Kalla Trump ruglaðan gamlan mann Samúel Karl Ólason skrifar 9. desember 2019 15:50 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. EPA/KCNA Háttsettur embættismaður í Norður-Kóreu segir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ruglaðan gamlan mann. Lítið hefur verið um móðganir sem þessar á undanförnum mánuðum í kjölfar funda Trump og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Síðustu misseri hefur þó ekkert gerst í viðræðum ríkjanna vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlana einræðisríkisins.Norður-Kórea hefur gefið Bandaríkjunum frest til áramóta til að koma til móts við þá að einhverju leyti og er útlit fyrir að einræðisríkið muni hætta viðræðum alfarið renni fresturinn út. Vísbendingar eru um að Norður-Kórea hafi í gær gert tilraunir með nýja gerð eldflaugarhreyfils. Forsvarsmenn Norður-Kóreu vilja losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en þeir grípa til nokkurs konar aðgerða vegna framleiðslu þeirra á kjarnorkuvopnum og eldflaugum. Yfirvöld Bandaríkjanna vilja þó hins vegar að einræðisríkið grípi til aðgerða og hætti eldflaugatilraunum áður en viðskiptaþvinganir verða endurskoðaðar. Ríkisstjórn Donald Trump hefur kallað eftir því að Norður-Kóreumenn setjist aftur við samningaborðið en það hafa þeir ekki viljað gera án aðgerða frá Bandaríkjunum.Sjá einnig: Trump segist vera sá eini sem geti hjálpað KimKim Yong Chol, fyrrverandi erindreki Norður-Kóreu, sagði einnig að ríkið myndi ekki láta undan þrýstingi Bandaríkjanna og ummæli Trump að undanförnu væru til marks um ótta forsetans við afleiðingar þess að áðurnefndur frestur renni út. Kim Yong Chol sagði Trump einnig fávissan um Norður-Kóreu. Einræðisríkið hefði engu að tapa. Hann virðist vera að vísa til tísts Trump frá því í gær þar sem hann sagði Kim of gáfaðan til að binda formlega enda á viðræðurnar. Hann myndi ekki vilja skemma hið sérstaka samband þeirra tveggja. Þá sagði Trump að Norður-Kórea hefði gífurlega efnahagslega möguleika. Fyrst þyrfti Kim þó að láta kjarnorkuvopnin af hendi. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea segir afvopnun hafa verið slegna út af borðinu Kim Song, sendiherra Norður-Kóreu gagnvart Sameinuðu þjóðunum gaf út í dag að kjarnorkuafvopnun ríkisins hafi verið slegin út af samningaborðinu og væri ekki lengur til umræðu. Í ljósi þess væri engin þörf fyrir að frekari samningaviðræður við Bandaríkjamenn. 7. desember 2019 23:00 Kim lofar Bandaríkjamönnum jólagjöf Nú styttist óðfluga í að sá frestur sem Norður-Kóreustjórn gaf Bandaríkjunum til þess að klára viðræður um kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans renni út. Einræðisherra Norður-Kóreu lofar jólagjöf, náist ekki samkomulag. 4. desember 2019 17:41 Norður-Kórea framkvæmdi „veigamikla“ tilraun Norður-Kórea hefur framkvæmt „mjög veigamikla“ tilraun við gervihnattarskotstöð sína. 8. desember 2019 09:33 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Háttsettur embættismaður í Norður-Kóreu segir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ruglaðan gamlan mann. Lítið hefur verið um móðganir sem þessar á undanförnum mánuðum í kjölfar funda Trump og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Síðustu misseri hefur þó ekkert gerst í viðræðum ríkjanna vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlana einræðisríkisins.Norður-Kórea hefur gefið Bandaríkjunum frest til áramóta til að koma til móts við þá að einhverju leyti og er útlit fyrir að einræðisríkið muni hætta viðræðum alfarið renni fresturinn út. Vísbendingar eru um að Norður-Kórea hafi í gær gert tilraunir með nýja gerð eldflaugarhreyfils. Forsvarsmenn Norður-Kóreu vilja losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en þeir grípa til nokkurs konar aðgerða vegna framleiðslu þeirra á kjarnorkuvopnum og eldflaugum. Yfirvöld Bandaríkjanna vilja þó hins vegar að einræðisríkið grípi til aðgerða og hætti eldflaugatilraunum áður en viðskiptaþvinganir verða endurskoðaðar. Ríkisstjórn Donald Trump hefur kallað eftir því að Norður-Kóreumenn setjist aftur við samningaborðið en það hafa þeir ekki viljað gera án aðgerða frá Bandaríkjunum.Sjá einnig: Trump segist vera sá eini sem geti hjálpað KimKim Yong Chol, fyrrverandi erindreki Norður-Kóreu, sagði einnig að ríkið myndi ekki láta undan þrýstingi Bandaríkjanna og ummæli Trump að undanförnu væru til marks um ótta forsetans við afleiðingar þess að áðurnefndur frestur renni út. Kim Yong Chol sagði Trump einnig fávissan um Norður-Kóreu. Einræðisríkið hefði engu að tapa. Hann virðist vera að vísa til tísts Trump frá því í gær þar sem hann sagði Kim of gáfaðan til að binda formlega enda á viðræðurnar. Hann myndi ekki vilja skemma hið sérstaka samband þeirra tveggja. Þá sagði Trump að Norður-Kórea hefði gífurlega efnahagslega möguleika. Fyrst þyrfti Kim þó að láta kjarnorkuvopnin af hendi.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea segir afvopnun hafa verið slegna út af borðinu Kim Song, sendiherra Norður-Kóreu gagnvart Sameinuðu þjóðunum gaf út í dag að kjarnorkuafvopnun ríkisins hafi verið slegin út af samningaborðinu og væri ekki lengur til umræðu. Í ljósi þess væri engin þörf fyrir að frekari samningaviðræður við Bandaríkjamenn. 7. desember 2019 23:00 Kim lofar Bandaríkjamönnum jólagjöf Nú styttist óðfluga í að sá frestur sem Norður-Kóreustjórn gaf Bandaríkjunum til þess að klára viðræður um kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans renni út. Einræðisherra Norður-Kóreu lofar jólagjöf, náist ekki samkomulag. 4. desember 2019 17:41 Norður-Kórea framkvæmdi „veigamikla“ tilraun Norður-Kórea hefur framkvæmt „mjög veigamikla“ tilraun við gervihnattarskotstöð sína. 8. desember 2019 09:33 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Norður-Kórea segir afvopnun hafa verið slegna út af borðinu Kim Song, sendiherra Norður-Kóreu gagnvart Sameinuðu þjóðunum gaf út í dag að kjarnorkuafvopnun ríkisins hafi verið slegin út af samningaborðinu og væri ekki lengur til umræðu. Í ljósi þess væri engin þörf fyrir að frekari samningaviðræður við Bandaríkjamenn. 7. desember 2019 23:00
Kim lofar Bandaríkjamönnum jólagjöf Nú styttist óðfluga í að sá frestur sem Norður-Kóreustjórn gaf Bandaríkjunum til þess að klára viðræður um kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans renni út. Einræðisherra Norður-Kóreu lofar jólagjöf, náist ekki samkomulag. 4. desember 2019 17:41
Norður-Kórea framkvæmdi „veigamikla“ tilraun Norður-Kórea hefur framkvæmt „mjög veigamikla“ tilraun við gervihnattarskotstöð sína. 8. desember 2019 09:33