Íranir gefa frat í yfirlýsingu leiðtoganna Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. september 2019 07:05 Emmanuel Macron, Angela Merkel og Boris Johnson funduðu saman í New York, þar sem Loftslagsfundur Sameinuðu þjóðanna fer fram. EPa/ HAYOUNG JEON Íranir hafa hafnað sameiginlegri yfirlýsingu sem leiðtogar Frakklands, Þýskalands og Bretlands sendu frá sér í gærkvöldi. Þar tóku leiðtogarnir undir ásakanir Bandaríkjamanna um að Íranir hafi staðið á bak við árásina á olíuvinnslustöð Sáda á dögunum. Evrópuleiðtogarnir, sem funduðu saman í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York, segja enga aðra haldbæra skýringu á árásinni en þá að Íran hafi skipulagt hana, en Íranir hafa neitað því staðfastlega. Þau Angela Merkel, Emmanuel Macron og Boris Johnson taka fram í yfirlýsingunni að ríkin ætli sér að standa áfram við kjarnorkusamkomulagið sem gert var við Íran 2015. Leiðtogarnir heita því aukinheldur að reyna að draga úr spennunni í Austurlöndum nær og hvetja Írani til að gera slíkt hið sama. Greinendum þykir hvatningin þó innantóm, enda aðeins örfáir dagar síðan Johnson sagðist ekki útiloka að Bretar myndu taka aðstoða Bandaríkjamenn við að styrkja varnir Sádi-Arabíu við Persaflóa - sem stjórnvöld í Teheran myndu túlku sem ögrun. Íranir hafna enn sem fyrr ásökununum og segja Evrópuleiðtogana ekki gera annað en að herma eins og páfagaukar eftir Bandaríkjamönnum. „Ef Íran hefði staðið á bakvið árásina væri ekkert eftir af olíuvinnlustöðvunum,“ sagði utanríkisráðherra Írans í samtali við fjölmiðlafólk í New York. Bretland Evrópusambandið Frakkland Íran Þýskaland Tengdar fréttir „Allsherjarstríð“ geri Bandaríkin árásir á Íran Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, segir að geri Sádi-Arabía eða Bandaríkin loftárásir á Íran verði afleiðing þess „allsherjarstríð“ og sagði að Sádar þyrftu að berjast til "síðasta bandaríska hermannsins“ ef af yrði. 19. september 2019 11:09 Sádar segjast ætla að sanna aðkomu Íran að árásinni Yfirvöld Sádi-Arabíu segjast ætla að opinbera í dag sönnunargögn um að Íranar beri ábyrgð á árás á olíuvinnslustöð, þá stærstu í heimi, þar í landi um helgina. 18. september 2019 08:55 Bandaríkin senda hermenn til Sádi-Arabíu Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt að hún hyggist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu eftir að drónaárás var gerð stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. Bandaríkin og Sádar saka stjórnvöld í Íran um að bera ábyrgð á árásinni. 21. september 2019 08:45 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Sjá meira
Íranir hafa hafnað sameiginlegri yfirlýsingu sem leiðtogar Frakklands, Þýskalands og Bretlands sendu frá sér í gærkvöldi. Þar tóku leiðtogarnir undir ásakanir Bandaríkjamanna um að Íranir hafi staðið á bak við árásina á olíuvinnslustöð Sáda á dögunum. Evrópuleiðtogarnir, sem funduðu saman í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York, segja enga aðra haldbæra skýringu á árásinni en þá að Íran hafi skipulagt hana, en Íranir hafa neitað því staðfastlega. Þau Angela Merkel, Emmanuel Macron og Boris Johnson taka fram í yfirlýsingunni að ríkin ætli sér að standa áfram við kjarnorkusamkomulagið sem gert var við Íran 2015. Leiðtogarnir heita því aukinheldur að reyna að draga úr spennunni í Austurlöndum nær og hvetja Írani til að gera slíkt hið sama. Greinendum þykir hvatningin þó innantóm, enda aðeins örfáir dagar síðan Johnson sagðist ekki útiloka að Bretar myndu taka aðstoða Bandaríkjamenn við að styrkja varnir Sádi-Arabíu við Persaflóa - sem stjórnvöld í Teheran myndu túlku sem ögrun. Íranir hafna enn sem fyrr ásökununum og segja Evrópuleiðtogana ekki gera annað en að herma eins og páfagaukar eftir Bandaríkjamönnum. „Ef Íran hefði staðið á bakvið árásina væri ekkert eftir af olíuvinnlustöðvunum,“ sagði utanríkisráðherra Írans í samtali við fjölmiðlafólk í New York.
Bretland Evrópusambandið Frakkland Íran Þýskaland Tengdar fréttir „Allsherjarstríð“ geri Bandaríkin árásir á Íran Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, segir að geri Sádi-Arabía eða Bandaríkin loftárásir á Íran verði afleiðing þess „allsherjarstríð“ og sagði að Sádar þyrftu að berjast til "síðasta bandaríska hermannsins“ ef af yrði. 19. september 2019 11:09 Sádar segjast ætla að sanna aðkomu Íran að árásinni Yfirvöld Sádi-Arabíu segjast ætla að opinbera í dag sönnunargögn um að Íranar beri ábyrgð á árás á olíuvinnslustöð, þá stærstu í heimi, þar í landi um helgina. 18. september 2019 08:55 Bandaríkin senda hermenn til Sádi-Arabíu Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt að hún hyggist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu eftir að drónaárás var gerð stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. Bandaríkin og Sádar saka stjórnvöld í Íran um að bera ábyrgð á árásinni. 21. september 2019 08:45 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Sjá meira
„Allsherjarstríð“ geri Bandaríkin árásir á Íran Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, segir að geri Sádi-Arabía eða Bandaríkin loftárásir á Íran verði afleiðing þess „allsherjarstríð“ og sagði að Sádar þyrftu að berjast til "síðasta bandaríska hermannsins“ ef af yrði. 19. september 2019 11:09
Sádar segjast ætla að sanna aðkomu Íran að árásinni Yfirvöld Sádi-Arabíu segjast ætla að opinbera í dag sönnunargögn um að Íranar beri ábyrgð á árás á olíuvinnslustöð, þá stærstu í heimi, þar í landi um helgina. 18. september 2019 08:55
Bandaríkin senda hermenn til Sádi-Arabíu Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt að hún hyggist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu eftir að drónaárás var gerð stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. Bandaríkin og Sádar saka stjórnvöld í Íran um að bera ábyrgð á árásinni. 21. september 2019 08:45
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“