Móðirin í Tromsø grunuð um manndráp og tilraun til manndráps Atli Ísleifsson skrifar 3. desember 2019 10:41 Frá Tromsø í Norður-Noregi. Getty Lögregla í Noregi rannsakar nú dauðsföllin í Tromsø sem sakamál og er móðirin grunuð um að hafa banað sjö ára dóttur sinni og tilraun til dráps á fjögurra og eins árs dætrum sínum. Frá þessu greindi norska lögreglan á blaðamannafundi í morgun. Mæðgurnar fundust í sjónum síðdegis í gær og var engin þeirra með lífsmarki. Endurlífgun var þá reynd, en greint var frá því í gærkvöldi að ein stúlknanna, sú sjö ára, hafi þá verið úrskurðuð látin. Í morgun var svo tilkynnt að móðirin, sem var á þrítugsaldri, hafi einnig látið lífið. Hinar dæturnar, eins og fjögurra ára, eru báðar í lífshættu og dvelja nú á Ríkissjúkrahúsinu í Osló.Komu frá Súdan Mæðgurnar eru upprunalega frá Súdan og höfðu landvistarleyfi í Noregi. Faðir barnanna kom til Noregs árið 2015 og kom konan til landsins árið 2017. Fjölskyldan hefur ekki komið við sögu lögreglu áður. Lögregla lagði á blaðamannafundinum í morgun áherslu á að rannsókn sé skammt á veg komin þar sem meðal annars sé unnið eftir þeirri kenningu að konan hafi reynt að bana stúlkunum. Ekki sé þó hægt að útiloka aðkomu annarra að málinu. Faðir stúlknanna er með stöðu vitnis í málinu og var yfirheyrður í gærkvöldi. Lögregla hefur ekki greint frá því hvar hann var staddur þegar tilkynnt var um fundinn. Lögregla þekkir til þess að fólkið eigi aðra fjölskyldumeðlimi í Noregi. Flaggað var í hálfa stöng í Borgtun-skólanum í Tromsø í morgun þar sem sjö ára stúlkan stundaði nám.Yfirgefinn barnavagn Lögreglu var tilkynnt um það klukkan 17:28 að staðartíma í gær að yfirgefinn barnavagn hafi fundist skammt frá sjónum og fótspor sem leiddu niður að sjó. Björgunarlið fann svo fjóra í sjónum skömmu síðar. Alls hafa tíu manns verið yfirheyrðir vegna málsins að því er fram kemur í frétt NRK. Noregur Tengdar fréttir Konan sem fannst í sjónum í Tromsø er látin Fjórar manneskjur fundust ekki með lífsmarki í sjónum í Tromsø í gærkvöldi. 3. desember 2019 07:50 Eitt barn látið: Kona og þrjú börn fundust í sjónum við Noreg Vegfarandi hafði séð slóð frá barnavagni á ströndinni og út í sjó og lét lögreglu vita. 2. desember 2019 20:32 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Sjá meira
Lögregla í Noregi rannsakar nú dauðsföllin í Tromsø sem sakamál og er móðirin grunuð um að hafa banað sjö ára dóttur sinni og tilraun til dráps á fjögurra og eins árs dætrum sínum. Frá þessu greindi norska lögreglan á blaðamannafundi í morgun. Mæðgurnar fundust í sjónum síðdegis í gær og var engin þeirra með lífsmarki. Endurlífgun var þá reynd, en greint var frá því í gærkvöldi að ein stúlknanna, sú sjö ára, hafi þá verið úrskurðuð látin. Í morgun var svo tilkynnt að móðirin, sem var á þrítugsaldri, hafi einnig látið lífið. Hinar dæturnar, eins og fjögurra ára, eru báðar í lífshættu og dvelja nú á Ríkissjúkrahúsinu í Osló.Komu frá Súdan Mæðgurnar eru upprunalega frá Súdan og höfðu landvistarleyfi í Noregi. Faðir barnanna kom til Noregs árið 2015 og kom konan til landsins árið 2017. Fjölskyldan hefur ekki komið við sögu lögreglu áður. Lögregla lagði á blaðamannafundinum í morgun áherslu á að rannsókn sé skammt á veg komin þar sem meðal annars sé unnið eftir þeirri kenningu að konan hafi reynt að bana stúlkunum. Ekki sé þó hægt að útiloka aðkomu annarra að málinu. Faðir stúlknanna er með stöðu vitnis í málinu og var yfirheyrður í gærkvöldi. Lögregla hefur ekki greint frá því hvar hann var staddur þegar tilkynnt var um fundinn. Lögregla þekkir til þess að fólkið eigi aðra fjölskyldumeðlimi í Noregi. Flaggað var í hálfa stöng í Borgtun-skólanum í Tromsø í morgun þar sem sjö ára stúlkan stundaði nám.Yfirgefinn barnavagn Lögreglu var tilkynnt um það klukkan 17:28 að staðartíma í gær að yfirgefinn barnavagn hafi fundist skammt frá sjónum og fótspor sem leiddu niður að sjó. Björgunarlið fann svo fjóra í sjónum skömmu síðar. Alls hafa tíu manns verið yfirheyrðir vegna málsins að því er fram kemur í frétt NRK.
Noregur Tengdar fréttir Konan sem fannst í sjónum í Tromsø er látin Fjórar manneskjur fundust ekki með lífsmarki í sjónum í Tromsø í gærkvöldi. 3. desember 2019 07:50 Eitt barn látið: Kona og þrjú börn fundust í sjónum við Noreg Vegfarandi hafði séð slóð frá barnavagni á ströndinni og út í sjó og lét lögreglu vita. 2. desember 2019 20:32 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Sjá meira
Konan sem fannst í sjónum í Tromsø er látin Fjórar manneskjur fundust ekki með lífsmarki í sjónum í Tromsø í gærkvöldi. 3. desember 2019 07:50
Eitt barn látið: Kona og þrjú börn fundust í sjónum við Noreg Vegfarandi hafði séð slóð frá barnavagni á ströndinni og út í sjó og lét lögreglu vita. 2. desember 2019 20:32