Sagði Trump líklega spilltasta forseta sögunnar Atli Ísleifsson skrifar 21. nóvember 2019 09:57 Joe Biden, Bernie Sanders og Kamala Harris í kappræðunum í nótt. AP Alls tóku tíu sem sækjast eftir að verða forsetaframbjóðandi bandarískra Demókrata þátt í kappræðum í Atlanta í Georgíuríki í nótt. Umræður um sjúkratryggingar voru sem fyrr áberandi í umræðum. Kappræðurnar hófust hins vegar á umræðum um ákæruferlið á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta þar sem frambjóðendurnir skiptust á að lýsa yfir óánægju með starfshætti og hegðun forsetans. Öll voru þau sammála um að nauðsynlegt væri að fá nýjan forseta kjörinn í kosningunum í nóvember á næsta ári. „Hann er líklega spilltasti forsetinn í sögunni,“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders. Hann sagði þó einnig að nauðsynlegt væri fyrir Demókrata að einblína á eitthvað annað en Trump. „Vitið þið það, að ef við gerum það þá munum við tapa kosningunum,“ sagði forsetinn. Þegar frambjóðendurnir voru búnir að gagnrýna Trump barst talið, líkt og í fyrri kappræðum, að sjúkratryggingum, efnahagsmálum og umhverfis- og loftslagsmálum.Afstaða til sjúkratrygginga er líka eitt það helsta sem skilur frambjóðendur Demókrata að. Öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren talaði fyrir nauðsyn þess að hverfa frá kerfi sem virki „betur fyrir þá ríku og eru með góð tengsl, og verr fyrir alla aðra“. „Ég er orðin þreytt á milljarðamæringum sem lifa á öðrum,“ sagði Warren. Washington Post segir frá því að Warren hafi talað mest í kappræðum gærdagsins, 13,4 mínútur. Pete Buttigieg, bæjarstjóri South Bend, talaði í 12,8 mínútur og fyrrverandi varaforsetinn Joe Biden í 12,6 mínútur. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Segir O‘Rourke hafa „hætt eins og hundur“ Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði í gær að fyrrverandi forsetaframbjóðandinn, Beto O'Rourke hafi "hætt eins og hundur,“ aðeins nokkrum klukkustundum eftir O'Rourke tilkynnti að hann hygðist hætta við framboð til forseta. 2. nóvember 2019 09:19 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Alls tóku tíu sem sækjast eftir að verða forsetaframbjóðandi bandarískra Demókrata þátt í kappræðum í Atlanta í Georgíuríki í nótt. Umræður um sjúkratryggingar voru sem fyrr áberandi í umræðum. Kappræðurnar hófust hins vegar á umræðum um ákæruferlið á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta þar sem frambjóðendurnir skiptust á að lýsa yfir óánægju með starfshætti og hegðun forsetans. Öll voru þau sammála um að nauðsynlegt væri að fá nýjan forseta kjörinn í kosningunum í nóvember á næsta ári. „Hann er líklega spilltasti forsetinn í sögunni,“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders. Hann sagði þó einnig að nauðsynlegt væri fyrir Demókrata að einblína á eitthvað annað en Trump. „Vitið þið það, að ef við gerum það þá munum við tapa kosningunum,“ sagði forsetinn. Þegar frambjóðendurnir voru búnir að gagnrýna Trump barst talið, líkt og í fyrri kappræðum, að sjúkratryggingum, efnahagsmálum og umhverfis- og loftslagsmálum.Afstaða til sjúkratrygginga er líka eitt það helsta sem skilur frambjóðendur Demókrata að. Öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren talaði fyrir nauðsyn þess að hverfa frá kerfi sem virki „betur fyrir þá ríku og eru með góð tengsl, og verr fyrir alla aðra“. „Ég er orðin þreytt á milljarðamæringum sem lifa á öðrum,“ sagði Warren. Washington Post segir frá því að Warren hafi talað mest í kappræðum gærdagsins, 13,4 mínútur. Pete Buttigieg, bæjarstjóri South Bend, talaði í 12,8 mínútur og fyrrverandi varaforsetinn Joe Biden í 12,6 mínútur.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Segir O‘Rourke hafa „hætt eins og hundur“ Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði í gær að fyrrverandi forsetaframbjóðandinn, Beto O'Rourke hafi "hætt eins og hundur,“ aðeins nokkrum klukkustundum eftir O'Rourke tilkynnti að hann hygðist hætta við framboð til forseta. 2. nóvember 2019 09:19 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Segir O‘Rourke hafa „hætt eins og hundur“ Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði í gær að fyrrverandi forsetaframbjóðandinn, Beto O'Rourke hafi "hætt eins og hundur,“ aðeins nokkrum klukkustundum eftir O'Rourke tilkynnti að hann hygðist hætta við framboð til forseta. 2. nóvember 2019 09:19