Ráðherra segir dóminn yfir Katalónunum pólitískan Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. október 2019 20:15 Alfred Bosch, ráðherra utanríkismála í katalónsku héraðsstjórninni. Vísir/EPA Dómunum var mótmælt af hörku í Katalóníu í dag. Mikill fjöldi flykktist út á götur Barcelona og annarra borga héraðsins og lýsti yfir stuðningi við hina dæmdu sjálfstæðissinna. Götum var lokað víða um héraðið. Mótmælendur komu sér einnig fyrir á alþjóðaflugvellinum í Barcelona og þurfti að aflýsa tugum flugferða. Þá sagði mótmælendahreyfingin Lýðræðisflóðbylgjan frá því á Twitter að á annað þúsund bíla myndi loka vegum að alþjóðaflugvelli höfuðborgarinnar Madríd.Þrettán ára fangelsi Oriol Junqueras, fyrrverandi varaforseti héraðsstjórnarinnar, fékk þyngsta dóminn, þrettán ár. Þingforseti, aðrir ráðherrar og tveir leiðtogar félagasamtaka fengu níu til tólf ár. Öll voru þau dæmd fyrir uppreisnaráróður og fjárdrátt vegna atburðarásarinnar í kringum sjálfstæðisatkvæðagreiðslu haustsins 2017. Þau voru hins vegar ekki dæmd fyrir uppreisn, eins og sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytisins krafði. Dómarar féllust ekki heldur á kröfu þriðja sækjandans, öfgaíhaldsflokksins Vox, um að dæma Katalónanna fyrir skipulagða glæpastarfsemi. Ekkert þeirra var sakfellt fyrir uppreisn, líkt og sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytisins krafðist. Þrjú sluppu við fangelsisdóma en dómnum verður áfrýjað til bæði stjórnlagadómstóls Spánar og mannréttindadómstóls Evrópu.Belgískur mótmælandi fyrir utan húsnæði Puigdemonts í Belgíu.AP/Oliver MatthysVilja handtaka Puigdemont Carles Puigdemont, forseti heraðsstjórnarinnar haustið 2017, var ekki ákærður í málinu enda í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu. Framsalskröfum Spánverja hefur verið hafnað hingað til en ný handtökuskipun var gefin út eftir að dómurinn var kveðinn upp. Puigdemont sagði sjálfur í dag að með dómnum væri í raun verið að sakfella þær tvær milljónir Katalóna sem greiddu atkvæði með sjálfstæði fyrir tveimur árum. Vert er að geta þess að 92 prósent greiddra atkvæða féllu með sjálfstæði en kjörsókn var 43 prósent. Lág kjörsókn skýrðist bæði af því að sambandssinnar sniðgengu flestir atkvæðagreiðsluna og af aðgerðum lögreglu á kjördag. Eftir að stjórnlagadómstóll Spánar úrskurðaði atkvæðagreiðsluna ólöglega reyndi lögregla að koma í veg fyrir að hún yrði haldin. Kjörstöðum var lokað og samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum slasaði lögregla á níunda hundrað. Spænskur dómari sagði hins vegar að um hundrað hefðu slasast.Alþjóðasamtök lögfræðinga fordæmdu dóminn.Fordæma ákvörðunina Dómurinn hefur verið fordæmdur víða um heim. Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, sagðist standa með hinum dæmdu. Alþjóðasamtök lögfræðinga sögðu dóminn aðför gegn tjáningar-, funda- og félagafrelsi. Hæstiréttur væri með dómnum að brjóta á mannréttindum Katalónanna. „Þessi dómur er alvarlegt inngrip í tjáningar-, funda og félagafrelsi leiðtoganna. Það var ónauðsynlegt að rétta yfir þeim fyrir uppreisnaráróður, úr öllu samhengi við gjörðir þeirra og óréttlætanlegt,var haft eftir ráðgjafa samtakanna í Evrópu og Mið-Asíu. „Við óttumst um að hæstiréttur Spánar sé ekki að framfylgja þeim skuldbindingum sem Spánverjar hafa gert með innleiðingu alþjóðalaga um mannréttindi,“ sagði ráðgjafinn, Massimo Frigo, aukinheldur.Lögregla gerði áhlaup á mótmælendur á alþjóðaflugvelli Barcelona.AP/Emilio MorenattiEnginn lögum ofar Josep Borrell, utanríkisráðherra Spánar, var á öðru máli. Hann sagði mikilvægt að virða niðurstöðu hæstaréttar. Ferlið hefði einkennst af gegnsæi og þrískipting ríkisvalds hafi verið virt. Tók fram að hann væri sjálfur katalónskur. Og Pedro Sánchez forsætisráðherra sagði ferlið allt hafa verið til fyrirmyndar. „Í dag höfum við fengið misbresti pólitísks ferlis staðfesta. Ferlis sem skilur ekkert eftir sig nema sársauka,“ sagði Sánchez og tók fram að stjórnvöld myndu framfylgja dómnum að öllu leyti. Katalónarnir væru ekki yfir lögin hafnir. Þá sagði Sánchez að við tæki nýtt tímabil. „Spænska ríkisstjórnin verður vel á varðbergi og mun tryggja samhljóm og virðingu fyrir lögum lýðræðisins.“Mótmælt var fyrir framan spænska sendiráðið í Brussel.AP/Francisco SecoVill að alþjóðasamfélagið þrýsti á Spán Alfred Bosch, ráðherra utanríkismála í katalónsku héraðsstjórninni, segir í samtali við fréttastofu að dómurinn hafi verið pólitískur. „Þetta er til skammar fyrir konungsríkið Spán.“ „Dómurinn grefur undan stoðum lýðræðisins og mannréttinda á Spáni, í Evrópu og í heiminum öllum,“ bætir Bosch við. Málinu hefur verið áfrýjað til Mannréttindadómstóls Evrópu og segist Bosch vona að dómstóllinn standi með Katalónunum. Ráðherrann segir hina dæmdu ekki hafa framið nokkurn glæp heldur einfaldlega boðað til lýðræðislegra kosninga. Fremur hefði átt að rétta yfir þeim sem bera ábyrgð á því ofbeldi sem spænska lögreglan beitti á kjördag fyrir tveimur árum. „Þetta eru enn ein mistök spænska konungsríkisins. Það voru mistök að lemja fólk í höfuðið á meðan það greiddi atkvæði fyrir tveimur árum. Það voru mistök að byrja þessi réttarhöld og það voru mistök að sakfella.“ Ráðherrann segist vona að alþjóðasamfélagið setji þrýsting á Spán vegna málsins. Vinnuhópur Sameinuðu þjóðanna um gerræðislegar fangelsanir hafi fordæmt fangelsun leiðtoganna. „Ég vil biðja áhorfendur og alþjóðasamfélagið allt um að spyrja sig einnar spurningar. Mynduð þið vilja að þetta gerðist í ykkar landi? Fyndist ykkur það sanngjarnt? Að leiðtogar ykkar yrðu settir í fangelsi fyrir að boða til atkvæðagreiðslu?“Viðtalið við Alfred Bosch má sjá í heild hér fyrir neðan:Klippa: Viðtal við Alfred Bosch Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Katalónar hrífast af íslensku leiðinni Alfred Bosch, utanríkisráðherra Katalóníu, ræðir við Fréttablaðið um réttarhöld yfir leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar, stöðuna í Katalóníu og hvernig Katalónar geti lært af Íslendingum. 16. mars 2019 07:15 Hörmulegt að fólk sé dæmt fyrir pólitískar skoðanir sínar í evrópsku lýðræðisríki Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis segir þunga dóma sem féllu í Hæsta rétti Spánar í morgun vera með ólíkindum. 14. október 2019 13:09 Segir aðgerðir Spánar skandal fyrir lýðræðið Oriol Junqueras, nýkjörinn spænskur og Evrópuþingmaður og fyrrverandi varaforseti Katalóníu, segir í samtali við Fréttablaðið að það sé andlýðræðislegt að hann hafi verið sendur í leyfi frá þingstörfum gegn vilja sínum. 29. maí 2019 06:30 Ný handtökuskipun á hendur Puigdemont gefin út Tilkynningin kemur í kjölfar þungra dóma sem fjöldi leiðtoga katalónskra sjálfstæðissinna fengu í Hæstarétti Spánar í morgun. 14. október 2019 14:32 Leiðtogar Katalóna fá þunga fangelsisdóma Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. 14. október 2019 08:03 Katalónskur fangi biðlar til Íslendinga Jordi Cuixart er einn þeirra Katalóna sem voru ákærðir og fangelsaðir vegna sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingar árið 2017. Í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið segir hann stjórnarhætti Francos enn við lýði og að máli 5. janúar 2019 13:00 Dómum yfir sjálfstæðissinnum mótmælt í Katalóníu Starfandi forsætisráðherra Spánar segir ríkisstjórnin virða dóm hæstaréttar yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna. 14. október 2019 10:44 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Sjá meira
Dómunum var mótmælt af hörku í Katalóníu í dag. Mikill fjöldi flykktist út á götur Barcelona og annarra borga héraðsins og lýsti yfir stuðningi við hina dæmdu sjálfstæðissinna. Götum var lokað víða um héraðið. Mótmælendur komu sér einnig fyrir á alþjóðaflugvellinum í Barcelona og þurfti að aflýsa tugum flugferða. Þá sagði mótmælendahreyfingin Lýðræðisflóðbylgjan frá því á Twitter að á annað þúsund bíla myndi loka vegum að alþjóðaflugvelli höfuðborgarinnar Madríd.Þrettán ára fangelsi Oriol Junqueras, fyrrverandi varaforseti héraðsstjórnarinnar, fékk þyngsta dóminn, þrettán ár. Þingforseti, aðrir ráðherrar og tveir leiðtogar félagasamtaka fengu níu til tólf ár. Öll voru þau dæmd fyrir uppreisnaráróður og fjárdrátt vegna atburðarásarinnar í kringum sjálfstæðisatkvæðagreiðslu haustsins 2017. Þau voru hins vegar ekki dæmd fyrir uppreisn, eins og sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytisins krafði. Dómarar féllust ekki heldur á kröfu þriðja sækjandans, öfgaíhaldsflokksins Vox, um að dæma Katalónanna fyrir skipulagða glæpastarfsemi. Ekkert þeirra var sakfellt fyrir uppreisn, líkt og sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytisins krafðist. Þrjú sluppu við fangelsisdóma en dómnum verður áfrýjað til bæði stjórnlagadómstóls Spánar og mannréttindadómstóls Evrópu.Belgískur mótmælandi fyrir utan húsnæði Puigdemonts í Belgíu.AP/Oliver MatthysVilja handtaka Puigdemont Carles Puigdemont, forseti heraðsstjórnarinnar haustið 2017, var ekki ákærður í málinu enda í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu. Framsalskröfum Spánverja hefur verið hafnað hingað til en ný handtökuskipun var gefin út eftir að dómurinn var kveðinn upp. Puigdemont sagði sjálfur í dag að með dómnum væri í raun verið að sakfella þær tvær milljónir Katalóna sem greiddu atkvæði með sjálfstæði fyrir tveimur árum. Vert er að geta þess að 92 prósent greiddra atkvæða féllu með sjálfstæði en kjörsókn var 43 prósent. Lág kjörsókn skýrðist bæði af því að sambandssinnar sniðgengu flestir atkvæðagreiðsluna og af aðgerðum lögreglu á kjördag. Eftir að stjórnlagadómstóll Spánar úrskurðaði atkvæðagreiðsluna ólöglega reyndi lögregla að koma í veg fyrir að hún yrði haldin. Kjörstöðum var lokað og samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum slasaði lögregla á níunda hundrað. Spænskur dómari sagði hins vegar að um hundrað hefðu slasast.Alþjóðasamtök lögfræðinga fordæmdu dóminn.Fordæma ákvörðunina Dómurinn hefur verið fordæmdur víða um heim. Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, sagðist standa með hinum dæmdu. Alþjóðasamtök lögfræðinga sögðu dóminn aðför gegn tjáningar-, funda- og félagafrelsi. Hæstiréttur væri með dómnum að brjóta á mannréttindum Katalónanna. „Þessi dómur er alvarlegt inngrip í tjáningar-, funda og félagafrelsi leiðtoganna. Það var ónauðsynlegt að rétta yfir þeim fyrir uppreisnaráróður, úr öllu samhengi við gjörðir þeirra og óréttlætanlegt,var haft eftir ráðgjafa samtakanna í Evrópu og Mið-Asíu. „Við óttumst um að hæstiréttur Spánar sé ekki að framfylgja þeim skuldbindingum sem Spánverjar hafa gert með innleiðingu alþjóðalaga um mannréttindi,“ sagði ráðgjafinn, Massimo Frigo, aukinheldur.Lögregla gerði áhlaup á mótmælendur á alþjóðaflugvelli Barcelona.AP/Emilio MorenattiEnginn lögum ofar Josep Borrell, utanríkisráðherra Spánar, var á öðru máli. Hann sagði mikilvægt að virða niðurstöðu hæstaréttar. Ferlið hefði einkennst af gegnsæi og þrískipting ríkisvalds hafi verið virt. Tók fram að hann væri sjálfur katalónskur. Og Pedro Sánchez forsætisráðherra sagði ferlið allt hafa verið til fyrirmyndar. „Í dag höfum við fengið misbresti pólitísks ferlis staðfesta. Ferlis sem skilur ekkert eftir sig nema sársauka,“ sagði Sánchez og tók fram að stjórnvöld myndu framfylgja dómnum að öllu leyti. Katalónarnir væru ekki yfir lögin hafnir. Þá sagði Sánchez að við tæki nýtt tímabil. „Spænska ríkisstjórnin verður vel á varðbergi og mun tryggja samhljóm og virðingu fyrir lögum lýðræðisins.“Mótmælt var fyrir framan spænska sendiráðið í Brussel.AP/Francisco SecoVill að alþjóðasamfélagið þrýsti á Spán Alfred Bosch, ráðherra utanríkismála í katalónsku héraðsstjórninni, segir í samtali við fréttastofu að dómurinn hafi verið pólitískur. „Þetta er til skammar fyrir konungsríkið Spán.“ „Dómurinn grefur undan stoðum lýðræðisins og mannréttinda á Spáni, í Evrópu og í heiminum öllum,“ bætir Bosch við. Málinu hefur verið áfrýjað til Mannréttindadómstóls Evrópu og segist Bosch vona að dómstóllinn standi með Katalónunum. Ráðherrann segir hina dæmdu ekki hafa framið nokkurn glæp heldur einfaldlega boðað til lýðræðislegra kosninga. Fremur hefði átt að rétta yfir þeim sem bera ábyrgð á því ofbeldi sem spænska lögreglan beitti á kjördag fyrir tveimur árum. „Þetta eru enn ein mistök spænska konungsríkisins. Það voru mistök að lemja fólk í höfuðið á meðan það greiddi atkvæði fyrir tveimur árum. Það voru mistök að byrja þessi réttarhöld og það voru mistök að sakfella.“ Ráðherrann segist vona að alþjóðasamfélagið setji þrýsting á Spán vegna málsins. Vinnuhópur Sameinuðu þjóðanna um gerræðislegar fangelsanir hafi fordæmt fangelsun leiðtoganna. „Ég vil biðja áhorfendur og alþjóðasamfélagið allt um að spyrja sig einnar spurningar. Mynduð þið vilja að þetta gerðist í ykkar landi? Fyndist ykkur það sanngjarnt? Að leiðtogar ykkar yrðu settir í fangelsi fyrir að boða til atkvæðagreiðslu?“Viðtalið við Alfred Bosch má sjá í heild hér fyrir neðan:Klippa: Viðtal við Alfred Bosch
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Katalónar hrífast af íslensku leiðinni Alfred Bosch, utanríkisráðherra Katalóníu, ræðir við Fréttablaðið um réttarhöld yfir leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar, stöðuna í Katalóníu og hvernig Katalónar geti lært af Íslendingum. 16. mars 2019 07:15 Hörmulegt að fólk sé dæmt fyrir pólitískar skoðanir sínar í evrópsku lýðræðisríki Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis segir þunga dóma sem féllu í Hæsta rétti Spánar í morgun vera með ólíkindum. 14. október 2019 13:09 Segir aðgerðir Spánar skandal fyrir lýðræðið Oriol Junqueras, nýkjörinn spænskur og Evrópuþingmaður og fyrrverandi varaforseti Katalóníu, segir í samtali við Fréttablaðið að það sé andlýðræðislegt að hann hafi verið sendur í leyfi frá þingstörfum gegn vilja sínum. 29. maí 2019 06:30 Ný handtökuskipun á hendur Puigdemont gefin út Tilkynningin kemur í kjölfar þungra dóma sem fjöldi leiðtoga katalónskra sjálfstæðissinna fengu í Hæstarétti Spánar í morgun. 14. október 2019 14:32 Leiðtogar Katalóna fá þunga fangelsisdóma Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. 14. október 2019 08:03 Katalónskur fangi biðlar til Íslendinga Jordi Cuixart er einn þeirra Katalóna sem voru ákærðir og fangelsaðir vegna sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingar árið 2017. Í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið segir hann stjórnarhætti Francos enn við lýði og að máli 5. janúar 2019 13:00 Dómum yfir sjálfstæðissinnum mótmælt í Katalóníu Starfandi forsætisráðherra Spánar segir ríkisstjórnin virða dóm hæstaréttar yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna. 14. október 2019 10:44 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Sjá meira
Katalónar hrífast af íslensku leiðinni Alfred Bosch, utanríkisráðherra Katalóníu, ræðir við Fréttablaðið um réttarhöld yfir leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar, stöðuna í Katalóníu og hvernig Katalónar geti lært af Íslendingum. 16. mars 2019 07:15
Hörmulegt að fólk sé dæmt fyrir pólitískar skoðanir sínar í evrópsku lýðræðisríki Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis segir þunga dóma sem féllu í Hæsta rétti Spánar í morgun vera með ólíkindum. 14. október 2019 13:09
Segir aðgerðir Spánar skandal fyrir lýðræðið Oriol Junqueras, nýkjörinn spænskur og Evrópuþingmaður og fyrrverandi varaforseti Katalóníu, segir í samtali við Fréttablaðið að það sé andlýðræðislegt að hann hafi verið sendur í leyfi frá þingstörfum gegn vilja sínum. 29. maí 2019 06:30
Ný handtökuskipun á hendur Puigdemont gefin út Tilkynningin kemur í kjölfar þungra dóma sem fjöldi leiðtoga katalónskra sjálfstæðissinna fengu í Hæstarétti Spánar í morgun. 14. október 2019 14:32
Leiðtogar Katalóna fá þunga fangelsisdóma Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. 14. október 2019 08:03
Katalónskur fangi biðlar til Íslendinga Jordi Cuixart er einn þeirra Katalóna sem voru ákærðir og fangelsaðir vegna sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingar árið 2017. Í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið segir hann stjórnarhætti Francos enn við lýði og að máli 5. janúar 2019 13:00
Dómum yfir sjálfstæðissinnum mótmælt í Katalóníu Starfandi forsætisráðherra Spánar segir ríkisstjórnin virða dóm hæstaréttar yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna. 14. október 2019 10:44