Erlent

Að­eins 1,5 prósent ræktarlands enn að­gengi­legt og nýtan­legt

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Algjör eyðilegging blasir við á Gasa.
Algjör eyðilegging blasir við á Gasa. Getty/Anadolu/Salaheddin Mohamad

Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) segir aðeins 1,5 prósent af ræktarlandi á Gasa enn aðgengilegt og nýtanlegt. 

Áður en Ísraelsher hóf árásir sínar á svæðinu lifði nær fjórðungur íbúa að öllu leyti eða hluta til á ræktun, landbúnaði eða fiskveiðum.

Fjöldi tegunda af ávöxtum, grænmeti, hnetum og kornvöru var ræktaður á Gasa en í júlí síðastliðnum höfðu 86 prósent alls ræktarlands verið eyðilögð. 

Ísraelsher hefur verið sakaður um að hafa viljandi skemmt innviði til matvælaframleiðslu en í síðustu viku var hluti fræbanka í Hebron eyðilagður.

Sérfræðingar og stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa varað við því frá því í fyrra að stjórnvöld í Ísrael hafi fyrirskipað árásir á innviði, gagngert til þess að valda hungursneyð.

Fjöldi fólks, þar á meðal yfir hundrað börn, er nú talinn hafa látist af völdum vannæringar. Matvæla- og landbúnaðarstofnunin segir gríðarlega mikilvægt að ræktun og matvælaframleiðsla á svæðinu hefjist á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×