Hermennirnir hafa mánuð til að fara frá Írak Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2019 14:31 Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Najah al-Shammari, varnarmálaráðherra Írak, AP/Hadi Mizban Yfirvöld Írak segja að bandarísku hermennirnir sem eru komnir til Írak frá Sýrlandi verði að yfirgefa landið innan fjögurra mánaða. Þetta sagði Najah al-Shammari, varnarmálaráðherra Írak, eftir að hann fundaði með Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í dag. Esper hafði sagt að mögulega yrðu hermennirnir áfram í Írak og héldu baráttunni gegn Íslamska ríkinu áfram þaðan. Svo virðist þó ekki vera. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók þá ákvörðun að kalla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gerði þar með Tyrkjum kleift að herja á sýrlenska Kúrda, bandamenn Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu. Forsetinn hefur haldið því fram að mennirnir myndu fara til Bandaríkjanna. Nú stendur til að skilja einhverja hermenn eftir í Sýrlandi og er hinum, um þúsund, ætlað að fara til Írak. Nú eru um fimm þúsund bandarískir hermenn í Írak. Þeir voru kallaðir heim árið 2011 og sneru aftur árið 2014, þegar vígamenn ISIS lögðu stóran hluta Írak og sömuleiðis Sýrlands undir sig. Eftir að ríkisstjórn Írak lýsti yfir sigri gegn ISIS árið 2017 hafa áköll eftir brottför hermanna Bandaríkjanna orðið sífellt háværari. Rússneskir hermenn eru nú að taka sér stöðu á landamærum Tyrklands og Sýrlands, í stað bandarísku hermannanna. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, komust í gær að samkomulagi um að sýrlenskir Kúrdar myndu yfirgefa svæðið við landamæri ríkjanna. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Írak Sýrland Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Yfirvöld Írak segja að bandarísku hermennirnir sem eru komnir til Írak frá Sýrlandi verði að yfirgefa landið innan fjögurra mánaða. Þetta sagði Najah al-Shammari, varnarmálaráðherra Írak, eftir að hann fundaði með Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í dag. Esper hafði sagt að mögulega yrðu hermennirnir áfram í Írak og héldu baráttunni gegn Íslamska ríkinu áfram þaðan. Svo virðist þó ekki vera. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók þá ákvörðun að kalla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gerði þar með Tyrkjum kleift að herja á sýrlenska Kúrda, bandamenn Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu. Forsetinn hefur haldið því fram að mennirnir myndu fara til Bandaríkjanna. Nú stendur til að skilja einhverja hermenn eftir í Sýrlandi og er hinum, um þúsund, ætlað að fara til Írak. Nú eru um fimm þúsund bandarískir hermenn í Írak. Þeir voru kallaðir heim árið 2011 og sneru aftur árið 2014, þegar vígamenn ISIS lögðu stóran hluta Írak og sömuleiðis Sýrlands undir sig. Eftir að ríkisstjórn Írak lýsti yfir sigri gegn ISIS árið 2017 hafa áköll eftir brottför hermanna Bandaríkjanna orðið sífellt háværari. Rússneskir hermenn eru nú að taka sér stöðu á landamærum Tyrklands og Sýrlands, í stað bandarísku hermannanna. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, komust í gær að samkomulagi um að sýrlenskir Kúrdar myndu yfirgefa svæðið við landamæri ríkjanna.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Írak Sýrland Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira