Telja rússneska leynisveit reyna að valda óstöðugleika í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2019 15:36 Pútín, sem sjálfur er fyrrverandi leyniþjónustumaður, lofaði leyniþjónustuna GRU í fyrra. Hún hefur staðið fyrir morðtilræðum og ýmsum bellibrögðum á erlendri grundu. Vísir/EPA Vestrænar leyniþjónustur telja að sérhæfð og háleynileg undirróðurssveit rússnesku leyniþjónustunnar vinni nú markvisst að því að valda óstöðugleika í Evrópu, meðal annars með morðum og skemmdarverkum. Sveitin er talin hafa verið starfandi í að minnsta kosti áratug en vestræn ríki hafi aðeins komist að tilvist hennar fyrir þremur árum.New York Times greinir frá því að vestrænar leyniþjónustur tengi nú að minnsta kosti fjórar aðgerðir í Evrópu við sveit 29155, leynilega sveit innan rússnesku leyniþjónustunnar GRU. Hún sérhæfi sig í undirróðri, skemmdarverkum og pólitískum morðum. Liðsmenn hennar séu meðal annars hermenn úr nokkrum blóðugustu stríðum Rússlands, þar á meðal í Afganistan, Tsjetsjeníu og Úkraínu. Fyrstu merki um aðild sveitarinnar fundust í misheppnaðri valdaránstilraun í Svartfjallalandi árið 2016 þar sem tveir útsendarar sveitarinnar eru sagðir hafa lagt á ráðin um að myrða forsætisráðherra landsins af dögum og taka yfir þinghúsið. Frekari staðfesting hafi fengist í taugaeiturstilræðinu gegn Sergei Skrípal, fyrrverandi njósnara GRU, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi í mars í fyrra. Breskir saksóknarar ákærður síðar tvo útsendara sveitar 29155, þá Alexander Mishkin og Anatólí Tsjepiga. Rannsókn á tilræðinu leiddi í ljós að þrír útsendarar sveitarinnar hefðu komið til Bretlands ári áður, þar á meðal Mishkin, mögulega til að undirbúa það. Hinir útsendararnir tveir hafi verið hluti af hóp sem reyndu að eitra fyrir búlgarska vopnasalanum Emilian Gebrev í tvígang árið 2015. Sveitin er einnig talin hafa átt þátt í undirróðursherferð í Moldóvu þar sem órói ríkti eftir þingkosningar fyrr á þessu ári.Hluti af óhefðbundnum hernaði Pútín gegn Vesturlöndum Aðgerðir sveitar 29155 eru sagðar liður í óhefðbundnum hernaði Vladímírs Pútin, forseta Rússlands, gegn Vesturlöndum sem hann telur ógn við stjórn sína. Í þeim hernaði notast Rússar meðal annars við áróður, tölvuinnbrot og upplýsingafölsun. Tvær aðrar rússneskar GRU-sveitir, 26165 og 74455, brutust þannig inn í tölvupósta landsnefndar Demókrataflokksins og forsetaframboðs Hillary Clinton í Bandaríkjunum árið 2016. Birtu þær síðan vandræðalega pósta þaðan í gegnum uppljóstranavefinn Wikileaks skömmu fyrir kjördag. Á annan tug Rússa var ákærður í rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, á kosningaafskiptum Rússa. Þeir ganga þó allir lausir þar sem tölvuþrjótarnir eru taldir starfa í Moskvu. Útsendarar 29155 eru aftur á móti gerðir út af örkinni víða. Evrópskur leyniþjónustumaður sem New York Times ræddi við sagði það sláandi að Rússar standi fyrir svo illviljuðum aðgerðum í vinaríkjum. Aðgerðir sveitarinnar hafa engu að síður farið að miklu leyti út um þúfur. Skrípal-feðginin lifðu banatilræðið af en bresk kona lést og tveir karlmenn veiktust alvarlega, þar á meðal lögreglumaður, þegar þau komust í snertingu við leifar eitursins sem tilræðismennirnir skildu eftir. Einnig lifði vopnasalinn Gebrev tvö tilræði af og valdaránstilraunin í Svartfjallalandi fór út um þúfur. Landið gekk í Atlantshafsbandalagið árið 2017. Vestrænar leyniþjónustur eru sagðar spyrja sig hvort að árangur aðgerðanna skipti Rússa ekki endilega öllu máli. Markmiðið geti verið að há sálfræðilegan hernað. Bandaríkin Búlgaría Moldóva Rússland Svartfjallaland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bandaríkjamenn slökktu á „Tröllaverksmiðjunni“ fyrir þingkosningarnar Bandaríski herinn kom í veg fyrir að starfsmenn "Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu í St. Pétursborg í Rússlandi hefðu aðgang að internetinu í aðdraganda bandarísku þingkosninganna í vetur. 26. febrúar 2019 23:15 Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Sex bandamenn og ráðgjafar Donalds Trump hafa þegar verið ákærðir í Rússarannsókninni sem nú er lokið. Í ljós á eftir að koma hvað Mueller hefur að segja um framferði annarra sem tengjast Bandaríkjaforseta. 22. mars 2019 23:45 Fjórtán dæmdir fyrir valdaránstilraun í Svartfjallalandi Dómstóll í Svartfjallalandi hefur dæmt fjórtán manns, þar af tvo stjórnarandstöðuþingmenn, í fangelsi vegna tilraunar til valdaráns árið 2016. 9. maí 2019 11:32 Rússar segja njósnara fyllibyttu án aðgangs að leyndarmálum Yfirvöld og fjölmiðlar í Rússlandi hafa í kjölfar þess að opinbert var að Bandaríkin hefðu komið rússneskum njósnara til Bandaríkjanna, unnið hörðum hönum að því að grafa undan manninum. 11. september 2019 22:45 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Sjá meira
Vestrænar leyniþjónustur telja að sérhæfð og háleynileg undirróðurssveit rússnesku leyniþjónustunnar vinni nú markvisst að því að valda óstöðugleika í Evrópu, meðal annars með morðum og skemmdarverkum. Sveitin er talin hafa verið starfandi í að minnsta kosti áratug en vestræn ríki hafi aðeins komist að tilvist hennar fyrir þremur árum.New York Times greinir frá því að vestrænar leyniþjónustur tengi nú að minnsta kosti fjórar aðgerðir í Evrópu við sveit 29155, leynilega sveit innan rússnesku leyniþjónustunnar GRU. Hún sérhæfi sig í undirróðri, skemmdarverkum og pólitískum morðum. Liðsmenn hennar séu meðal annars hermenn úr nokkrum blóðugustu stríðum Rússlands, þar á meðal í Afganistan, Tsjetsjeníu og Úkraínu. Fyrstu merki um aðild sveitarinnar fundust í misheppnaðri valdaránstilraun í Svartfjallalandi árið 2016 þar sem tveir útsendarar sveitarinnar eru sagðir hafa lagt á ráðin um að myrða forsætisráðherra landsins af dögum og taka yfir þinghúsið. Frekari staðfesting hafi fengist í taugaeiturstilræðinu gegn Sergei Skrípal, fyrrverandi njósnara GRU, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi í mars í fyrra. Breskir saksóknarar ákærður síðar tvo útsendara sveitar 29155, þá Alexander Mishkin og Anatólí Tsjepiga. Rannsókn á tilræðinu leiddi í ljós að þrír útsendarar sveitarinnar hefðu komið til Bretlands ári áður, þar á meðal Mishkin, mögulega til að undirbúa það. Hinir útsendararnir tveir hafi verið hluti af hóp sem reyndu að eitra fyrir búlgarska vopnasalanum Emilian Gebrev í tvígang árið 2015. Sveitin er einnig talin hafa átt þátt í undirróðursherferð í Moldóvu þar sem órói ríkti eftir þingkosningar fyrr á þessu ári.Hluti af óhefðbundnum hernaði Pútín gegn Vesturlöndum Aðgerðir sveitar 29155 eru sagðar liður í óhefðbundnum hernaði Vladímírs Pútin, forseta Rússlands, gegn Vesturlöndum sem hann telur ógn við stjórn sína. Í þeim hernaði notast Rússar meðal annars við áróður, tölvuinnbrot og upplýsingafölsun. Tvær aðrar rússneskar GRU-sveitir, 26165 og 74455, brutust þannig inn í tölvupósta landsnefndar Demókrataflokksins og forsetaframboðs Hillary Clinton í Bandaríkjunum árið 2016. Birtu þær síðan vandræðalega pósta þaðan í gegnum uppljóstranavefinn Wikileaks skömmu fyrir kjördag. Á annan tug Rússa var ákærður í rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, á kosningaafskiptum Rússa. Þeir ganga þó allir lausir þar sem tölvuþrjótarnir eru taldir starfa í Moskvu. Útsendarar 29155 eru aftur á móti gerðir út af örkinni víða. Evrópskur leyniþjónustumaður sem New York Times ræddi við sagði það sláandi að Rússar standi fyrir svo illviljuðum aðgerðum í vinaríkjum. Aðgerðir sveitarinnar hafa engu að síður farið að miklu leyti út um þúfur. Skrípal-feðginin lifðu banatilræðið af en bresk kona lést og tveir karlmenn veiktust alvarlega, þar á meðal lögreglumaður, þegar þau komust í snertingu við leifar eitursins sem tilræðismennirnir skildu eftir. Einnig lifði vopnasalinn Gebrev tvö tilræði af og valdaránstilraunin í Svartfjallalandi fór út um þúfur. Landið gekk í Atlantshafsbandalagið árið 2017. Vestrænar leyniþjónustur eru sagðar spyrja sig hvort að árangur aðgerðanna skipti Rússa ekki endilega öllu máli. Markmiðið geti verið að há sálfræðilegan hernað.
Bandaríkin Búlgaría Moldóva Rússland Svartfjallaland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bandaríkjamenn slökktu á „Tröllaverksmiðjunni“ fyrir þingkosningarnar Bandaríski herinn kom í veg fyrir að starfsmenn "Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu í St. Pétursborg í Rússlandi hefðu aðgang að internetinu í aðdraganda bandarísku þingkosninganna í vetur. 26. febrúar 2019 23:15 Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Sex bandamenn og ráðgjafar Donalds Trump hafa þegar verið ákærðir í Rússarannsókninni sem nú er lokið. Í ljós á eftir að koma hvað Mueller hefur að segja um framferði annarra sem tengjast Bandaríkjaforseta. 22. mars 2019 23:45 Fjórtán dæmdir fyrir valdaránstilraun í Svartfjallalandi Dómstóll í Svartfjallalandi hefur dæmt fjórtán manns, þar af tvo stjórnarandstöðuþingmenn, í fangelsi vegna tilraunar til valdaráns árið 2016. 9. maí 2019 11:32 Rússar segja njósnara fyllibyttu án aðgangs að leyndarmálum Yfirvöld og fjölmiðlar í Rússlandi hafa í kjölfar þess að opinbert var að Bandaríkin hefðu komið rússneskum njósnara til Bandaríkjanna, unnið hörðum hönum að því að grafa undan manninum. 11. september 2019 22:45 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Sjá meira
Bandaríkjamenn slökktu á „Tröllaverksmiðjunni“ fyrir þingkosningarnar Bandaríski herinn kom í veg fyrir að starfsmenn "Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu í St. Pétursborg í Rússlandi hefðu aðgang að internetinu í aðdraganda bandarísku þingkosninganna í vetur. 26. febrúar 2019 23:15
Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Sex bandamenn og ráðgjafar Donalds Trump hafa þegar verið ákærðir í Rússarannsókninni sem nú er lokið. Í ljós á eftir að koma hvað Mueller hefur að segja um framferði annarra sem tengjast Bandaríkjaforseta. 22. mars 2019 23:45
Fjórtán dæmdir fyrir valdaránstilraun í Svartfjallalandi Dómstóll í Svartfjallalandi hefur dæmt fjórtán manns, þar af tvo stjórnarandstöðuþingmenn, í fangelsi vegna tilraunar til valdaráns árið 2016. 9. maí 2019 11:32
Rússar segja njósnara fyllibyttu án aðgangs að leyndarmálum Yfirvöld og fjölmiðlar í Rússlandi hafa í kjölfar þess að opinbert var að Bandaríkin hefðu komið rússneskum njósnara til Bandaríkjanna, unnið hörðum hönum að því að grafa undan manninum. 11. september 2019 22:45