Lögreglukonan sem fór íbúðarvillt sakfelld fyrir morð Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2019 17:41 Guyger í dómshúsinu í Dallas í síðustu viku. AP/Tom Fox Kviðdómur í Texas sakfelldi lögreglukonu frá Dallas sem skaut nágranna sinn til bana þegar hún fór íbúðarvillt fyrir morð í dag. Málið hefur vakið mikla athygli en lögreglukonan taldi sig vera í eigin íbúð og að maðurinn væri innbrotsþjófur þegar hún skaut hann. Amber Guyger, 31 árs, var að koma af vakt, þegar hún fór inn í íbúð Botham Jean, 26 ára gamals endurskoðanda, sem bjó á hæðinni fyrir ofan hana. Hún skaut Jean tveimur skotum. Jean var óvopnaður og var að borða ís yfir sjónvarpinu þegar Guyger skaut hann.Washington Post segir að Guyger hafi verið afsakandi og grátið í dómsal. „Ég skaut saklausan mann,“ sagði hún þegar hún bar vitni. Verjendur hennar héldu því fram að hún hafi verið úrvinda og hrædd þegar hún heyrði í umgangi í íbúðinni sem hún taldi vera sína. Þegar hún hafi séð skugga bregða fyrir hafi hún óttast um líf sitt. Hún hafi beðið um að sjá hendur Jean en hann hafi gengið að henni. Þá hafi hún skotið. Guyger hefur sagst hafa ætlað að skjóta manninn til bana á því augnabliki. Lögmenn Guyger byggðu jafnframt á því að þar sem hún hafi talið sig vera í eigin íbúð hafi hún í reynd brugðist við í sjálfsvörn. Guyger hafi gerst sekt um hræðileg mistök en að hún væri saklaus af manndrápi eða morði. Dómarinn í málinu leyfði kviðdómendum að taka til greina að Guyger hafi notið réttinda samkvæmt lögum sem leyfir fólki að verja heimili sín. Sú ákvörðun var umdeild. Málið er sérstaklega viðkvæmt þar sem lögreglukonan er hvít en Jean var svartur. Dauði Jean kom í kjölfar hrinu tilfella þar sem hvítir lögregluþjónar skutu óvopnaða blökkumenn til bana. Saksóknarar sökuðu Guyger um gáleysi og vanrækslu. Hún hafi verið of upptekin við kynferðisleg samskipti við félaga hennar í lögreglunni þegar hún fór inn í ranga íbúð. Settu þeir jafnframt spurningamerki við að Guyger hafi farið inn í íbúðina þegar hún varð vör við umgang þar. Það stangist á við þjálfun sem lögregluþjónar fá um að kalla á liðsauka og leita vars. Bandaríkin Tengdar fréttir Sakar lögreglu um að sverta mannorð manns sem var skotinn af lögregluþjóni Lögreglan í Dallas í Bandaríkjunum opinberaði í gær að rúm tíu grömm af marijúana hefðu fundist í íbúð manns sem skotinn var til bana af lögregluþjóni á frívakt. 14. september 2018 07:46 Lögreglukonan rekin sem skaut mann til bana í hans eigin íbúð Amber Guyger, lögreglukonunni sem varð Botham Jean að bana, þann 6. september þegar hún skaut hann í hans eigin íbúð, hefur verið leyst frá störfum sínum innan lögreglunnar í borginni Dallas í Bandaríkjunum. 24. september 2018 17:54 Fór í ranga íbúð og skaut íbúann til bana Amber Guyger, lögreglukona í Dalla,s, skaut svartan mann til bana í fjölbýlishúsi sem þau búa bæði í eftir að hún gekk fyrir mistök inn í íbúð mannsins. 10. september 2018 11:27 Skaut mann sem hún taldi innbrotsþjóf en var sjálf í rangri íbúð Lögreglukona í borginni Dallas í Texas skaut nágranna sinn til bana því hún taldi hann vera innbrotsþjóf. Í ljós kom að lögreglukonan hafði villst á íbúðum og var inni í íbúð mannsins. 7. september 2018 18:20 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira
Kviðdómur í Texas sakfelldi lögreglukonu frá Dallas sem skaut nágranna sinn til bana þegar hún fór íbúðarvillt fyrir morð í dag. Málið hefur vakið mikla athygli en lögreglukonan taldi sig vera í eigin íbúð og að maðurinn væri innbrotsþjófur þegar hún skaut hann. Amber Guyger, 31 árs, var að koma af vakt, þegar hún fór inn í íbúð Botham Jean, 26 ára gamals endurskoðanda, sem bjó á hæðinni fyrir ofan hana. Hún skaut Jean tveimur skotum. Jean var óvopnaður og var að borða ís yfir sjónvarpinu þegar Guyger skaut hann.Washington Post segir að Guyger hafi verið afsakandi og grátið í dómsal. „Ég skaut saklausan mann,“ sagði hún þegar hún bar vitni. Verjendur hennar héldu því fram að hún hafi verið úrvinda og hrædd þegar hún heyrði í umgangi í íbúðinni sem hún taldi vera sína. Þegar hún hafi séð skugga bregða fyrir hafi hún óttast um líf sitt. Hún hafi beðið um að sjá hendur Jean en hann hafi gengið að henni. Þá hafi hún skotið. Guyger hefur sagst hafa ætlað að skjóta manninn til bana á því augnabliki. Lögmenn Guyger byggðu jafnframt á því að þar sem hún hafi talið sig vera í eigin íbúð hafi hún í reynd brugðist við í sjálfsvörn. Guyger hafi gerst sekt um hræðileg mistök en að hún væri saklaus af manndrápi eða morði. Dómarinn í málinu leyfði kviðdómendum að taka til greina að Guyger hafi notið réttinda samkvæmt lögum sem leyfir fólki að verja heimili sín. Sú ákvörðun var umdeild. Málið er sérstaklega viðkvæmt þar sem lögreglukonan er hvít en Jean var svartur. Dauði Jean kom í kjölfar hrinu tilfella þar sem hvítir lögregluþjónar skutu óvopnaða blökkumenn til bana. Saksóknarar sökuðu Guyger um gáleysi og vanrækslu. Hún hafi verið of upptekin við kynferðisleg samskipti við félaga hennar í lögreglunni þegar hún fór inn í ranga íbúð. Settu þeir jafnframt spurningamerki við að Guyger hafi farið inn í íbúðina þegar hún varð vör við umgang þar. Það stangist á við þjálfun sem lögregluþjónar fá um að kalla á liðsauka og leita vars.
Bandaríkin Tengdar fréttir Sakar lögreglu um að sverta mannorð manns sem var skotinn af lögregluþjóni Lögreglan í Dallas í Bandaríkjunum opinberaði í gær að rúm tíu grömm af marijúana hefðu fundist í íbúð manns sem skotinn var til bana af lögregluþjóni á frívakt. 14. september 2018 07:46 Lögreglukonan rekin sem skaut mann til bana í hans eigin íbúð Amber Guyger, lögreglukonunni sem varð Botham Jean að bana, þann 6. september þegar hún skaut hann í hans eigin íbúð, hefur verið leyst frá störfum sínum innan lögreglunnar í borginni Dallas í Bandaríkjunum. 24. september 2018 17:54 Fór í ranga íbúð og skaut íbúann til bana Amber Guyger, lögreglukona í Dalla,s, skaut svartan mann til bana í fjölbýlishúsi sem þau búa bæði í eftir að hún gekk fyrir mistök inn í íbúð mannsins. 10. september 2018 11:27 Skaut mann sem hún taldi innbrotsþjóf en var sjálf í rangri íbúð Lögreglukona í borginni Dallas í Texas skaut nágranna sinn til bana því hún taldi hann vera innbrotsþjóf. Í ljós kom að lögreglukonan hafði villst á íbúðum og var inni í íbúð mannsins. 7. september 2018 18:20 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira
Sakar lögreglu um að sverta mannorð manns sem var skotinn af lögregluþjóni Lögreglan í Dallas í Bandaríkjunum opinberaði í gær að rúm tíu grömm af marijúana hefðu fundist í íbúð manns sem skotinn var til bana af lögregluþjóni á frívakt. 14. september 2018 07:46
Lögreglukonan rekin sem skaut mann til bana í hans eigin íbúð Amber Guyger, lögreglukonunni sem varð Botham Jean að bana, þann 6. september þegar hún skaut hann í hans eigin íbúð, hefur verið leyst frá störfum sínum innan lögreglunnar í borginni Dallas í Bandaríkjunum. 24. september 2018 17:54
Fór í ranga íbúð og skaut íbúann til bana Amber Guyger, lögreglukona í Dalla,s, skaut svartan mann til bana í fjölbýlishúsi sem þau búa bæði í eftir að hún gekk fyrir mistök inn í íbúð mannsins. 10. september 2018 11:27
Skaut mann sem hún taldi innbrotsþjóf en var sjálf í rangri íbúð Lögreglukona í borginni Dallas í Texas skaut nágranna sinn til bana því hún taldi hann vera innbrotsþjóf. Í ljós kom að lögreglukonan hafði villst á íbúðum og var inni í íbúð mannsins. 7. september 2018 18:20