Systkini Hagen telja Anne-Elisabeth vera enn á lífi Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. maí 2020 06:42 Lögreglan hefur rannsakað heimili Hagen-hjónanna í vikunni. EPA/TERJE PEDERSEN Systkini auðjöfursins Tom Hagen, sem grunaður er um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana, segjast sannfærð um sakleysi bróður síns. Þau hafi enga trú á því að hann hafi myrt Anne-Elisabet, sem þau telja að sé enn á lífi. Málið sé allt hið erfiðasta og segjast þau vona að fólk dæmi ekki bróður þeirra að ósekju. Hagen var handtekinn í síðustu viku og þar með varð óvæntur vendipunktur í stærsta sakamáli Noregs síðustu ára: hvarfi eiginkonu hans, Anne-Elisabet. Ekkert hefur spurst til hennar síðan hún hvarf af heimili þeirra í Lørenskógi rétt utan við Ósló þann 31. október 2018. Lögmannsréttur Eidsivaþing vill að Hagen verði sleppt úr gæsluvarðhaldi en það var mat áfrýjunarréttarins í gær að lögreglu skorti rök og gögn til að styðja áframhaldandi veru auðjöfursins í haldi. Sjá einnig: Konan sem hvarf og hægláti auðjöfurinn sem saknaði hennar Systkini Hagens, þau Sverre og Vigdis, segjast fylgjast náið með máli bróður síns. Það hafi komið þeim mjög á óvart að hann hafi verið handtekinn vegna málsins og að hann hafi verið ákærður fyrir morð eða hlutdeild í morði. „Ég trúði því ekki að það myndi gerast,“ segir Sverre Hagen í samtali við TV 2. Í viðtalinu tala þau fyrir hönd 10 eftirlifandi systkina í Hagen-fjölskyldunni og segja þau það mat þeirra allra að Tom geti ekki verið viðriðinn morðið. Þau hafi að sama skapi trú á því að Anne-Elisabeth sé enn á lífi. „Ef ekki þá finnst mér ég hafa brugðist henni,“ segir mágkona hennar Vigdis Hagen. Lengi vel var talið að Anne-Elisabeth væri í höndum mannræningja sem kröfðust lausnargjalds. Síðasta sumar tilkynnti yfirmaður rannsóknarinnar hins vegar að gengið væri út frá því að Anne-Elisabeth hafi verið myrt. Henni hefði ekki verið rænt heldur hefði mannránið verið sett á svið til að villa um fyrir lögreglu. Enginn var þó grunaður um aðild að málinu á þeim tímapunkti. Lögregla hefur áfrýjað fyrrnefndum úrskurði lögmannsréttarins í Eidsivaþing sem þýðir að Hagen verður áfram í varðhaldi þar til að Hæstiréttur landsins hefur tekið málið til meðferðar. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Konan sem hvarf og hægláti auðjöfurinn sem saknaði hennar „Mannránið“ sem skók Noreg, hvarf Anne-Elisabeth Hagen, náði óvæntum vendipunkti í gær. Hér verður reynt að varpa ljósi á feril þessa merkilega máls og vendingar átján mánaða lögreglurannsóknar. 29. apríl 2020 08:45 Lögmannsréttur vill sleppa Hagen úr gæsluvarðhaldi Lögregla hefur nú áfrýjað úrskurði lögmannsréttarins sem þýðir að Hagen verður áfram í varðhaldi þar til að Hæstiréttur landsins hefur tekið málið til meðferðar. 7. maí 2020 13:34 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Systkini auðjöfursins Tom Hagen, sem grunaður er um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana, segjast sannfærð um sakleysi bróður síns. Þau hafi enga trú á því að hann hafi myrt Anne-Elisabet, sem þau telja að sé enn á lífi. Málið sé allt hið erfiðasta og segjast þau vona að fólk dæmi ekki bróður þeirra að ósekju. Hagen var handtekinn í síðustu viku og þar með varð óvæntur vendipunktur í stærsta sakamáli Noregs síðustu ára: hvarfi eiginkonu hans, Anne-Elisabet. Ekkert hefur spurst til hennar síðan hún hvarf af heimili þeirra í Lørenskógi rétt utan við Ósló þann 31. október 2018. Lögmannsréttur Eidsivaþing vill að Hagen verði sleppt úr gæsluvarðhaldi en það var mat áfrýjunarréttarins í gær að lögreglu skorti rök og gögn til að styðja áframhaldandi veru auðjöfursins í haldi. Sjá einnig: Konan sem hvarf og hægláti auðjöfurinn sem saknaði hennar Systkini Hagens, þau Sverre og Vigdis, segjast fylgjast náið með máli bróður síns. Það hafi komið þeim mjög á óvart að hann hafi verið handtekinn vegna málsins og að hann hafi verið ákærður fyrir morð eða hlutdeild í morði. „Ég trúði því ekki að það myndi gerast,“ segir Sverre Hagen í samtali við TV 2. Í viðtalinu tala þau fyrir hönd 10 eftirlifandi systkina í Hagen-fjölskyldunni og segja þau það mat þeirra allra að Tom geti ekki verið viðriðinn morðið. Þau hafi að sama skapi trú á því að Anne-Elisabeth sé enn á lífi. „Ef ekki þá finnst mér ég hafa brugðist henni,“ segir mágkona hennar Vigdis Hagen. Lengi vel var talið að Anne-Elisabeth væri í höndum mannræningja sem kröfðust lausnargjalds. Síðasta sumar tilkynnti yfirmaður rannsóknarinnar hins vegar að gengið væri út frá því að Anne-Elisabeth hafi verið myrt. Henni hefði ekki verið rænt heldur hefði mannránið verið sett á svið til að villa um fyrir lögreglu. Enginn var þó grunaður um aðild að málinu á þeim tímapunkti. Lögregla hefur áfrýjað fyrrnefndum úrskurði lögmannsréttarins í Eidsivaþing sem þýðir að Hagen verður áfram í varðhaldi þar til að Hæstiréttur landsins hefur tekið málið til meðferðar.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Konan sem hvarf og hægláti auðjöfurinn sem saknaði hennar „Mannránið“ sem skók Noreg, hvarf Anne-Elisabeth Hagen, náði óvæntum vendipunkti í gær. Hér verður reynt að varpa ljósi á feril þessa merkilega máls og vendingar átján mánaða lögreglurannsóknar. 29. apríl 2020 08:45 Lögmannsréttur vill sleppa Hagen úr gæsluvarðhaldi Lögregla hefur nú áfrýjað úrskurði lögmannsréttarins sem þýðir að Hagen verður áfram í varðhaldi þar til að Hæstiréttur landsins hefur tekið málið til meðferðar. 7. maí 2020 13:34 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Konan sem hvarf og hægláti auðjöfurinn sem saknaði hennar „Mannránið“ sem skók Noreg, hvarf Anne-Elisabeth Hagen, náði óvæntum vendipunkti í gær. Hér verður reynt að varpa ljósi á feril þessa merkilega máls og vendingar átján mánaða lögreglurannsóknar. 29. apríl 2020 08:45
Lögmannsréttur vill sleppa Hagen úr gæsluvarðhaldi Lögregla hefur nú áfrýjað úrskurði lögmannsréttarins sem þýðir að Hagen verður áfram í varðhaldi þar til að Hæstiréttur landsins hefur tekið málið til meðferðar. 7. maí 2020 13:34