Loforð Trump sagt tengjast Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2019 08:30 Þingmenn Demókrataflokksins fóru í síðustu viku fram á að Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna útvegaði þeim upprit af símtali Trump og Zelensky vegna rannsóknar þriggja þingnefnda á því hvort Trump og Giuliani hafi reynt að nota utanríkisstefnu Bandaríkjanna í pólitískum tilgangi. AP/Evan Vucci Hið meinta loforð sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á að hafa gefið öðrum þjóðarleiðtoga, snýr með einhverjum hætti að Úkraínu. Loforðið varð til þess að starfsmaður einnar af leyniþjónustum Bandaríkjanna, sem starfaði innan Hvíta hússins, tilkynnti atvikið og hefur það leitt til mikilla deila á milli þingmanna og Joseph Maguire, starfandi yfirmanns leyniþjónusta Bandaríkjanna, sem neitar að afhenda þinginu upplýsingar um kvörtun starfsmannsins. Innri endurskoðandi leyniþjónustanna, Michael Atkinson, mat tilkynninguna trúverðuga og sagði hana „aðkallandi áhyggjuefni“, sem er lagaleg skilgreining sem, við eðlilegar kringumstæður, þýddi að málið ætti að fara fyrir nefndir Bandaríkjaþing er snúa að málefnum leyniþjónustanna. Atkinson, sem skipaður var af Trump, var kallaður fyrir njósnamálanefnd fulltrúadeildarinnar í gær þar sem hann neitaði ítrekað að segja frá innihaldi kvörtunarinnar, þar sem honum væri það ekki heimilt.Sjá einnig: Meint loforð Trump til annars þjóðarleiðtoga dregur dilk á eftir sér Sérfræðingar deila um það hvort Maguire beri í raun að upplýsa þingið um innihald tilkynningar starfsmannsins.Samkvæmt New York Times er ekki ljóst hvernig Úkraína tengist málinu en samskipti Trump og Volodymyr Zelensky, nýs forseta Úkraínu, frá því í júlí eru þegar til skoðunar. Þá sagði Trump að samskipti Bandaríkjanna og Úkraínu gætu skánað til muna ef yfirvöld Úkraínu kláruðu rannsókn á spillingarmálum, sem hafi komið niður á samskiptum ríkjanna. Þetta kom fram í samantekt forsætisembættis Úkraínu sem opinberað var í júlí.Vilja að Úkraínumenn rannsaki BidenÁ sama tíma voru bandamenn Trump að þrýsta á ríkisstjórn Úkraínu að opna rannsókn sem gæti skaðað Joe Biden, pólitískan andstæðing Trump. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, viðurkenndi í gær að hann hefði beðið háttsetta embættismenn í Úkraínu að rannsaka Joe Biden. Þá sérstaklega að enduropna gamla rannsókn á fyrirtæki sem tengist syni Biden, Hunter Biden, sem var í stjórn stórs fyrirtækis í Úkraínu. Þingmenn Demókrataflokksins fóru í síðustu viku fram á að Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna útvegaði þeim upprit af símtali Trump og Zelensky vegna rannsóknar þriggja þingnefnda á því hvort Trump og Giuliani hafi reynt að nota utanríkisstefnu Bandaríkjanna í pólitískum tilgangi. Meðal annars snýr rannsóknin að því hvort Trump hafi reynt að hætta við stuðning sem Bandaríkin hafa veitt Úkraínu til að þvinga Úkraínumenn til hlýðni. Degi seinna var aðstoðin, sem fólst í 250 milljónum dala til þjálfunar hermanna og kaup búnaðs þeirra, send til Úkraínu.Hér má sjá viðtal Chris Cuomo við Giuliani í gær, þar sem lögmaðurinn móðgaði Cuomo ítrekað og lagði fram fjöldann allan af ásökunum sem byggja ekki á sterkum grunni, eins og Politifact hefur bent á, meðal annarra. Þar að neðan má sjá Cuomo fara stuttlega yfir ásakanir Giuliani í garð Joe Biden og sannleiksgildi þeirra.CNN's @ChrisCuomo: "Did you ask Ukraine to look into Joe Biden?"@RudyGiuliani: "Of course I did"President Trump's attorney says he had spoken with a Ukrainian official about Joe Biden's possible role in that government's dismissal of a prosecutor who investigated Biden's son. pic.twitter.com/hqmqtmx2VW— Cuomo Prime Time (@CuomoPrimeTime) September 20, 2019 CNN's @ChrisCuomo fact-checks President Trump's attorney Rudy Giuliani's claims about former VP Joe Biden https://t.co/boEwKZ97ER pic.twitter.com/Kq1tz3Ods0— Cuomo Prime Time (@CuomoPrimeTime) September 20, 2019 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Sjá meira
Hið meinta loforð sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á að hafa gefið öðrum þjóðarleiðtoga, snýr með einhverjum hætti að Úkraínu. Loforðið varð til þess að starfsmaður einnar af leyniþjónustum Bandaríkjanna, sem starfaði innan Hvíta hússins, tilkynnti atvikið og hefur það leitt til mikilla deila á milli þingmanna og Joseph Maguire, starfandi yfirmanns leyniþjónusta Bandaríkjanna, sem neitar að afhenda þinginu upplýsingar um kvörtun starfsmannsins. Innri endurskoðandi leyniþjónustanna, Michael Atkinson, mat tilkynninguna trúverðuga og sagði hana „aðkallandi áhyggjuefni“, sem er lagaleg skilgreining sem, við eðlilegar kringumstæður, þýddi að málið ætti að fara fyrir nefndir Bandaríkjaþing er snúa að málefnum leyniþjónustanna. Atkinson, sem skipaður var af Trump, var kallaður fyrir njósnamálanefnd fulltrúadeildarinnar í gær þar sem hann neitaði ítrekað að segja frá innihaldi kvörtunarinnar, þar sem honum væri það ekki heimilt.Sjá einnig: Meint loforð Trump til annars þjóðarleiðtoga dregur dilk á eftir sér Sérfræðingar deila um það hvort Maguire beri í raun að upplýsa þingið um innihald tilkynningar starfsmannsins.Samkvæmt New York Times er ekki ljóst hvernig Úkraína tengist málinu en samskipti Trump og Volodymyr Zelensky, nýs forseta Úkraínu, frá því í júlí eru þegar til skoðunar. Þá sagði Trump að samskipti Bandaríkjanna og Úkraínu gætu skánað til muna ef yfirvöld Úkraínu kláruðu rannsókn á spillingarmálum, sem hafi komið niður á samskiptum ríkjanna. Þetta kom fram í samantekt forsætisembættis Úkraínu sem opinberað var í júlí.Vilja að Úkraínumenn rannsaki BidenÁ sama tíma voru bandamenn Trump að þrýsta á ríkisstjórn Úkraínu að opna rannsókn sem gæti skaðað Joe Biden, pólitískan andstæðing Trump. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, viðurkenndi í gær að hann hefði beðið háttsetta embættismenn í Úkraínu að rannsaka Joe Biden. Þá sérstaklega að enduropna gamla rannsókn á fyrirtæki sem tengist syni Biden, Hunter Biden, sem var í stjórn stórs fyrirtækis í Úkraínu. Þingmenn Demókrataflokksins fóru í síðustu viku fram á að Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna útvegaði þeim upprit af símtali Trump og Zelensky vegna rannsóknar þriggja þingnefnda á því hvort Trump og Giuliani hafi reynt að nota utanríkisstefnu Bandaríkjanna í pólitískum tilgangi. Meðal annars snýr rannsóknin að því hvort Trump hafi reynt að hætta við stuðning sem Bandaríkin hafa veitt Úkraínu til að þvinga Úkraínumenn til hlýðni. Degi seinna var aðstoðin, sem fólst í 250 milljónum dala til þjálfunar hermanna og kaup búnaðs þeirra, send til Úkraínu.Hér má sjá viðtal Chris Cuomo við Giuliani í gær, þar sem lögmaðurinn móðgaði Cuomo ítrekað og lagði fram fjöldann allan af ásökunum sem byggja ekki á sterkum grunni, eins og Politifact hefur bent á, meðal annarra. Þar að neðan má sjá Cuomo fara stuttlega yfir ásakanir Giuliani í garð Joe Biden og sannleiksgildi þeirra.CNN's @ChrisCuomo: "Did you ask Ukraine to look into Joe Biden?"@RudyGiuliani: "Of course I did"President Trump's attorney says he had spoken with a Ukrainian official about Joe Biden's possible role in that government's dismissal of a prosecutor who investigated Biden's son. pic.twitter.com/hqmqtmx2VW— Cuomo Prime Time (@CuomoPrimeTime) September 20, 2019 CNN's @ChrisCuomo fact-checks President Trump's attorney Rudy Giuliani's claims about former VP Joe Biden https://t.co/boEwKZ97ER pic.twitter.com/Kq1tz3Ods0— Cuomo Prime Time (@CuomoPrimeTime) September 20, 2019
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Sjá meira