Telur uppruna mannsins í Botsvana Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 29. október 2019 06:45 Svæðið sunnan við Zambesi-fljót einkennist af saltlagi. Nordicphotos/Getty „Það hefur verið ljóst í nokkurn tíma að nútímamaðurinn kom fram í Afríku fyrir um 200.000 árum en það sem hefur ekki verið ljóst er hvaðan nákvæmlega forfeður okkar koma,“ segi Vanessa Hayes, prófessor í erfðafræði við Garvan-rannsóknarstofnunina í Ástralíu. Vísindamenn telja sig nú hafa fundið svarið við því hvar mannkynið er upprunnið og er svæðið sem um ræðir sunnan við Zambesi-fljót í Botsvana. BBC greinir frá. Svæðið einkennist nú af saltlagi en þar var að öllum líkindum mikið af vatni. Samkvæmt vísindamönnum var svæðið heimkynni manna í 70.000 ár þar til loftslag breyttist og í kjölfarið færðu menn sig á frjósamari svæði og hófust þannig flutningar mannkynsins út úr Afríku. „Þetta er ákaflega stórt svæði sem virðist hafa verið mjög blautt og gróskumikið. Það hefur verið hentugt til búsetu bæði fyrir menn og dýr,“ segir Hayes. Rannsókn hennar sýnir fram á að mennirnir hafi upphaflega haldið í norðaustur frá Zambesi-svæðinu og að því næst hafi önnur bylgja frumbyggja fært sig í til suðvesturs. Hayes segir að hægt hafi verið að draga upp mynd af svæðinu bæði með erfðarannsóknum og jarðfræði ásamt því að líkja eftir loftslaginu á svæðinu með tölvulíkani. Gagnrýnisraddir um rannsóknina hafa heyrst víða og segir Chris Stringer, prófessor á Náttúrufræðisafninu í London, að ekki sé litið til allra þátta við gerð rannsóknarinnar. „Ég held að það sé stiklað á stóru við gerð rannsóknarinnar. Það að horfa einungis á einn hluta erfðamengis mannsins og einungis eina staðsetningu gefur okkur ekki alla söguna um uppruna mannsins,“ segir Stringer og bætir við: „Ef rannsóknin hefði verið umfangsmeiri hefðu mögulega fundist fleiri en einn staður sem væru fyrstu heimahagar mannsins.“ Birtist í Fréttablaðinu Botsvana Vísindi Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Sjá meira
„Það hefur verið ljóst í nokkurn tíma að nútímamaðurinn kom fram í Afríku fyrir um 200.000 árum en það sem hefur ekki verið ljóst er hvaðan nákvæmlega forfeður okkar koma,“ segi Vanessa Hayes, prófessor í erfðafræði við Garvan-rannsóknarstofnunina í Ástralíu. Vísindamenn telja sig nú hafa fundið svarið við því hvar mannkynið er upprunnið og er svæðið sem um ræðir sunnan við Zambesi-fljót í Botsvana. BBC greinir frá. Svæðið einkennist nú af saltlagi en þar var að öllum líkindum mikið af vatni. Samkvæmt vísindamönnum var svæðið heimkynni manna í 70.000 ár þar til loftslag breyttist og í kjölfarið færðu menn sig á frjósamari svæði og hófust þannig flutningar mannkynsins út úr Afríku. „Þetta er ákaflega stórt svæði sem virðist hafa verið mjög blautt og gróskumikið. Það hefur verið hentugt til búsetu bæði fyrir menn og dýr,“ segir Hayes. Rannsókn hennar sýnir fram á að mennirnir hafi upphaflega haldið í norðaustur frá Zambesi-svæðinu og að því næst hafi önnur bylgja frumbyggja fært sig í til suðvesturs. Hayes segir að hægt hafi verið að draga upp mynd af svæðinu bæði með erfðarannsóknum og jarðfræði ásamt því að líkja eftir loftslaginu á svæðinu með tölvulíkani. Gagnrýnisraddir um rannsóknina hafa heyrst víða og segir Chris Stringer, prófessor á Náttúrufræðisafninu í London, að ekki sé litið til allra þátta við gerð rannsóknarinnar. „Ég held að það sé stiklað á stóru við gerð rannsóknarinnar. Það að horfa einungis á einn hluta erfðamengis mannsins og einungis eina staðsetningu gefur okkur ekki alla söguna um uppruna mannsins,“ segir Stringer og bætir við: „Ef rannsóknin hefði verið umfangsmeiri hefðu mögulega fundist fleiri en einn staður sem væru fyrstu heimahagar mannsins.“
Birtist í Fréttablaðinu Botsvana Vísindi Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Sjá meira