Neyðarástandi lýst yfir í Kaliforníu vegna kjarreldanna Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2019 23:08 Víngerð í Healdsburg í Kaliforníu fuðrar upp í Kincade-eldinum í dag. Vísir/EPA Hátt í tvö hundruð þúsund manns hefur nú verið skipað að yfirgefa heimili sín í norðanverðri Kaliforníu vegna kjarrelda sem geisa þar. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur lýst yfir neyðarástandi í öllu ríkinu. Tugir þúsunda íbúðarhúsa eru sagðir í hættu vegna eldanna og rafmagn hefur verið tekið af svæðum þar sem um milljón manns býr. Búist er við því að milljón manns til viðbótar missi rafmagn fljótlega þegar orkufyrirtæki taka það af til að koma í veg fyrir að fleiri eldar kvikni út frá því, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rýming er í gildi í stórum hluta Sonoma-sýslu, þar á meðal í Santa Rosa. Vegir þar eru sagðir fullir af bílum fólks sem flýr eldana. Eldar hafa þegar brennt um 12.000 hektara lands í Sonoma. Newsom sagði í ávarpi sem hann birti á Twitter í dag að rafmagnsleysið væri ergjandi fyrir alla. Reynt verði að koma því aftur á sem fyrst. Orkufyrirtækið PG&E hefur legið undir harðri gagnrýni vegna viðbragða þess við eldunum. Það stendur frammi fyrir lögsóknum vegna Camp-eldsins sem kviknaði í fyrra og varð 85 manns að bana. Talið er að sá eldur hafi kviknað út frá gömlum tækjabúnaði fyrirtækisins. Til að fyrirbyggja frekari elda við þær kjöraðstæður fyrir kjarrelda sem nú ríkja í Kaliforníu hefur PG&E brugðið til þess ráðs að taka rafmagn af í 36 sýslum þar sem milljónir manna búa. Áfram er búist við hvassviðri og þurrki sem hefur skapað þær eldfimu aðstæður sem nú ógna ríkinu fram á morgundaginn. Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Skógareldar Tengdar fréttir Tvær milljónir gætu verið án rafmagns vegna eldanna Orkufyrirtæki í Kaliforníu segist gætu þurft að taka rafmagn af í 36 sýslum með tvær milljónir íbúa til að koma í veg fyrir frekari skógar- og kjarrelda. 26. október 2019 19:45 90 þúsund flýja skógarelda og milljónir án rafmagns 90 þúsund íbúar í norðurhluta Kaliforníu-ríkis Bandaríkjanna hafa verið beðin um að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem þar geisa. Búist er við að tvær milljónir íbúa verði ríkis verði án rafmagns vegna varúðarráðstafana. 27. október 2019 08:42 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Hátt í tvö hundruð þúsund manns hefur nú verið skipað að yfirgefa heimili sín í norðanverðri Kaliforníu vegna kjarrelda sem geisa þar. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur lýst yfir neyðarástandi í öllu ríkinu. Tugir þúsunda íbúðarhúsa eru sagðir í hættu vegna eldanna og rafmagn hefur verið tekið af svæðum þar sem um milljón manns býr. Búist er við því að milljón manns til viðbótar missi rafmagn fljótlega þegar orkufyrirtæki taka það af til að koma í veg fyrir að fleiri eldar kvikni út frá því, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rýming er í gildi í stórum hluta Sonoma-sýslu, þar á meðal í Santa Rosa. Vegir þar eru sagðir fullir af bílum fólks sem flýr eldana. Eldar hafa þegar brennt um 12.000 hektara lands í Sonoma. Newsom sagði í ávarpi sem hann birti á Twitter í dag að rafmagnsleysið væri ergjandi fyrir alla. Reynt verði að koma því aftur á sem fyrst. Orkufyrirtækið PG&E hefur legið undir harðri gagnrýni vegna viðbragða þess við eldunum. Það stendur frammi fyrir lögsóknum vegna Camp-eldsins sem kviknaði í fyrra og varð 85 manns að bana. Talið er að sá eldur hafi kviknað út frá gömlum tækjabúnaði fyrirtækisins. Til að fyrirbyggja frekari elda við þær kjöraðstæður fyrir kjarrelda sem nú ríkja í Kaliforníu hefur PG&E brugðið til þess ráðs að taka rafmagn af í 36 sýslum þar sem milljónir manna búa. Áfram er búist við hvassviðri og þurrki sem hefur skapað þær eldfimu aðstæður sem nú ógna ríkinu fram á morgundaginn.
Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Skógareldar Tengdar fréttir Tvær milljónir gætu verið án rafmagns vegna eldanna Orkufyrirtæki í Kaliforníu segist gætu þurft að taka rafmagn af í 36 sýslum með tvær milljónir íbúa til að koma í veg fyrir frekari skógar- og kjarrelda. 26. október 2019 19:45 90 þúsund flýja skógarelda og milljónir án rafmagns 90 þúsund íbúar í norðurhluta Kaliforníu-ríkis Bandaríkjanna hafa verið beðin um að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem þar geisa. Búist er við að tvær milljónir íbúa verði ríkis verði án rafmagns vegna varúðarráðstafana. 27. október 2019 08:42 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Tvær milljónir gætu verið án rafmagns vegna eldanna Orkufyrirtæki í Kaliforníu segist gætu þurft að taka rafmagn af í 36 sýslum með tvær milljónir íbúa til að koma í veg fyrir frekari skógar- og kjarrelda. 26. október 2019 19:45
90 þúsund flýja skógarelda og milljónir án rafmagns 90 þúsund íbúar í norðurhluta Kaliforníu-ríkis Bandaríkjanna hafa verið beðin um að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem þar geisa. Búist er við að tvær milljónir íbúa verði ríkis verði án rafmagns vegna varúðarráðstafana. 27. október 2019 08:42