Stefnir í átök þingdeilda vegna ákæra gegn Trump Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2019 11:15 Jerrold Nadler, Nancy Pelosi og Eliot Engel. Þrír af leiðtogum Demókrataflokksins í fulltrúadeildinni. AP/J. Scott Applewhite Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur gefið í skyn að Demókratar muni ekki senda ákærurnar gegn Donald Trump, forseta, til öldungadeildarinnar strax. Skömmu eftir að þingmenn samþykktu að ákæra forsetann fyrir að misnota vald sitt og standa í veg þingsins neitaði Pelosi að staðfesta við blaðamenn að ákærurnar færu nú fyrir öldungadeildina. Þar til það gerist geta öldungadeildarþingmenn, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta, ekki sýknað forsetann, eins og leiðtogar flokksins hafa sagt að þeir muni gera.Sjá einnig: „Ég er ekki að reyna að þykjast vera sanngjarn kviðdómandi“Einungis tveir forsetar hafa verið ákærðir af þinginu áður. Andrew Johnson, sem var ákærður árið 1868 fyrir embættisbrot, og Bill Clinton, sem var ákærður árið 1998. Báðir voru Demókratar en Richard Nixon, sem var Repúblikani, sagði af sér áður en hann var formlega ákærður árið 1974. Þegar ákærurnar fara til öldungadeildarinnar verða nokkurs konar réttarhöld haldin þar. Forseti hæstaréttar Bandaríkjanna mun starfa sem dómari yfir réttarhöldunum. Hópur fulltrúadeildarþingmanna er valinn til að skipa hlutverk saksóknara, forsetinn velur sér verjendur og þingmenn öldungadeildarinnar mynda kviðdóm. Það er í höndum öldungadeildarþingmanna að taka ákvörðun um hvernig réttarhöldin fara. Fulltrúadeildin á eftir að velja þá sem skipa hlutverk saksóknara og ákærurnar fara ekki fyrir öldungadeildina fyrr en það hefur verið gert. Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar.AP/J. Scott Applewhite Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, sagði nýverið að hann myndi stilla réttarhöldunum upp í samræmi við óskir lögmanna Hvíta hússins og hefur ítrekað sagt að Trump verði sýknaður af ákærunum. Hann er sömuleiðis á móti því að Demókratar fái að kalla vitni fyrir öldungadeildina og vill ljúka réttarhöldunum fljótt. Hann sagði í viðtali í síðustu viku að það væri „ekki séns“ að Trump yrði vikið úr embætti. Vill vitni sem hagnast sér Trump sjálfur hefur viljað kalla vitni fyrir öldungadeildina, með því markmiði að koma höggi á pólitíska andstæðinga. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa þó verið andsnúnir því og óttast að réttarhöldin gætu orðið að pólitískum sirkus. Þá hefur forsetinn meinað fjölmörgum núverandi og fyrrverandi meðlimum ríkisstjórnar sinnar að svara spurningum þingmanna fulltrúadeildarinnar. Demókratar vilja fá einhverja af þeim til að bera vitni í réttarhöldum öldungadeildarinnar. Þar er helst um að ræða þá Mike Pompeo, utanríkisráðherra, John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa, og Mikck Mulvaney, starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.AP/Paul Sancya Trump vill meðal annars kalla þau Adam B. Schiff, Nancy Pelosi, Joe og Hunter Biden og uppljóstrarann sem kom upp um viðleitni Trump til að fá yfirvöld Úkraínu til að rannsaka Biden feðgana og forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 2016. Kvörtun uppljóstrarans leiddi til þess að fulltrúadeild þingsins hóf rannsókn á því hvort Trump hafi brotið af sér í starfi.Sjá einnig: Þingmenn vilja stutt réttarhöldMcConnell sagði fyrr í vikunni að með því að vilja vitni í réttarhöldunum væru Demókratar að krefjast þess að öldungadeildin sóaði tíma sínum til að vinna verk fulltrúadeildarinnar. Það var þó Hvíta húsið og Trump sem komu í veg fyrir að vitnin svöruðu spurningum þingmanna í tengslum við rannsókna sjálfa. Á blaðamannafundinum í gær gaf Pelosi í skyn að fulltrúadeildin myndi ekki velja saksóknara fyrr en komið væri í ljós hvernig réttarhöld öldungadeildarinnar færu fram. „Enn sem komið er höfum við ekki séð neitt sem er sanngjarnt í okkar augum. Vonandi verður þetta sanngjarnt og þegar við sjáum hvernig þetta verður munum við velja saksóknara,“ sagði Pelosi. „Við gerum það ekki í kvöld því það er erfitt að velja saksóknara fyrr en við sjáum hvurslags vettvangi þetta fer fram á.“ Með þessu vilja Demókratar þvinga McConnell til að koma til móts við þá og samkvæmt Washington Post nýtur þessi leið stuðnings margra þingmanna Demókrataflokksins. Neiti Repúblikanar alfarið væri jafnvel hægt að seinka réttarhöldunum lengur og lengur. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Söguleg atkvæðagreiðsla: Trump formlega ákærður fyrir embættisbrot Fulltrúadeild Bandaríkjanna hefur samþykkt að ákæra Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Verði hann fundinn sekur mun hann verða settur af sem forseti Bandaríkjanna. 19. desember 2019 06:04 Ákæra Trump fyrir að misnota vald sitt og standa í vegi þingsins Demókratar hafað opinberað tvær ákærur gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. 10. desember 2019 14:15 Segir þingið ekki hafa annað val en að ákæra Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að áframhaldandi seta Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé ógn við lýðræðið í Bandaríkjunum. Bandaríska þingið hafi ekki um annað að velja en að ákæra hann fyrir embættisbrot. 18. desember 2019 19:49 Trump sakar demókrata um valdarán í harðorðu bréfi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sakaði demókrata á þingi um "ólöglegt valdarán“ og að heyja stríð gegn lýðræðinu, í bréfi sem hann skrifaði og stílað var á Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 17. desember 2019 21:40 Demókratar hvetja Repúblikana til þess að greiða atkvæði með ákærum Háttsettir Demókratar hafa biðlað til Repúblikana að greiða atkvæði með því að ákæra Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir embættisbrot í stað þess að fylgja flokkslínum. 15. desember 2019 23:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur gefið í skyn að Demókratar muni ekki senda ákærurnar gegn Donald Trump, forseta, til öldungadeildarinnar strax. Skömmu eftir að þingmenn samþykktu að ákæra forsetann fyrir að misnota vald sitt og standa í veg þingsins neitaði Pelosi að staðfesta við blaðamenn að ákærurnar færu nú fyrir öldungadeildina. Þar til það gerist geta öldungadeildarþingmenn, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta, ekki sýknað forsetann, eins og leiðtogar flokksins hafa sagt að þeir muni gera.Sjá einnig: „Ég er ekki að reyna að þykjast vera sanngjarn kviðdómandi“Einungis tveir forsetar hafa verið ákærðir af þinginu áður. Andrew Johnson, sem var ákærður árið 1868 fyrir embættisbrot, og Bill Clinton, sem var ákærður árið 1998. Báðir voru Demókratar en Richard Nixon, sem var Repúblikani, sagði af sér áður en hann var formlega ákærður árið 1974. Þegar ákærurnar fara til öldungadeildarinnar verða nokkurs konar réttarhöld haldin þar. Forseti hæstaréttar Bandaríkjanna mun starfa sem dómari yfir réttarhöldunum. Hópur fulltrúadeildarþingmanna er valinn til að skipa hlutverk saksóknara, forsetinn velur sér verjendur og þingmenn öldungadeildarinnar mynda kviðdóm. Það er í höndum öldungadeildarþingmanna að taka ákvörðun um hvernig réttarhöldin fara. Fulltrúadeildin á eftir að velja þá sem skipa hlutverk saksóknara og ákærurnar fara ekki fyrir öldungadeildina fyrr en það hefur verið gert. Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar.AP/J. Scott Applewhite Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, sagði nýverið að hann myndi stilla réttarhöldunum upp í samræmi við óskir lögmanna Hvíta hússins og hefur ítrekað sagt að Trump verði sýknaður af ákærunum. Hann er sömuleiðis á móti því að Demókratar fái að kalla vitni fyrir öldungadeildina og vill ljúka réttarhöldunum fljótt. Hann sagði í viðtali í síðustu viku að það væri „ekki séns“ að Trump yrði vikið úr embætti. Vill vitni sem hagnast sér Trump sjálfur hefur viljað kalla vitni fyrir öldungadeildina, með því markmiði að koma höggi á pólitíska andstæðinga. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa þó verið andsnúnir því og óttast að réttarhöldin gætu orðið að pólitískum sirkus. Þá hefur forsetinn meinað fjölmörgum núverandi og fyrrverandi meðlimum ríkisstjórnar sinnar að svara spurningum þingmanna fulltrúadeildarinnar. Demókratar vilja fá einhverja af þeim til að bera vitni í réttarhöldum öldungadeildarinnar. Þar er helst um að ræða þá Mike Pompeo, utanríkisráðherra, John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa, og Mikck Mulvaney, starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.AP/Paul Sancya Trump vill meðal annars kalla þau Adam B. Schiff, Nancy Pelosi, Joe og Hunter Biden og uppljóstrarann sem kom upp um viðleitni Trump til að fá yfirvöld Úkraínu til að rannsaka Biden feðgana og forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 2016. Kvörtun uppljóstrarans leiddi til þess að fulltrúadeild þingsins hóf rannsókn á því hvort Trump hafi brotið af sér í starfi.Sjá einnig: Þingmenn vilja stutt réttarhöldMcConnell sagði fyrr í vikunni að með því að vilja vitni í réttarhöldunum væru Demókratar að krefjast þess að öldungadeildin sóaði tíma sínum til að vinna verk fulltrúadeildarinnar. Það var þó Hvíta húsið og Trump sem komu í veg fyrir að vitnin svöruðu spurningum þingmanna í tengslum við rannsókna sjálfa. Á blaðamannafundinum í gær gaf Pelosi í skyn að fulltrúadeildin myndi ekki velja saksóknara fyrr en komið væri í ljós hvernig réttarhöld öldungadeildarinnar færu fram. „Enn sem komið er höfum við ekki séð neitt sem er sanngjarnt í okkar augum. Vonandi verður þetta sanngjarnt og þegar við sjáum hvernig þetta verður munum við velja saksóknara,“ sagði Pelosi. „Við gerum það ekki í kvöld því það er erfitt að velja saksóknara fyrr en við sjáum hvurslags vettvangi þetta fer fram á.“ Með þessu vilja Demókratar þvinga McConnell til að koma til móts við þá og samkvæmt Washington Post nýtur þessi leið stuðnings margra þingmanna Demókrataflokksins. Neiti Repúblikanar alfarið væri jafnvel hægt að seinka réttarhöldunum lengur og lengur.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Söguleg atkvæðagreiðsla: Trump formlega ákærður fyrir embættisbrot Fulltrúadeild Bandaríkjanna hefur samþykkt að ákæra Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Verði hann fundinn sekur mun hann verða settur af sem forseti Bandaríkjanna. 19. desember 2019 06:04 Ákæra Trump fyrir að misnota vald sitt og standa í vegi þingsins Demókratar hafað opinberað tvær ákærur gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. 10. desember 2019 14:15 Segir þingið ekki hafa annað val en að ákæra Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að áframhaldandi seta Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé ógn við lýðræðið í Bandaríkjunum. Bandaríska þingið hafi ekki um annað að velja en að ákæra hann fyrir embættisbrot. 18. desember 2019 19:49 Trump sakar demókrata um valdarán í harðorðu bréfi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sakaði demókrata á þingi um "ólöglegt valdarán“ og að heyja stríð gegn lýðræðinu, í bréfi sem hann skrifaði og stílað var á Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 17. desember 2019 21:40 Demókratar hvetja Repúblikana til þess að greiða atkvæði með ákærum Háttsettir Demókratar hafa biðlað til Repúblikana að greiða atkvæði með því að ákæra Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir embættisbrot í stað þess að fylgja flokkslínum. 15. desember 2019 23:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Söguleg atkvæðagreiðsla: Trump formlega ákærður fyrir embættisbrot Fulltrúadeild Bandaríkjanna hefur samþykkt að ákæra Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Verði hann fundinn sekur mun hann verða settur af sem forseti Bandaríkjanna. 19. desember 2019 06:04
Ákæra Trump fyrir að misnota vald sitt og standa í vegi þingsins Demókratar hafað opinberað tvær ákærur gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. 10. desember 2019 14:15
Segir þingið ekki hafa annað val en að ákæra Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að áframhaldandi seta Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé ógn við lýðræðið í Bandaríkjunum. Bandaríska þingið hafi ekki um annað að velja en að ákæra hann fyrir embættisbrot. 18. desember 2019 19:49
Trump sakar demókrata um valdarán í harðorðu bréfi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sakaði demókrata á þingi um "ólöglegt valdarán“ og að heyja stríð gegn lýðræðinu, í bréfi sem hann skrifaði og stílað var á Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 17. desember 2019 21:40
Demókratar hvetja Repúblikana til þess að greiða atkvæði með ákærum Háttsettir Demókratar hafa biðlað til Repúblikana að greiða atkvæði með því að ákæra Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir embættisbrot í stað þess að fylgja flokkslínum. 15. desember 2019 23:45