Heitasti dagur sögunnar í Ástralíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. desember 2019 06:45 Ástralir upplifðu í gær heitasta dag sögunnar í landinu. Þá er þetta vor það versta sem sést hefur þegar litið er til þess hversu mikil hætta er á skógareldum en undanfarinn einn og hálfan mánuð eða svo hafa gríðarmiklir skógareldar geisað í landinu. Að því er fram kemur á vef Guardian mældist meðalhitinn yfir landið 40,9 gráður. Metið var síðast slegið í janúar 2013 þegar meðalhitinn mældist 40,3 gráður en þá var meira en 100 ára gamalt met slegið; meðalhitinn hafði áður mælst hæstur árið 1910. Veðurstofa Ástralíu greindi frá hitametinu auk þess sem stofnunin sagði frá þeirri miklu hættu sem er víðast hvar í landinu á meiri skógareldum. Veðrið nú væri á þann veg að 95 prósent landsins væri í hættu á að þar kvikni skógareldar, sem er vel yfir meðaltali. Í sérstakri yfirlýsingu veðurstofunnar kom fram að síðan í september hefur mikil hætta verið á skógareldum á austurströnd landsins. Þar hafa miklir eldar geisað undafarið og hundruð heimila brunnið til grunna. Þá er vorið í ár, september til nóvember, það þurrasta og næstheitasta í sögunni. Preliminary results suggest that the 17th December was Australia's hottest day on record at 40.9 ºC, with the average maximum across the country as a whole, exceeding the previous record of 40.3 ºC on the 7th January 2013. https://t.co/TKwWBuFPgJpic.twitter.com/xOFpokoXos— Bureau of Meteorology, Australia (@BOM_au) December 18, 2019 Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Loftslagsmál Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Sjá meira
Ástralir upplifðu í gær heitasta dag sögunnar í landinu. Þá er þetta vor það versta sem sést hefur þegar litið er til þess hversu mikil hætta er á skógareldum en undanfarinn einn og hálfan mánuð eða svo hafa gríðarmiklir skógareldar geisað í landinu. Að því er fram kemur á vef Guardian mældist meðalhitinn yfir landið 40,9 gráður. Metið var síðast slegið í janúar 2013 þegar meðalhitinn mældist 40,3 gráður en þá var meira en 100 ára gamalt met slegið; meðalhitinn hafði áður mælst hæstur árið 1910. Veðurstofa Ástralíu greindi frá hitametinu auk þess sem stofnunin sagði frá þeirri miklu hættu sem er víðast hvar í landinu á meiri skógareldum. Veðrið nú væri á þann veg að 95 prósent landsins væri í hættu á að þar kvikni skógareldar, sem er vel yfir meðaltali. Í sérstakri yfirlýsingu veðurstofunnar kom fram að síðan í september hefur mikil hætta verið á skógareldum á austurströnd landsins. Þar hafa miklir eldar geisað undafarið og hundruð heimila brunnið til grunna. Þá er vorið í ár, september til nóvember, það þurrasta og næstheitasta í sögunni. Preliminary results suggest that the 17th December was Australia's hottest day on record at 40.9 ºC, with the average maximum across the country as a whole, exceeding the previous record of 40.3 ºC on the 7th January 2013. https://t.co/TKwWBuFPgJpic.twitter.com/xOFpokoXos— Bureau of Meteorology, Australia (@BOM_au) December 18, 2019
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Loftslagsmál Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Sjá meira