Slökkviliðsmaður lét lífið í versnandi gróðureldum í Ástralíu Kjartan Kjartansson skrifar 30. desember 2019 09:44 Ástralskir slökkviliðsmenn hafa barist við elda öll jólin eins og þeir hafa gert um mánaðaskeið. AP/Ingleside-slökkviliðið Sjálfboðaslökkviliðsmaður fórst og tveir brenndust illa þegar þeir glímdu við gróðurelda í Nýju Suður-Wales í Ástralíu í dag. Eldarnir eru sagðir fara versnandi í nýrri hitabylgju sem gengur yfir landið. Hitinn hefur farið í fjörutíu gráður í öllum ríkjum Ástralíu í dag. Jeppi mannanna þriggja valt þegar hann lenti í sterkum vindhviðum innan um brennandi gróðureldana um 70 kílómetra austur af Albury í Nýju Suður-Wales, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Alls hafa nú tíu manns farist í gróðureldunum frá því að þeir kviknuðu fyrst í september. Hitabylgjan nú hefur gert aðstæður enn eldfimari. Í Viktoríu, þar sem ástandið er talið hættulegast, bætist sterkur vindur og þrumuveður ofan á. Þar eru nú ellefu viðvarandi vegna elda í gildi. Um 30.000 íbúar og ferðamenn í Austur-Gippsland, vinsælum sumarleyfisstað, voru hvattir til að flýja en það var síðar dregið til baka þar sem ekki var talið óhætt að vísa fólki út á aðalsamgönguæðar vegna eldanna sem nálguðust þær. Andrew Crisp, yfirmaður almannavarna í Viktoríu, segir að reykjarmökkurinn skapi hættulegar og óútreiknanlegar aðstæður þegar hann berst upp í andrúmsloftið. „Það eru eldingar að koma úr þessum súlum reyks. Það er óútreiknanlegt, það er hættulegt þarna úti,“ segir Crisp við Reuters. Neyðarviðvaranir vegna elda hafa einnig verið gefnar út í Suður-Ástralíu, Nýju Suður-Wales og Tasmaníu í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í Sydney hafa um 250.000 skrifað undir áskorun um að hætt verði við flugeldasýningar á gamlárskvöld og fjármunirnir verði frekar nýttir til að berjast við eldana. Yfirvöld segja engu að síður að hátíðarhöld fari fram með hefðbundnum hætti. Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Loftslagsmál Tengdar fréttir Búa sig undir enn eina hitabylgjuna Undanfarnar vikur hafa kjarr- og skógareldar haft gríðarlega eyðileggingu í för með sér. 27. desember 2019 07:25 Óttast að þriðjungur kóalabjarna hafi orðið gróðureldum að bráð Umhverfisráðherra Ástralíu, Sussan Ley, óttast að um þriðjungur allra kóalabjarna landsins hafi orðið eldi að bráð í gróðureldunum sem hafa brunnið í landinu undanfarna mánuði með skelfilegum afleiðingum fyrir flóru og fánu. 27. desember 2019 23:46 Áramótaflugeldar sprengdir í Sydney þrátt fyrir skógarelda Flugeldasýning mun fara fram í Sydney á áramótunum þrátt fyrir neyðarástand vegna skógarelda í landinu. Forsætisráðherrann, Scott Morrison, segir það sýni heiminum hve staðföst Ástralía sé en á sama tíma hófu yfirvöld undirbúning fyrir versnandi aðstæður vegna mikils hita. 29. desember 2019 10:36 Eins og heimsendir í bíómynd Gríðarleg hitabylgja og gróðureldar geisa nú Ástralíu en stærsti eldurinn logar vestur af Sydney. 27. desember 2019 09:07 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Fleiri fréttir Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Sjá meira
Sjálfboðaslökkviliðsmaður fórst og tveir brenndust illa þegar þeir glímdu við gróðurelda í Nýju Suður-Wales í Ástralíu í dag. Eldarnir eru sagðir fara versnandi í nýrri hitabylgju sem gengur yfir landið. Hitinn hefur farið í fjörutíu gráður í öllum ríkjum Ástralíu í dag. Jeppi mannanna þriggja valt þegar hann lenti í sterkum vindhviðum innan um brennandi gróðureldana um 70 kílómetra austur af Albury í Nýju Suður-Wales, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Alls hafa nú tíu manns farist í gróðureldunum frá því að þeir kviknuðu fyrst í september. Hitabylgjan nú hefur gert aðstæður enn eldfimari. Í Viktoríu, þar sem ástandið er talið hættulegast, bætist sterkur vindur og þrumuveður ofan á. Þar eru nú ellefu viðvarandi vegna elda í gildi. Um 30.000 íbúar og ferðamenn í Austur-Gippsland, vinsælum sumarleyfisstað, voru hvattir til að flýja en það var síðar dregið til baka þar sem ekki var talið óhætt að vísa fólki út á aðalsamgönguæðar vegna eldanna sem nálguðust þær. Andrew Crisp, yfirmaður almannavarna í Viktoríu, segir að reykjarmökkurinn skapi hættulegar og óútreiknanlegar aðstæður þegar hann berst upp í andrúmsloftið. „Það eru eldingar að koma úr þessum súlum reyks. Það er óútreiknanlegt, það er hættulegt þarna úti,“ segir Crisp við Reuters. Neyðarviðvaranir vegna elda hafa einnig verið gefnar út í Suður-Ástralíu, Nýju Suður-Wales og Tasmaníu í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í Sydney hafa um 250.000 skrifað undir áskorun um að hætt verði við flugeldasýningar á gamlárskvöld og fjármunirnir verði frekar nýttir til að berjast við eldana. Yfirvöld segja engu að síður að hátíðarhöld fari fram með hefðbundnum hætti.
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Loftslagsmál Tengdar fréttir Búa sig undir enn eina hitabylgjuna Undanfarnar vikur hafa kjarr- og skógareldar haft gríðarlega eyðileggingu í för með sér. 27. desember 2019 07:25 Óttast að þriðjungur kóalabjarna hafi orðið gróðureldum að bráð Umhverfisráðherra Ástralíu, Sussan Ley, óttast að um þriðjungur allra kóalabjarna landsins hafi orðið eldi að bráð í gróðureldunum sem hafa brunnið í landinu undanfarna mánuði með skelfilegum afleiðingum fyrir flóru og fánu. 27. desember 2019 23:46 Áramótaflugeldar sprengdir í Sydney þrátt fyrir skógarelda Flugeldasýning mun fara fram í Sydney á áramótunum þrátt fyrir neyðarástand vegna skógarelda í landinu. Forsætisráðherrann, Scott Morrison, segir það sýni heiminum hve staðföst Ástralía sé en á sama tíma hófu yfirvöld undirbúning fyrir versnandi aðstæður vegna mikils hita. 29. desember 2019 10:36 Eins og heimsendir í bíómynd Gríðarleg hitabylgja og gróðureldar geisa nú Ástralíu en stærsti eldurinn logar vestur af Sydney. 27. desember 2019 09:07 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Fleiri fréttir Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Sjá meira
Búa sig undir enn eina hitabylgjuna Undanfarnar vikur hafa kjarr- og skógareldar haft gríðarlega eyðileggingu í för með sér. 27. desember 2019 07:25
Óttast að þriðjungur kóalabjarna hafi orðið gróðureldum að bráð Umhverfisráðherra Ástralíu, Sussan Ley, óttast að um þriðjungur allra kóalabjarna landsins hafi orðið eldi að bráð í gróðureldunum sem hafa brunnið í landinu undanfarna mánuði með skelfilegum afleiðingum fyrir flóru og fánu. 27. desember 2019 23:46
Áramótaflugeldar sprengdir í Sydney þrátt fyrir skógarelda Flugeldasýning mun fara fram í Sydney á áramótunum þrátt fyrir neyðarástand vegna skógarelda í landinu. Forsætisráðherrann, Scott Morrison, segir það sýni heiminum hve staðföst Ástralía sé en á sama tíma hófu yfirvöld undirbúning fyrir versnandi aðstæður vegna mikils hita. 29. desember 2019 10:36
Eins og heimsendir í bíómynd Gríðarleg hitabylgja og gróðureldar geisa nú Ástralíu en stærsti eldurinn logar vestur af Sydney. 27. desember 2019 09:07