Úranagnir fundust á leynilegum stað í Íran Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 21:10 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sýnir mynd af Tehran og bendir á það svæði sem hann telur kjarnorkuvopn vera geymd í leyni á fundi Sameinuðu þjóðanna. getty/John Moore Alþjóðlega kjarnorkustofnunin (IAEA) fann úraneindir í starfsstöð í Íran sem hafði ekki verið tilkynnt af írönskum yfirvöldum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Í leynilegri skýrslu, sem BBC barst, sagði ekki nákvæmlega hvar starfsstöðin er staðsett en talið er að rannsakendur hafi tekið sýnin í Truquzabad hverfinu í Tehran. Banjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur haldið því fram að þar hafi Íran haft leynilegt „kjarnorkuvöruhús.“ Því hefur áður verið haldið fram að vöruhúsið hafi verið teppahreinsunarverskmiðja og hafi ekki þjónað neinu leynilegu hlutverki. Skýrsla IAEA staðfesti það einnig að Íran hafi hafið auðgun úrans að nýju í Fordo verksmiðjunni, sem staðsett er neðanjarðar, og hafi þar með brotið enn eina skuldbindinguna í kjarnorkusamningi sem skrifað var undir árið 2015 ásamt fleiri stórveldum. Auðgað úran er hægt að nota sem eldsneyti fyrir kjarnakljúfa en það er einnig hægt að nota í kjarnorkuvopn. Þrjú ríki sem eru aðilar að samningnum, Frakkland, Bretland og Þýskaland, sögðust vera „mjög áhyggjufull“ vegna ákvörðunar Íran og vöruðu við því að þetta gerði tilraunir þeirra til að minnka spennu á svæðinu mun erfiðari. Hassan Rouhani, forseti Íran, sagði í síðustu viku að verið væri að bregðast við viðskiptaþvingunum sem Bandaríkin hafa sett á Íran eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði samningnum upp í fyrra og olli því að íranskur olíuflutningur hefur staðnað. Bandaríkin Bretland Frakkland Íran Ísrael Þýskaland Tengdar fréttir Íranar afturkalla umboð kjarnorkueftirlitsmanns Bandaríkjastjórn segir meðferð Írana á alþjóðlegum eftirlitsmanni svívirðilega ögrun. 7. nóvember 2019 12:36 Olía í hæstu hæðir sameinist ríki heims ekki gegn Írönum Krónprins Sádí-Arabíu varar við því að olíuverð gæti farið í hæstu hæðir ef heimurinn sameinast ekki gegn Írönum. 30. september 2019 07:13 Segir Bandaríkjastjórn hafa boðið afnám þvingana Forseti Írans staðhæfir að Bandaríkjastjórn hafi boðist til að fella niður refsiaðgerðir ef stjórnvöld í Teheran féllust á viðræður. 27. september 2019 13:12 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Alþjóðlega kjarnorkustofnunin (IAEA) fann úraneindir í starfsstöð í Íran sem hafði ekki verið tilkynnt af írönskum yfirvöldum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Í leynilegri skýrslu, sem BBC barst, sagði ekki nákvæmlega hvar starfsstöðin er staðsett en talið er að rannsakendur hafi tekið sýnin í Truquzabad hverfinu í Tehran. Banjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur haldið því fram að þar hafi Íran haft leynilegt „kjarnorkuvöruhús.“ Því hefur áður verið haldið fram að vöruhúsið hafi verið teppahreinsunarverskmiðja og hafi ekki þjónað neinu leynilegu hlutverki. Skýrsla IAEA staðfesti það einnig að Íran hafi hafið auðgun úrans að nýju í Fordo verksmiðjunni, sem staðsett er neðanjarðar, og hafi þar með brotið enn eina skuldbindinguna í kjarnorkusamningi sem skrifað var undir árið 2015 ásamt fleiri stórveldum. Auðgað úran er hægt að nota sem eldsneyti fyrir kjarnakljúfa en það er einnig hægt að nota í kjarnorkuvopn. Þrjú ríki sem eru aðilar að samningnum, Frakkland, Bretland og Þýskaland, sögðust vera „mjög áhyggjufull“ vegna ákvörðunar Íran og vöruðu við því að þetta gerði tilraunir þeirra til að minnka spennu á svæðinu mun erfiðari. Hassan Rouhani, forseti Íran, sagði í síðustu viku að verið væri að bregðast við viðskiptaþvingunum sem Bandaríkin hafa sett á Íran eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði samningnum upp í fyrra og olli því að íranskur olíuflutningur hefur staðnað.
Bandaríkin Bretland Frakkland Íran Ísrael Þýskaland Tengdar fréttir Íranar afturkalla umboð kjarnorkueftirlitsmanns Bandaríkjastjórn segir meðferð Írana á alþjóðlegum eftirlitsmanni svívirðilega ögrun. 7. nóvember 2019 12:36 Olía í hæstu hæðir sameinist ríki heims ekki gegn Írönum Krónprins Sádí-Arabíu varar við því að olíuverð gæti farið í hæstu hæðir ef heimurinn sameinast ekki gegn Írönum. 30. september 2019 07:13 Segir Bandaríkjastjórn hafa boðið afnám þvingana Forseti Írans staðhæfir að Bandaríkjastjórn hafi boðist til að fella niður refsiaðgerðir ef stjórnvöld í Teheran féllust á viðræður. 27. september 2019 13:12 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Íranar afturkalla umboð kjarnorkueftirlitsmanns Bandaríkjastjórn segir meðferð Írana á alþjóðlegum eftirlitsmanni svívirðilega ögrun. 7. nóvember 2019 12:36
Olía í hæstu hæðir sameinist ríki heims ekki gegn Írönum Krónprins Sádí-Arabíu varar við því að olíuverð gæti farið í hæstu hæðir ef heimurinn sameinast ekki gegn Írönum. 30. september 2019 07:13
Segir Bandaríkjastjórn hafa boðið afnám þvingana Forseti Írans staðhæfir að Bandaríkjastjórn hafi boðist til að fella niður refsiaðgerðir ef stjórnvöld í Teheran féllust á viðræður. 27. september 2019 13:12