Erlent

Japönsk höll varð eldi að bráð

Atli Ísleifsson skrifar
Shuri-höllin gjöreyðilagðist í eldinum.
Shuri-höllin gjöreyðilagðist í eldinum. AP
Hin fornfræga Shuri-höll á japönsku eyjunni Okinawa varð eldi að bráð í gær. Eldurinn var fljótur að dreifa úr sér eftir að hann kom upp, en höllin var einn helsti minnisvarðinn um Ryukyu-konungsdæmið.

Höllin var fyrst byggð fyrir um 500 árum og var að finna á heimsminjaskrá UNESCO. Hún eyðilagðist að stórum hluta í seinna stríði og var aðalbyggingin endurreist áratugina eftir stríð.

Shuri-kastalinn var að finna skammt frá Naha, höfuðborg Okinawa.

Ekki hafa borist fréttir af manntjóni, en rýma þurfti nálægar byggingar vegna eldsins. Ekki liggur fyrir um upptök eldsins.

Höllin hefur verið vinsæll áfangastaður ferðamanna, en Ryukyu konungsdæmið lifði frá 1429 til loka nítjándu aldar.

Shuri-kastalinn var staðsettur skammt frá borginni Naha.AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×