Erlent

Ítalskur saksóknari sakar egypsk yfir­völd um að hafa hylmt yfir morð

Eiður Þór Árnason skrifar
Ítalski saksóknarinn sakar egypsk yfirvöld um að hafa borið fram frásagnir sem hafi ýmist verið afsannaðar eða verið í mótsögn við niðurstöðu krufningar.
Ítalski saksóknarinn sakar egypsk yfirvöld um að hafa borið fram frásagnir sem hafi ýmist verið afsannaðar eða verið í mótsögn við niðurstöðu krufningar. Getty/Pacific Press

Ítalskur saksóknari sakar yfirvöld í Egyptalandi um að hafa reynt að villa um fyrir um rannsókninni á dauðsfalli ítalska nemandans Giulio Regeni af ásettu ráði.

Regeni stundaði doktorsnám við Háskólann í Cambridge í Bretlandi og var að sinna rannsóknum í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þegar hann hvarf sporlaust í janúar árið 2016. Lík hans fannst níu dögum síðar í vegkanti.

Hinn 28 ára Regeni hvarf þegar fimm ár voru liðin frá upphafi arabíska vorsins og uppreisn gegn þáverandi forseta Hosni Mubarak. Regeni er sagður hafa verið í landinu til að rannsaka sjálfstæð verkalýðsfélög vegna doktorsnáms síns en þau eru umdeild í Egyptalandi.

Sett hefur verið á fót þingnefnd á ítalska þinginu til að rannsaka dauðsfall hans. Á fyrsta fundi nefndarinnar sagði ítalski saksóknarinn Sergio Colaiocco að krufning bendi til þess að Regeni hafi sætt pyntingum yfir nokkra daga tímabil áður en lést vegna beinbrots í hálsi.

Saksóknarinn sakar egypsk yfirvöld um að hafa í fyrstu reynt að villa um fyrir rannsókninni með því að láta það líta út fyrir að Regeni hafi látist í bílslysi.

Yfirvöld í Egyptalandi hafa neitað því að eiga þátt í andláti hans en hafa viðurkennt að þarlendar öryggissveitir hafi fylgst með honum á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×