Segir að samtal milli Spánar og Katalóníu þurfi að eiga sér stað Andri Eysteinsson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 27. október 2019 22:53 Mótmælendur fjölmenntu enn á ný í Katalóníu í dag, nú til þess að lýsa andstöðu sinni við kröfur sjálfstæðissinna. Staðkunnugir segja stöðuna flókna og telja að ekki verði hægt að vinda ofan af ólgunni án þess að bæta samskipti Madrídar og Katalóníu. Tugþúsundir sambandssina söfnuðust saman á strætum Barselóna-borgar í dag. Vopnaðir spænska fánanum og slagorðum mótmæltu þeir kröfunni um að Katalónar lýsi yfir sjálfstæði. Mótmæli dagsins voru andsvar við kröfugöngum síðustu daga þar sem Katalónar hafa mótmælt þungum fangelsisdómum yfir níu leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar. Dómarnir hafa gefið hugmyndum hreyfingarinnar byr undir báða vængi og leitt til stjórnmálaástands sem greinendur segja það viðkvæmasta á Spáni í áratugi. „Ég lít á mig sem Spánverja og Katalóna svo ég get einfaldlega ekki séð fyrir mér að við skiljum okkur frá Spáni, sagði María José Aguilar einn mótmælendanna í Barselóna í dag.Málefni Katalóníu voru til umræðu í Víglínunni, þjóðmálaþáttar Stöðvar 2, í dag. Viðmælendur þáttastjórnandans Heimis Más Péturssonar voru sammála um að ekki verði undið ofan af ólgunni í Katalóníu án samtals.Ég held þetta lagist ekki fyrr en við sjáum eitthvað raunverulega gerast, ekki bara stjórnmálamenn að tala í sjónvarpinu. Ákvarðanir verða að vera teknar. Það verður að eiga sér stað samtal á milli Spánar og Katalóníu, sagði lyfjafræðingurinn Ramón Flavia Piera, sem fæddur er í Barselóna en hefur búið hér á landi í áraraðir. „Fram undan er mikil bylgja mótmæla. Þetta er sama fólk og hefur verið að skipuleggja mótmæli í Barselóna og Katalóníu. Þau eru þaulskipulögð og meirihluti þeirra hafa farið fram friðsamlega. Fangarnir sjálfir hafa beðið um að þau fari friðsamlega fram. Það er í raun og veru engin augljós lausn í augsýn, þetta er flókið mál og eins og Ramón segir er bara hægt að leysa það með samtali,“ sagði Úa Matthíasdóttir útgefandi sem undanfarin ár hefur verið búsett í Katalóníu.Sjá má umræðurnar í Víglínunni hér að neðan Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Mótmælendur fjölmenntu enn á ný í Katalóníu í dag, nú til þess að lýsa andstöðu sinni við kröfur sjálfstæðissinna. Staðkunnugir segja stöðuna flókna og telja að ekki verði hægt að vinda ofan af ólgunni án þess að bæta samskipti Madrídar og Katalóníu. Tugþúsundir sambandssina söfnuðust saman á strætum Barselóna-borgar í dag. Vopnaðir spænska fánanum og slagorðum mótmæltu þeir kröfunni um að Katalónar lýsi yfir sjálfstæði. Mótmæli dagsins voru andsvar við kröfugöngum síðustu daga þar sem Katalónar hafa mótmælt þungum fangelsisdómum yfir níu leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar. Dómarnir hafa gefið hugmyndum hreyfingarinnar byr undir báða vængi og leitt til stjórnmálaástands sem greinendur segja það viðkvæmasta á Spáni í áratugi. „Ég lít á mig sem Spánverja og Katalóna svo ég get einfaldlega ekki séð fyrir mér að við skiljum okkur frá Spáni, sagði María José Aguilar einn mótmælendanna í Barselóna í dag.Málefni Katalóníu voru til umræðu í Víglínunni, þjóðmálaþáttar Stöðvar 2, í dag. Viðmælendur þáttastjórnandans Heimis Más Péturssonar voru sammála um að ekki verði undið ofan af ólgunni í Katalóníu án samtals.Ég held þetta lagist ekki fyrr en við sjáum eitthvað raunverulega gerast, ekki bara stjórnmálamenn að tala í sjónvarpinu. Ákvarðanir verða að vera teknar. Það verður að eiga sér stað samtal á milli Spánar og Katalóníu, sagði lyfjafræðingurinn Ramón Flavia Piera, sem fæddur er í Barselóna en hefur búið hér á landi í áraraðir. „Fram undan er mikil bylgja mótmæla. Þetta er sama fólk og hefur verið að skipuleggja mótmæli í Barselóna og Katalóníu. Þau eru þaulskipulögð og meirihluti þeirra hafa farið fram friðsamlega. Fangarnir sjálfir hafa beðið um að þau fari friðsamlega fram. Það er í raun og veru engin augljós lausn í augsýn, þetta er flókið mál og eins og Ramón segir er bara hægt að leysa það með samtali,“ sagði Úa Matthíasdóttir útgefandi sem undanfarin ár hefur verið búsett í Katalóníu.Sjá má umræðurnar í Víglínunni hér að neðan
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira