meðan Bernie skrifaði frumvarpið las ég frumvarpið. 149 milljónir Bandaríkjamanna myndu tapa núverandi tryggingu. Við erum að tala um að það gerist á fjórum árum. Það finnst mér ekki djörf hugmynd. Það finnst mér slæm hugmynd.“ Og frambjóðendur kepptust margir hverjir við að stilla sér upp við hlið Baracks Obama. Þeim Julian Castro, fyrrverandi húsnæðismálaráðherra, og Biden lenti saman þegar Castro sagði varaforsetann fyrrverandi reyna að eigna sér heiðurinn af verkum forsetans án þess að svara nokkrum spurningum um það sem miður fór. „Ég stóð með Barack Obama. Öll átta árin. Í gegnum súrt og sætt,“ sagði Biden. Erfitt er að segja til um hvort nokkur frambjóðandi hafi staðið uppi sem skýr sigurvegari í nótt. Þótt fast hafi verið skotið á Biden á köflum náði hann að standa skotin af sér og er ólíklegt að kappræðurnar verði til þess að hann missi það stóra forskot sem hann mælist með í kosningum. Könnun HarrisX, sú síðasta sem gerð var fyrir kappræður, sýndi Biden með stórt forskot á þau Elizabeth Warren og Bernie Sanders. Þau voru svo aftur með myndarlegt forskot á hina sjö frambjóðendurna á sviðinu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Frambjóðendur Demókrata tókust á um heilbrigðismálin Þeir tíu frambjóðendur bandarískra Demókrata sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs og eru taldir eiga mesta möguleika á sigri tókust á í sjónvarpskappræðum í Houston í nótt. 13. september 2019 07:21 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Sjá meira
Frambjóðendur Demókrata tókust á um heilbrigðismálin Þeir tíu frambjóðendur bandarískra Demókrata sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs og eru taldir eiga mesta möguleika á sigri tókust á í sjónvarpskappræðum í Houston í nótt. 13. september 2019 07:21