Telur ekki tilefni til að endurskoða aðild að NATO Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. október 2019 15:37 Jens Stoltenberg fékk góðar viðtökur í utanríkisráðuneytinu þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók á móti honum í sumar. Nato Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segist ekki telja tilefni til að endurskoða aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu í kjölfar innrásar Tyrkja á héruð Kúrda í norðurhluta Sýrlands. Þetta kom fram í svari ráðherra við fyrirspurn Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Halldóra spurði hvort hægt væri að treyst á varnarsamstarf með þjóðum eins og Bandaríkjunum og Tyrklandi og hvort kominn væri tími til að endurskoða veru Íslands í NATO. „Ég er þeirrar skoðunar og hef ekkert legið á þeirri skoðun minni að sú ákvörðun Bandaríkjaforseta að draga herlið til baka var mjög misráðin,“ sagði Guðlaugur Þór. Árásirnar séu þó á ábyrgð Tyrkja og séu ekki studdar af NATO. Hann óttist að afleiðingarnar kunni að verða enn alvarlegri en þær séu þegar orðnar, einkum fyrir almenna borgara.Sjá einnig: Ákvörðun Bandaríkjamanna misráðin að mati utanríkisráðherra Íslensk stjórnvöld hafi í samtali við nágrannaríki á Norðurlöndunum komið þeim skilaboðum áleiðis og reyni að þrýsta á Tyrkja að hætta og ganga fram með þeim hætti sem þeir hafa gert. „En ég tel samt sem áður ekki að þetta kalli á það sem þingmaður spyr hér sérstaklega,“ sagði Guðlaugur Þór. Halldóra ítrekaði fyrirspurn sína um hvort öryggi Íslendinga væri tryggt innan hernaðarbandalags með Bandaríkjamönnum og Tyrkjum. „Ef Tyrkir virkja fimmtu grein NATO-samningsins vegna átakanna í Norður-Sýrlandi, mun Ísland bregðast við? Geta Tyrkir dregið okkur stríð?“ spurði Halldóra. „Ég hef miklar áhyggjur af að vera okkar í bandalagi þar sem utanríkisstefna tveggja aðildarríkja virðist vera gengin af göflunum.“ Guðlaugur Þór svaraði því neitandi. „Því er nú fljótsvarað að Tyrkir geta ekki dregið okkur Íslendinga í stríð og bara svo það sé alveg skýrt, að þeir fara fram með hætti sem enginn NATO-þjóð hefur stutt, ekki nokkur einasta,“ sagði Guðlaugur Þór. Alþingi Bandaríkin NATO Sýrland Tyrkland Utanríkismál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segist ekki telja tilefni til að endurskoða aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu í kjölfar innrásar Tyrkja á héruð Kúrda í norðurhluta Sýrlands. Þetta kom fram í svari ráðherra við fyrirspurn Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Halldóra spurði hvort hægt væri að treyst á varnarsamstarf með þjóðum eins og Bandaríkjunum og Tyrklandi og hvort kominn væri tími til að endurskoða veru Íslands í NATO. „Ég er þeirrar skoðunar og hef ekkert legið á þeirri skoðun minni að sú ákvörðun Bandaríkjaforseta að draga herlið til baka var mjög misráðin,“ sagði Guðlaugur Þór. Árásirnar séu þó á ábyrgð Tyrkja og séu ekki studdar af NATO. Hann óttist að afleiðingarnar kunni að verða enn alvarlegri en þær séu þegar orðnar, einkum fyrir almenna borgara.Sjá einnig: Ákvörðun Bandaríkjamanna misráðin að mati utanríkisráðherra Íslensk stjórnvöld hafi í samtali við nágrannaríki á Norðurlöndunum komið þeim skilaboðum áleiðis og reyni að þrýsta á Tyrkja að hætta og ganga fram með þeim hætti sem þeir hafa gert. „En ég tel samt sem áður ekki að þetta kalli á það sem þingmaður spyr hér sérstaklega,“ sagði Guðlaugur Þór. Halldóra ítrekaði fyrirspurn sína um hvort öryggi Íslendinga væri tryggt innan hernaðarbandalags með Bandaríkjamönnum og Tyrkjum. „Ef Tyrkir virkja fimmtu grein NATO-samningsins vegna átakanna í Norður-Sýrlandi, mun Ísland bregðast við? Geta Tyrkir dregið okkur stríð?“ spurði Halldóra. „Ég hef miklar áhyggjur af að vera okkar í bandalagi þar sem utanríkisstefna tveggja aðildarríkja virðist vera gengin af göflunum.“ Guðlaugur Þór svaraði því neitandi. „Því er nú fljótsvarað að Tyrkir geta ekki dregið okkur Íslendinga í stríð og bara svo það sé alveg skýrt, að þeir fara fram með hætti sem enginn NATO-þjóð hefur stutt, ekki nokkur einasta,“ sagði Guðlaugur Þór.
Alþingi Bandaríkin NATO Sýrland Tyrkland Utanríkismál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira