Fórnarlömb skotárásarinnar í Las Vegas fá bætur frá hótelinu Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2019 18:08 Jason McMillan lamaðist í skotárásinni í Las Vegas Hann felldi tár þegar MGM Resorts stefndi um þúsund eftirlifendum og fjölskyldum til að fyrirbyggja að þær krefðust bóta í fyrra. Vísir/EPA Hótelkeðjan MGM Resorts hefur fallist á að greiða fórnarlömbum mannskæðrar skotárásar í Las Vegas fyrir tveimur árum að minnsta kosti 735 milljónir dollara, jafnvirði um 91 milljarðs íslenskra króna í miskabætur. Fjöldamorðinginn skaut á fólk á tónleikum frá hótelherbergi í eigu keðjunnar. Um 22.000 manns nutu sveitatónlistar á tónleikum á aðalgötunni í Las Vegas þegar karlmaður á sjötugsaldri lét byssukúlum rigna yfir mannfjöldann frá herbergi á Mandalay Bay-hótelinu 1. október árið 2017. Hann skaut 58 til bana og særði 422 til viðbótar áður en hann svipti sjálfan sig lífi. Það var umfangsmesta fjöldamorð einstaklings með skotvopni í sögu Bandaríkjanna. Sáttin sem MGM Resorts hefur nú gert við fórnarlömbin er ekki játning fyrirtækisins á sök, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Keðjan hafði áður stefnt fórnarlömbunum, að því er virðist til þess að koma í veg fyrir málshöfðun þeirra. „Við höfum alltaf talið að löng málaferli um þessi mál væru ekki neinum til hagsbóta,“ segir Jim Murren, stjórnarformaður MGM Resorts um sáttina. Bæturnar sem keðjan greiðir út er talin nema allt frá 735 til 800 milljóna dollara, alltaf eftir því hversu margir krefjast bóta úr hendi hennar. Þrátt fyrir að tvö ár séu liðin frá voðaverkinu liggur enn ekki fyrir hvað morðingjanum gekk til. Bandaríkin Skotárás í Las Vegas Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nýtt myndband varpar ljósi á hryllinginn í Las Vegas Þrjár vikur eru liðnar frá mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna þegar Stephen Paddock drap 58 og særði hundruð í Las Vegas. Nýtt myndband varpar frekari ljósi á skotárásina sjálfa. 22. október 2017 19:08 Fjöldamorðið í Las Vegas virðist hafa verið þaulskipulagt Morðinginn flutti 23 byssur upp á hótelherbergi í tíu ferðatöskum án þess að starfsfólk grunaði hann um græsku. 3. október 2017 21:37 Ár frá árásinni í Las Vegas Enn er ekki vitað af hverju Stpehen Craig Paddock hóf skothríð af 32 hæð Mandalay Bay hótelsins á þúsundir gesta tónlistarhátíðar hinu megin við götuna. 1. október 2018 15:15 FBI óskar eftir aðstoð almennings við að varpa ljósi á fjöldamorðið Alríkislögregla Bandaríkjanna er engu nær um þær ástæður sem liggja að baki árásinni í Las Vegas á mánudag. 7. október 2017 11:15 Fjölmargir sagðir látnir eftir skotárás í Las Vegas Talið er að hið minnsta einn byssumaður hafi hleypt af skotum á tónlistarhátíð í Las Vegas nú í morgun. 2. október 2017 06:37 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Sjá meira
Hótelkeðjan MGM Resorts hefur fallist á að greiða fórnarlömbum mannskæðrar skotárásar í Las Vegas fyrir tveimur árum að minnsta kosti 735 milljónir dollara, jafnvirði um 91 milljarðs íslenskra króna í miskabætur. Fjöldamorðinginn skaut á fólk á tónleikum frá hótelherbergi í eigu keðjunnar. Um 22.000 manns nutu sveitatónlistar á tónleikum á aðalgötunni í Las Vegas þegar karlmaður á sjötugsaldri lét byssukúlum rigna yfir mannfjöldann frá herbergi á Mandalay Bay-hótelinu 1. október árið 2017. Hann skaut 58 til bana og særði 422 til viðbótar áður en hann svipti sjálfan sig lífi. Það var umfangsmesta fjöldamorð einstaklings með skotvopni í sögu Bandaríkjanna. Sáttin sem MGM Resorts hefur nú gert við fórnarlömbin er ekki játning fyrirtækisins á sök, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Keðjan hafði áður stefnt fórnarlömbunum, að því er virðist til þess að koma í veg fyrir málshöfðun þeirra. „Við höfum alltaf talið að löng málaferli um þessi mál væru ekki neinum til hagsbóta,“ segir Jim Murren, stjórnarformaður MGM Resorts um sáttina. Bæturnar sem keðjan greiðir út er talin nema allt frá 735 til 800 milljóna dollara, alltaf eftir því hversu margir krefjast bóta úr hendi hennar. Þrátt fyrir að tvö ár séu liðin frá voðaverkinu liggur enn ekki fyrir hvað morðingjanum gekk til.
Bandaríkin Skotárás í Las Vegas Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nýtt myndband varpar ljósi á hryllinginn í Las Vegas Þrjár vikur eru liðnar frá mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna þegar Stephen Paddock drap 58 og særði hundruð í Las Vegas. Nýtt myndband varpar frekari ljósi á skotárásina sjálfa. 22. október 2017 19:08 Fjöldamorðið í Las Vegas virðist hafa verið þaulskipulagt Morðinginn flutti 23 byssur upp á hótelherbergi í tíu ferðatöskum án þess að starfsfólk grunaði hann um græsku. 3. október 2017 21:37 Ár frá árásinni í Las Vegas Enn er ekki vitað af hverju Stpehen Craig Paddock hóf skothríð af 32 hæð Mandalay Bay hótelsins á þúsundir gesta tónlistarhátíðar hinu megin við götuna. 1. október 2018 15:15 FBI óskar eftir aðstoð almennings við að varpa ljósi á fjöldamorðið Alríkislögregla Bandaríkjanna er engu nær um þær ástæður sem liggja að baki árásinni í Las Vegas á mánudag. 7. október 2017 11:15 Fjölmargir sagðir látnir eftir skotárás í Las Vegas Talið er að hið minnsta einn byssumaður hafi hleypt af skotum á tónlistarhátíð í Las Vegas nú í morgun. 2. október 2017 06:37 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Sjá meira
Nýtt myndband varpar ljósi á hryllinginn í Las Vegas Þrjár vikur eru liðnar frá mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna þegar Stephen Paddock drap 58 og særði hundruð í Las Vegas. Nýtt myndband varpar frekari ljósi á skotárásina sjálfa. 22. október 2017 19:08
Fjöldamorðið í Las Vegas virðist hafa verið þaulskipulagt Morðinginn flutti 23 byssur upp á hótelherbergi í tíu ferðatöskum án þess að starfsfólk grunaði hann um græsku. 3. október 2017 21:37
Ár frá árásinni í Las Vegas Enn er ekki vitað af hverju Stpehen Craig Paddock hóf skothríð af 32 hæð Mandalay Bay hótelsins á þúsundir gesta tónlistarhátíðar hinu megin við götuna. 1. október 2018 15:15
FBI óskar eftir aðstoð almennings við að varpa ljósi á fjöldamorðið Alríkislögregla Bandaríkjanna er engu nær um þær ástæður sem liggja að baki árásinni í Las Vegas á mánudag. 7. október 2017 11:15
Fjölmargir sagðir látnir eftir skotárás í Las Vegas Talið er að hið minnsta einn byssumaður hafi hleypt af skotum á tónlistarhátíð í Las Vegas nú í morgun. 2. október 2017 06:37