Bankamenn hafa áhyggjur af veru Íslands á gráum lista Ari Brynjólfsson skrifar 9. október 2019 07:15 Ísland gæti endað á lista FATF yfir áhættusöm þriðju lönd þar sem ríki á borð við Afghanistan, Írak, Jemen og Úganda eru. Fréttablaðið/Pjetur Viðmælendur Fréttablaðsins innan viðskiptabankanna hafa talsverðar áhyggjur af veru Íslands á svokölluðum gráum lista alþjóðlega framkvæmdahópsins FATF. Telja þeir bankana hafa farið í mikla vinnu og gert allt sem í þeirra valdi stendur, einnig gagnvart erlendum bönkum, til að uppfylla kröfur um varnir gegn peningaþvætti. Í skýrslu FATF frá því í fyrra var talið upp 51 atriði sem stæði út af. Fram kemur í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu frá því á sunnudag að sérfræðingahópur FATF telur að enn standi út af sex atriði sem geti leitt til þess að umbætur Íslands varðandi aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka verði ekki taldar fullnægjandi. Ef það verður niðurstaðan fer Ísland á lista yfir svokölluð áhættusöm þriðju lönd þar sem aðgerðaáætlun er í farvegi. Á listanum má finna lönd á borð við Afganistan, Jemen, Írak og Úganda. Hyggjast stjórnvöld kappkosta að það verði aðeins til skamms tíma, þá fram á næsta ár. Hafa bankar nú þegar rætt við erlenda banka sem telja áhrifin óveruleg á núverandi viðskipti, en það gæti aukið flækju við að stofna til nýrra viðskipta ef Ísland er á listanum. Þá sé ótímabært að ræða hvað slíkt gæti á endanum kostað. Stjórnvöld og ráðgjafar þeirra telja möguleg áhrif óveruleg og er talið að veran á listanum hafi hvorki bein áhrif á almenning né fjármálastöðugleika á Íslandi. Fjármálaeftirlitið deilir þeirri skoðun ráðuneytisins að unnið hafi verið vel að því að leysa úr öllum atriðunum. Í bréfi stjórnvalda til bankastjóra viðskiptabankanna sem sent var á fimmtudag í síðustu viku segir að taldar séu verulegar líkur á því að Ísland lendi á listanum. Bankarnir eigi því að búa sig undir þá niðurstöðu og haga undirbúningi sínum í samræmi við það. Unnið sé hins vegar að því á öllum stöðum innan stjórnkerfisins að koma í veg fyrir þessa niðurstöðu. Mælt var fyrir tveimur frumvörpum á Alþingi í gær sem koma eiga til móts við athugasemdir FATF. Er þar annars vegar um að ræða frumvarp sem snýr að sölu haldlagðra kyrrsettra eigna og muna en hins vegar frumvarp um skráningarskyldu félaga til almannaheilla sem starfa yfir landamæri. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu málsmeðferð ríkisstjórnarinnar og þann mikla flýti sem einkenndi málin. Vonir ríkisstjórnarinnar standa til að frumvörpin verði afgreidd með hraði. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er gert ráð fyrir því að frumvörpin tvö verði að lögum í dag eða á morgun. Birtist í Fréttablaðinu Ísland á gráum lista FATF Íslenskir bankar Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Viðmælendur Fréttablaðsins innan viðskiptabankanna hafa talsverðar áhyggjur af veru Íslands á svokölluðum gráum lista alþjóðlega framkvæmdahópsins FATF. Telja þeir bankana hafa farið í mikla vinnu og gert allt sem í þeirra valdi stendur, einnig gagnvart erlendum bönkum, til að uppfylla kröfur um varnir gegn peningaþvætti. Í skýrslu FATF frá því í fyrra var talið upp 51 atriði sem stæði út af. Fram kemur í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu frá því á sunnudag að sérfræðingahópur FATF telur að enn standi út af sex atriði sem geti leitt til þess að umbætur Íslands varðandi aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka verði ekki taldar fullnægjandi. Ef það verður niðurstaðan fer Ísland á lista yfir svokölluð áhættusöm þriðju lönd þar sem aðgerðaáætlun er í farvegi. Á listanum má finna lönd á borð við Afganistan, Jemen, Írak og Úganda. Hyggjast stjórnvöld kappkosta að það verði aðeins til skamms tíma, þá fram á næsta ár. Hafa bankar nú þegar rætt við erlenda banka sem telja áhrifin óveruleg á núverandi viðskipti, en það gæti aukið flækju við að stofna til nýrra viðskipta ef Ísland er á listanum. Þá sé ótímabært að ræða hvað slíkt gæti á endanum kostað. Stjórnvöld og ráðgjafar þeirra telja möguleg áhrif óveruleg og er talið að veran á listanum hafi hvorki bein áhrif á almenning né fjármálastöðugleika á Íslandi. Fjármálaeftirlitið deilir þeirri skoðun ráðuneytisins að unnið hafi verið vel að því að leysa úr öllum atriðunum. Í bréfi stjórnvalda til bankastjóra viðskiptabankanna sem sent var á fimmtudag í síðustu viku segir að taldar séu verulegar líkur á því að Ísland lendi á listanum. Bankarnir eigi því að búa sig undir þá niðurstöðu og haga undirbúningi sínum í samræmi við það. Unnið sé hins vegar að því á öllum stöðum innan stjórnkerfisins að koma í veg fyrir þessa niðurstöðu. Mælt var fyrir tveimur frumvörpum á Alþingi í gær sem koma eiga til móts við athugasemdir FATF. Er þar annars vegar um að ræða frumvarp sem snýr að sölu haldlagðra kyrrsettra eigna og muna en hins vegar frumvarp um skráningarskyldu félaga til almannaheilla sem starfa yfir landamæri. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu málsmeðferð ríkisstjórnarinnar og þann mikla flýti sem einkenndi málin. Vonir ríkisstjórnarinnar standa til að frumvörpin verði afgreidd með hraði. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er gert ráð fyrir því að frumvörpin tvö verði að lögum í dag eða á morgun.
Birtist í Fréttablaðinu Ísland á gráum lista FATF Íslenskir bankar Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira