Rússar áttu við þúsundir lyfjaprófa Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2019 12:44 Júrí Ganus er yfirmaður lyfjaeftirlits Rússlands. Forveri hans lést árið 2016. Vísir/EPA Yfirmaður lyfjaeftirlits Rússlands viðurkennir að átt hafi verið við þúsundir lyfjaprófa hjá ónefndum fjölda rússneskra íþróttamanna. Alþjóðalyfjaeftirlitið íhuga nú hvort Rússar verði beittir frekari refsingu vegna umfangsmikils lyfjasvindls þeirra. Gögn voru falin eða þeim breytt til að vernda orðspor og stöður fyrrverandi íþróttamanna sem gegna nú embættum í rússnesku ríkisstjórninni eða í forystu íþróttahreyfingarinnar í landinu, að sögn Júrís Ganus, yfirmanns rússneska lyfjaeftirlitsins. Ummælin lét hann falla í viðtalinu á ráðstefnu í Colorado í Bandaríkjunum á sunnudag, að sögn New York Times. Rússum var bannað að taka þátt í vetrarólympíuleikunum í fyrra eftir að upp komst um umfangsmikið lyfjasvindl sem rússneska ríkisstjórnin átti aðild að árið 2015. Alþjóðalyfjaeftirlitið (WADA) á að taka ákvörðun innan tveggja vikna um frekari refsingar. Mögulegt er að Rússum verði vikið úr alþjóðlegum íþróttakeppnum gefi þeir ekki trúverðugar skýringar á því hvers vegna niðurstöður lyfjaprófa hurfu eða var breytt í gagnagrunni sem Rússar afhentu Alþjóðalyfjaeftirlitinu. Þriggja ára keppnisbanni rússneska íþróttamanna var aflétt í fyrr þegar Rússar lofuðu að afhenda gagnagrunninn. Ganus fullyrti á sunnudag að aðeins einstaklingar með aðgang að valdamestu stofnunum Rússlands hefðu getað átt við gögnin. Hann segist greina frá svikunum nú til að koma í veg fyrir að núverandi og framtíðarkynslóðir rússneskra íþróttamanna líði fyrir gjörðir annarra. Yfirlýsingar hans þykja koma á óvart í ljósi örlaga uppljóstrara um lyfjasvindlið. Tveir aðrir embættismenn lyfjaeftirlits Rússlands, þar á meðal forveri Ganus, létu lífið við grunsamlegar kringumstæður. Fyrrverandi yfirmaður tilraunastofu í Moskvu þar sem lyfjasvindlið fór fram flúði til Bandaríkjanna eftir að hann greindi frá svindlinu. Lyfjamisferli Rússa Ólympíuleikar Rússland Tengdar fréttir Rodchenkov: Einn leikmaður Rússlands á HM tekur inn ólögleg lyf Grigory Rodchenkov, maðurinn sem varð heimsfrægur er hann uppljóstraði frá lyfjamisferli Rússa, segir að einn leikmaður Rússa á HM taki inn lyf sem eru ólögleg. 1. júní 2018 17:45 Skora á Ólympínefndina að banna alla Rússa í Ríó Bandaríska- og kanadíska lyfjaeftirlitið sendu fyrir helgi áskorun með undirskriftum víðsvegar úr heiminum þar sem skorað var á Ólympíunefndina að banna alla rússneska íþróttamenn í Ríó. 17. júlí 2016 12:15 FIFA rannsakar lyfjamisnotkun Rússa Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, reynir að hafa uppi á Grigory Rodchenkov til þess að afla upplýsinga um þáttöku rússneskra fótboltamanna í ólöglegri lyfjanotkun í Rússlandi. 19. nóvember 2017 10:45 Lyfjabanni Rússa aflétt: „Mestu svik íþróttasögunnar“ Rússar mega keppa á alþjóðlegum íþróttaviðburðum á ný eftir að alþjóðlega lyfjaeftirlitið WADA aflétti keppnisbanni þeirra. Mikil óánægja er með ákvörðun WADA. 21. september 2018 06:00 Rússar vilja fá manninn sem kom upp um lyfjasvindl þjóðarinnar Lögfræðingur mannsins segir að hann verði pyntaður og myrtur fari svo að hann verði sendur til Rússlands. 27. desember 2017 08:30 Mest lesið Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Sjá meira
Yfirmaður lyfjaeftirlits Rússlands viðurkennir að átt hafi verið við þúsundir lyfjaprófa hjá ónefndum fjölda rússneskra íþróttamanna. Alþjóðalyfjaeftirlitið íhuga nú hvort Rússar verði beittir frekari refsingu vegna umfangsmikils lyfjasvindls þeirra. Gögn voru falin eða þeim breytt til að vernda orðspor og stöður fyrrverandi íþróttamanna sem gegna nú embættum í rússnesku ríkisstjórninni eða í forystu íþróttahreyfingarinnar í landinu, að sögn Júrís Ganus, yfirmanns rússneska lyfjaeftirlitsins. Ummælin lét hann falla í viðtalinu á ráðstefnu í Colorado í Bandaríkjunum á sunnudag, að sögn New York Times. Rússum var bannað að taka þátt í vetrarólympíuleikunum í fyrra eftir að upp komst um umfangsmikið lyfjasvindl sem rússneska ríkisstjórnin átti aðild að árið 2015. Alþjóðalyfjaeftirlitið (WADA) á að taka ákvörðun innan tveggja vikna um frekari refsingar. Mögulegt er að Rússum verði vikið úr alþjóðlegum íþróttakeppnum gefi þeir ekki trúverðugar skýringar á því hvers vegna niðurstöður lyfjaprófa hurfu eða var breytt í gagnagrunni sem Rússar afhentu Alþjóðalyfjaeftirlitinu. Þriggja ára keppnisbanni rússneska íþróttamanna var aflétt í fyrr þegar Rússar lofuðu að afhenda gagnagrunninn. Ganus fullyrti á sunnudag að aðeins einstaklingar með aðgang að valdamestu stofnunum Rússlands hefðu getað átt við gögnin. Hann segist greina frá svikunum nú til að koma í veg fyrir að núverandi og framtíðarkynslóðir rússneskra íþróttamanna líði fyrir gjörðir annarra. Yfirlýsingar hans þykja koma á óvart í ljósi örlaga uppljóstrara um lyfjasvindlið. Tveir aðrir embættismenn lyfjaeftirlits Rússlands, þar á meðal forveri Ganus, létu lífið við grunsamlegar kringumstæður. Fyrrverandi yfirmaður tilraunastofu í Moskvu þar sem lyfjasvindlið fór fram flúði til Bandaríkjanna eftir að hann greindi frá svindlinu.
Lyfjamisferli Rússa Ólympíuleikar Rússland Tengdar fréttir Rodchenkov: Einn leikmaður Rússlands á HM tekur inn ólögleg lyf Grigory Rodchenkov, maðurinn sem varð heimsfrægur er hann uppljóstraði frá lyfjamisferli Rússa, segir að einn leikmaður Rússa á HM taki inn lyf sem eru ólögleg. 1. júní 2018 17:45 Skora á Ólympínefndina að banna alla Rússa í Ríó Bandaríska- og kanadíska lyfjaeftirlitið sendu fyrir helgi áskorun með undirskriftum víðsvegar úr heiminum þar sem skorað var á Ólympíunefndina að banna alla rússneska íþróttamenn í Ríó. 17. júlí 2016 12:15 FIFA rannsakar lyfjamisnotkun Rússa Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, reynir að hafa uppi á Grigory Rodchenkov til þess að afla upplýsinga um þáttöku rússneskra fótboltamanna í ólöglegri lyfjanotkun í Rússlandi. 19. nóvember 2017 10:45 Lyfjabanni Rússa aflétt: „Mestu svik íþróttasögunnar“ Rússar mega keppa á alþjóðlegum íþróttaviðburðum á ný eftir að alþjóðlega lyfjaeftirlitið WADA aflétti keppnisbanni þeirra. Mikil óánægja er með ákvörðun WADA. 21. september 2018 06:00 Rússar vilja fá manninn sem kom upp um lyfjasvindl þjóðarinnar Lögfræðingur mannsins segir að hann verði pyntaður og myrtur fari svo að hann verði sendur til Rússlands. 27. desember 2017 08:30 Mest lesið Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Sjá meira
Rodchenkov: Einn leikmaður Rússlands á HM tekur inn ólögleg lyf Grigory Rodchenkov, maðurinn sem varð heimsfrægur er hann uppljóstraði frá lyfjamisferli Rússa, segir að einn leikmaður Rússa á HM taki inn lyf sem eru ólögleg. 1. júní 2018 17:45
Skora á Ólympínefndina að banna alla Rússa í Ríó Bandaríska- og kanadíska lyfjaeftirlitið sendu fyrir helgi áskorun með undirskriftum víðsvegar úr heiminum þar sem skorað var á Ólympíunefndina að banna alla rússneska íþróttamenn í Ríó. 17. júlí 2016 12:15
FIFA rannsakar lyfjamisnotkun Rússa Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, reynir að hafa uppi á Grigory Rodchenkov til þess að afla upplýsinga um þáttöku rússneskra fótboltamanna í ólöglegri lyfjanotkun í Rússlandi. 19. nóvember 2017 10:45
Lyfjabanni Rússa aflétt: „Mestu svik íþróttasögunnar“ Rússar mega keppa á alþjóðlegum íþróttaviðburðum á ný eftir að alþjóðlega lyfjaeftirlitið WADA aflétti keppnisbanni þeirra. Mikil óánægja er með ákvörðun WADA. 21. september 2018 06:00
Rússar vilja fá manninn sem kom upp um lyfjasvindl þjóðarinnar Lögfræðingur mannsins segir að hann verði pyntaður og myrtur fari svo að hann verði sendur til Rússlands. 27. desember 2017 08:30