Ríkisendurskoðandi sér ekkert athugavert við starfsemi Lindarhvols ehf Jakob Bjarnar skrifar 18. maí 2020 10:35 Ríkisendurskoðandi hefur loks sent frá sér skýrsluna um Lindarhvol. Hennar hefur verið beðið með eftirvæntingu og töldu ýmsir að þar kæmu ýmis kurl til grafar en leynd ríkti um starfsemina en þar var höndlað með milljarða eignir almennings. Samkvæmt skýrslunni var lítið við umsýsluna að athuga. Skýrslu Ríkisendurskoðanda um Lindarhvol ehf. – Framkvæmd samnings um umsýslu, fullnustu og sölu á stöðugleikaeignum – er loksins komin út. Skýrslan er með þeim jákvæðari sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur séð úr þeim ranni. Eftir hrunið fékk ríkið í fangið ýmis fyrirtæki og eignir úr slitabúum föllnu bankanna og stofnaði Bjarni Benediktsson þá fjármálaráðherra sérstakt einkahlutafélag, Lindarhvol, 15. apríl 2016 sem hafði það hlutverk með höndum að koma eignunum í verð. Og ekki aðeins að annast sölu stöðugleikaframlagseigna heldur einnig umsýslu og fullnustu þeirra. Yfirlýst markmið samningsins var að Lindarhvoll ehf. myndi hámarka verðmæti eignanna gagnvart ríkissjóði og lágmarka kostnað. Hörð gagnrýni á leynd og seinagang Skýrslunnar hefur verið beðið af nokkurri eftirvæntingu enda er þar fjallað um mikla hagsmuni ríkissjóðs og þar með almennings. Þeir sem hafa ætlað að með skýrslunni yrði flett ofan af ósvinnu bak við luktar dyr hljóta að ætla að fjallið hafi tekið jóðsótt en lítil mús hafi komið í heiminn. Formaður Samtaka skattgreiðenda, Skafti Harðarson, er meðal þeirra sem gagnrýnt hafa harðlega leynd sem um starfsemi Lindarhvols hefur ríkt sem og seinagang við skýrslugerðina hjá Ríkisendurskoðun. Skafti fór og færði Ríkisendurskoðanda afmælistertu þegar tvö ár voru liðin frá því að starfsemi Lindarhvols var formlega hætt. „Staðreyndin er sú að örfáum einstaklingum, embættismönnum og vildarvinum var falið að selja ríkiseigur fyrir milljarða króna án nokkurs eftirlits svo að vitað sé. Þess var gætt að ekkert væri um félagið að finna á „opnir reikningar“. Ættu skattgreiðendur að óttast eitthvað, er það ógagnsæ meðferð á eignum ríkisins,“ sagði Skafti í samtali við Vísi í febrúar á þessu ári. Ríkisendurskoðandi lofar starfsemina En Ríkisendurskoðandi hrósar starfseminni í skýrslu sinni og sér ekkert bogið við það hvernig staðið var að málum. Svo vitnað sé í niðurstöðukafla: „Lindarhvoll ehf. setti sér viðamiklar reglur um starfsemi sína sem og metnaðarfull markmið um ráðstöfun eigna á starfstíma sínum. Að mati Ríkisendurskoðunar voru reglurnar skýrar og starfsemi Lindarhvols ehf. í samræmi við sett markmið. Á starfstíma Lindarhvols ehf. tókst að uppfylla framangreind markmið um hámörkun verðmætis eigna á sem skemmstum tíma,“ segir þar. Skúli Eggert ríkisendurskoðandi segir að ekki sé allt sem um Lindarhvol hefur verið sagt og skrifað sannleikanum samkvæmt.visir/ÞÞ Vísir hefur sent Skúla Eggerti Þórðarsyni ríkisendurskoðanda nokkur erindi til að forvitnast um hvernig gangi við gerð skýrslunnar en síðla í janúar birti Markaður Fréttablaðsins umfjöllun þar sem sagt var að að hlutaeigandi hafi fengið drög til umsagnar: „Stjórn Lindarhvols gerir margvíslegar athugasemdir við skýrslu Ríkisendurskoðunar, sem telur um 70 blaðsíður en er ekki endanleg útgáfa, í afar ítarlegri umsögn sem hún skilaði til stofnunarinnar síðastliðinn föstudag.“ (Skýrslan er 40 síður í lokaútgáfu.) Fréttin er undir fyrirsögninni „Ríkið kunni að hafa orðið af um milljarði“ en þar er vitnað í drögin og sagt að ekki hafi tekist að hámarka virði eigna Lindarhvols. Eins og sjá má var um verulega fjármuni að tefla.Úr skýrslu Ríkisendurskoðanda um Lindarhvol ehf. Skúli segist spurður ekki ætla sér að hafa skoðanir á þeirri umfjöllun en nefnir að ýmislegt hefur verið skrifað um Lindarhvol ehf. sem ekki hafi verið í samræmi við staðreyndir málsins. En hann segir rétt að eftirlitið með störfum Lindarhvols ehf. hafi tekið lengri tíma en venjulega er um úttektir á vegum Ríkisendurskoðunar. „Skýrist það m.a. af umfangi málsins, ýmsum lagalegum álitamálum og tímafrekum athugunum. Enda þótt ég hafi verið bjartsýnn og talið að verkinu myndi ljúka fyrr, hafa alltaf komið upp einhver atriði sem kanna hefur þurft frekar,“ segir Skúli í svari við fyrirspurn Vísis í upphafi síðasta mánaðar. Lindarhvoll skilaði góðri niðurstöðu En svo aftur sé vikið að skýrslunni sjálfri sem nú er komin út. Þannig virðist, sem áður sagði, starfsemin hafa verið með miklum ágætum ef marka má skýrslu Ríkisendurskoðanda. Í niðurstöðukaflanum segir að öllum lausu fé sem barst vegna umsýslu, fullnustu og sölu stöðugleikaeigna hafi verið ráðstafað inn á stöðugleikareikning í eigu ríkissjóðs. Ríkisendurskoðun hafði til athugunar hvort frekar hefði átt að fela Seðlabanka Íslands eða annarri stofnun í eigu ríkisins að fara með sölu eignanna heldur en að stofna sérstakt einkahlutafélag um ráðstöfun þeirra. „Niðurstaða þeirrar athugunar var að ekkert hefði komið fram sem benti til þess að annar háttur hefði orðið skilvirkari. Lindarhvoll ehf. skilaði góðri niðurstöðu hvað varðar innlausn á eignum úr stöðugleikaframlagi en áætlað virði stöðugleikaframlagseigna á starfstíma félagsins jókst um 75,9 ma.kr. Þá var kostnaði við umsýslu eignanna haldið í lágmarki. Almennt fékkst viðunandi verð fyrir eignir sem félagið seldi og ekki voru gerðar athugasemdir við starfsemi félagsins af hálfu fjármála- og efnahagsráðuneytis. Í stuttu máli má segja að hugmyndafræðin að baki þessu fyrirkomulagi, þótt óvenjulegt hafi verið, hafi gengið upp.“ Mikill hraði einkenndi reksturinn Í skýrslunni segir að mikill hraði hafi einkennt rekstur félagsins og mikill fjöldi eigna innleystur á tiltölulega skömmum tíma: „Er það mat Ríkisendurskoðunar að hugsanlega hefðu tekjur af innlausn stöðugleikaframlagseigna orðið meiri ef hraði við sölu þeirra hefði verið minni, en samningur félagsins við fjármála- og efnahagsráðherra gerði ráð fyrir stuttum starfstíma.“ En, athugasemd Ríkisendurskoðunar beinist fyrst og fremst að löggjöfinni sem ákvarðaði starfstíma félagsins jafn skamman og raun varð á. Hér getur að líta töflu, sundurliðað bókfært virði stöðugleikaeigna.Úr skýrslu Ríkisendurskoðanda um Lindarhvol ehf. „Í þessu samhengi verður þó að hafa í huga að þeir fjármunir sem fengust vegna sölu stöðugleikaframlagseigna voru m.a. nýttir til að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Þannig varð vaxtakostnaður íslenska ríkisins lægri en ella hefði orðið og þá hafði ör niðurgreiðsla lána í för með sér að lánshæfismat ríkisins hækkaði.“ Stjórnendalaun allt að 450 þúsund krónur á mánuði Þá er vikið að stjórn félagsins í niðurstöðukaflanum, sem skipuð var skipuð þremur stjórnarmönnum „ á grundvelli sérþekkingar sinnar, sbr. hæfisskilyrði í lögum nr. 24/2016. Stjórnin setti sér ítarlegar og skýrar starfsreglur, m.a. um stjórnskipulag félagsins, umsýslu, fullnustu og sölu eigna og siðareglur.“ Þórhallur Arason gegndi formennsku samhliða störfum sínum sem skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu. Samkvæmt heimasíðu Lindarhvols ehf. kemur fram að Þórhallur Arason sé formaður stjórnar en meðstjórnendur þau Ása Ólafsdóttir og Haukur C. Benediktsson. Í varastjórn eru svo Ester Finnbogadóttir og Sigurbjörn Einarsson. Vísir hefur fjallað um rausnarlegar greiðslur fyrir stjórnarsetu Í skýrslunni kemur fram að stjórn Lindarhvols ehf. hafði heimild til þess að ráða framkvæmdastjóra en bar þó ekki skylda til þess. Stjórnin fór sjálf með framkvæmdastjórn í félaginu enda starfsemi þess að mörgu leyti sérstök. Ekki var um eiginlegan daglegan rekstur að ræða sem kallaði á framkvæmdastjóra heldur fólst starfsemi félagsins í að ljúka ákveðnum verkefnum, það er selja þær stöðugleikaframlagseignir sem félaginu var falið að koma í verð. „Formlegir stjórnarfundir voru alls 41 en tölvupóstar og önnur gögn sýna að stjórnin starfaði mikið á milli formlegra funda. Stjórnarlaun voru ákveðin 450 þús.kr. á mánuði fyrir stjórnarformann og 300 þús.kr. fyrir aðra stjórnarmenn. Að beiðni stjórnar Lindarhvols ehf. voru stjórnarlaun lækkuð um helming með ákvörðun eina hluthafa félagsins hinn 2. október 2017 í ljósi minnkandi umsvifa félagsins.“ Eðlilegt telst að hafa leitað til Íslaga Ríkisendurskoðandi gerir heldur enga athugasemd við það að lögfræðiþjónusta var aðkeypt frá fyrirtækinu Íslögum ehf. nema síður sé. Í skýrslunni segir að forráðamaður félagsins, Steinar Þór Guðgeirsson lögmaður, hafi jafnframt verið skráður prókúruhafi Lindarhvols ehf. En gagnrýnt hefur verið að hann sé fyrrverandi skólabróðir Bjarna Benediktssonar. „Ríkisendurskoðun kannaði hvort bjóða hefði átt út þá þjónustu sem Íslög ehf. annaðist, einkum í ljósi þess kostnaðar sem hún hafði í för með sér fyrir félagið en heildarkostnaður á starfstíma þess nam 80 m.kr. (án vsk). Inni í þessari fjárhæð er jafnframt útlagður kostnaður Íslaga ehf. vegna starfa lögmannsstofunnar fyrir Lindarhvol ehf.“ Vísað er til þess að stjórnin hafi talið taldi eftirsóknarvert að njóta starfskrafta lögmannsins „enda hefði hann búið yfir yfirburða þekkingu á sviðinu eftir að hafa haft umsjón með gerð stöðugleikasamninga fyrir hönd Seðlabanka Íslands við öll slitabúin og þannig haft umsjón með móttöku og daglegum rekstri þessara eigna.“ Engar athugasemdir við stjórnun félagsins Ríkisendurskoðun kannaði lagareglur sem þarna eiga við og féllst á skýringar stjórnar Lindarhvols ehf. vegna þessa fyrirkomulags. Úr skýrslu Ríkisendurskoðanda um Lindarhvol ehf. „Ríkisendurskoðun kannaði jafnframt hvort samið hefði verið um afslátt á tímagjaldi Íslaga ehf. í ljósi þess umfangs sem samningurinn fól í sér og var upplýst að verulegur afsláttur var veittur frá tímagjaldi lögfræðistofunnar. Í þessu ljósi gerir Ríkisendurskoðun hvorki athugasemdir við stjórnun félagsins né aðkeypta lögfræðiþjónustu af lögmannsstofunni Íslögum ehf.“ Alþingi samþykkti breytingar á bráðabirgðaákvæði III í lögum um Seðlabanka Íslands sem tóku gildi 4. apríl 2016 sem fólu í sér að í stað þess að Seðlabanka Íslands hefði með umsýsla hinna svonefndu stöðugleikaeignanna var ráðherra veitt heimild til að stofna einkahlutafélag í eigu ríkissjóðs. Það hefði þann tilgang að annast umsýslu, fullnustu og sölu annarra stöðugleikaeigna en eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka hf. Þórhildur segir leyndina umhugsunarefni Á dögunum var skýrslan til umfjöllunar hjá Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins. Vísir spurði Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, formann Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hvernig þetta hefði lagst í nefndarmenn? Þórhildur Sunna segist bara geta talað fyrir sig. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, furðar sig á þeirri leynd sem hvíldi um starfsemina og hefur fullan hug á að taka það atriði til frekari skoðunar.visir/vilhelm „Þetta var stuttur en hnitmiðaður fundur sem markar upphaf formlegrar umfjöllunar nefndarinnar um skýrsluna. Mér finnst það umhugsunarefni hversu mikil leynd hvílir yfir þeim eignum sem fara inn og svo út úr þessu félagi og vil skoða nánar eðli þeirra laga- og samningsákvæða sem áskilja þennan trúnað.“ Með jákvæðari skýrslum frá embættinu Skýrslan er ítarleg, 40 blaðsíður að lengd en þar er ekki að finna margar aðfinnslur við starfsemi Lindarhvols? „Skýrslan sjálf kemst að þeirri niðurstöðu að vel hafi verið staðið að þessu verkefni sem er auðvitað jákvætt. En mér finnst athyglisvert að eignir og eignaumsýsla ríkisins upp à nokkur hundruð milljarða króna sé nokkurs konar ríkisleyndarmál. Mín áhersla verður því á að kanna þessi trúnaðarákvæði og lög.“ Að sögn Þórhildar Sunnu fór Ríkisendurskoðun mjög ítarlega yfir starfshætti félagsins og sölu og umsýslu à eignum en gerir ekki athugasemdir við verklagið. Hún segist þó ekki geta tekið fortakslaust undir með blaðamanni Vísis þegar hann heldur því fram í spurningu að þetta sé lofsöngur. „En þetta er vissulega með jákvæðari skýrslum sem ég hef lesið frá embættinu.“ Þórhildur Sunna tekur fram að hún sé ekki að gagnrýna ríkisendurskoðanda með athugasemdum um leynd heldur lögin sem voru sett á þessum tíma og þessa samninga sem voru gerðir sem gerðu þessa gjörninga alla að trúnaðarmáli. „Mér finnst það óeðlilegt, að jafn verðmætar eignir og jafn margir milljarðar í eigu almennings skuli sæta jafn mikilli lagalegri leynd og raun ber vitni.“ Tengd skjöl Lindarhvoll-skyrslaPDF590KBSækja skjal Efnahagsmál Stjórnsýsla Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir Ógagnsæi og þögn í söluferli eigna ríkisins Hörð gagnrýni er á sölu hlutar ríkisins í Klakka sem á lánafyrirtækið Lýsingu. Tekið á móti tilboðum í tölvupósti og efasemdir eru um jafnræði bjóðenda. 14. nóvember 2016 13:30 Söluferli Lyfju skýrist á næstu vikum Stjórn Lindarhvols, eignarhaldsfélags sem heldur utan um stöðugleikaeignir sem voru framseldar til ríkisins, mun á næstu vikum ákveða hvort aftur verði boðað til opins söluferlis á lyfjakeðjunni Lyfju. 20. september 2017 09:00 Frumkvæðið að bónusgreiðslum Klakka komið frá erlendum vogunarsjóði Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Í morgun var greint frá því að stjórnendur Klakka ættu von á 550 milljón króna bónus vegna fyrirhugaðrar sölu á Lykli og vegna annarra eigna. 13. desember 2017 13:23 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Skýrslu Ríkisendurskoðanda um Lindarhvol ehf. – Framkvæmd samnings um umsýslu, fullnustu og sölu á stöðugleikaeignum – er loksins komin út. Skýrslan er með þeim jákvæðari sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur séð úr þeim ranni. Eftir hrunið fékk ríkið í fangið ýmis fyrirtæki og eignir úr slitabúum föllnu bankanna og stofnaði Bjarni Benediktsson þá fjármálaráðherra sérstakt einkahlutafélag, Lindarhvol, 15. apríl 2016 sem hafði það hlutverk með höndum að koma eignunum í verð. Og ekki aðeins að annast sölu stöðugleikaframlagseigna heldur einnig umsýslu og fullnustu þeirra. Yfirlýst markmið samningsins var að Lindarhvoll ehf. myndi hámarka verðmæti eignanna gagnvart ríkissjóði og lágmarka kostnað. Hörð gagnrýni á leynd og seinagang Skýrslunnar hefur verið beðið af nokkurri eftirvæntingu enda er þar fjallað um mikla hagsmuni ríkissjóðs og þar með almennings. Þeir sem hafa ætlað að með skýrslunni yrði flett ofan af ósvinnu bak við luktar dyr hljóta að ætla að fjallið hafi tekið jóðsótt en lítil mús hafi komið í heiminn. Formaður Samtaka skattgreiðenda, Skafti Harðarson, er meðal þeirra sem gagnrýnt hafa harðlega leynd sem um starfsemi Lindarhvols hefur ríkt sem og seinagang við skýrslugerðina hjá Ríkisendurskoðun. Skafti fór og færði Ríkisendurskoðanda afmælistertu þegar tvö ár voru liðin frá því að starfsemi Lindarhvols var formlega hætt. „Staðreyndin er sú að örfáum einstaklingum, embættismönnum og vildarvinum var falið að selja ríkiseigur fyrir milljarða króna án nokkurs eftirlits svo að vitað sé. Þess var gætt að ekkert væri um félagið að finna á „opnir reikningar“. Ættu skattgreiðendur að óttast eitthvað, er það ógagnsæ meðferð á eignum ríkisins,“ sagði Skafti í samtali við Vísi í febrúar á þessu ári. Ríkisendurskoðandi lofar starfsemina En Ríkisendurskoðandi hrósar starfseminni í skýrslu sinni og sér ekkert bogið við það hvernig staðið var að málum. Svo vitnað sé í niðurstöðukafla: „Lindarhvoll ehf. setti sér viðamiklar reglur um starfsemi sína sem og metnaðarfull markmið um ráðstöfun eigna á starfstíma sínum. Að mati Ríkisendurskoðunar voru reglurnar skýrar og starfsemi Lindarhvols ehf. í samræmi við sett markmið. Á starfstíma Lindarhvols ehf. tókst að uppfylla framangreind markmið um hámörkun verðmætis eigna á sem skemmstum tíma,“ segir þar. Skúli Eggert ríkisendurskoðandi segir að ekki sé allt sem um Lindarhvol hefur verið sagt og skrifað sannleikanum samkvæmt.visir/ÞÞ Vísir hefur sent Skúla Eggerti Þórðarsyni ríkisendurskoðanda nokkur erindi til að forvitnast um hvernig gangi við gerð skýrslunnar en síðla í janúar birti Markaður Fréttablaðsins umfjöllun þar sem sagt var að að hlutaeigandi hafi fengið drög til umsagnar: „Stjórn Lindarhvols gerir margvíslegar athugasemdir við skýrslu Ríkisendurskoðunar, sem telur um 70 blaðsíður en er ekki endanleg útgáfa, í afar ítarlegri umsögn sem hún skilaði til stofnunarinnar síðastliðinn föstudag.“ (Skýrslan er 40 síður í lokaútgáfu.) Fréttin er undir fyrirsögninni „Ríkið kunni að hafa orðið af um milljarði“ en þar er vitnað í drögin og sagt að ekki hafi tekist að hámarka virði eigna Lindarhvols. Eins og sjá má var um verulega fjármuni að tefla.Úr skýrslu Ríkisendurskoðanda um Lindarhvol ehf. Skúli segist spurður ekki ætla sér að hafa skoðanir á þeirri umfjöllun en nefnir að ýmislegt hefur verið skrifað um Lindarhvol ehf. sem ekki hafi verið í samræmi við staðreyndir málsins. En hann segir rétt að eftirlitið með störfum Lindarhvols ehf. hafi tekið lengri tíma en venjulega er um úttektir á vegum Ríkisendurskoðunar. „Skýrist það m.a. af umfangi málsins, ýmsum lagalegum álitamálum og tímafrekum athugunum. Enda þótt ég hafi verið bjartsýnn og talið að verkinu myndi ljúka fyrr, hafa alltaf komið upp einhver atriði sem kanna hefur þurft frekar,“ segir Skúli í svari við fyrirspurn Vísis í upphafi síðasta mánaðar. Lindarhvoll skilaði góðri niðurstöðu En svo aftur sé vikið að skýrslunni sjálfri sem nú er komin út. Þannig virðist, sem áður sagði, starfsemin hafa verið með miklum ágætum ef marka má skýrslu Ríkisendurskoðanda. Í niðurstöðukaflanum segir að öllum lausu fé sem barst vegna umsýslu, fullnustu og sölu stöðugleikaeigna hafi verið ráðstafað inn á stöðugleikareikning í eigu ríkissjóðs. Ríkisendurskoðun hafði til athugunar hvort frekar hefði átt að fela Seðlabanka Íslands eða annarri stofnun í eigu ríkisins að fara með sölu eignanna heldur en að stofna sérstakt einkahlutafélag um ráðstöfun þeirra. „Niðurstaða þeirrar athugunar var að ekkert hefði komið fram sem benti til þess að annar háttur hefði orðið skilvirkari. Lindarhvoll ehf. skilaði góðri niðurstöðu hvað varðar innlausn á eignum úr stöðugleikaframlagi en áætlað virði stöðugleikaframlagseigna á starfstíma félagsins jókst um 75,9 ma.kr. Þá var kostnaði við umsýslu eignanna haldið í lágmarki. Almennt fékkst viðunandi verð fyrir eignir sem félagið seldi og ekki voru gerðar athugasemdir við starfsemi félagsins af hálfu fjármála- og efnahagsráðuneytis. Í stuttu máli má segja að hugmyndafræðin að baki þessu fyrirkomulagi, þótt óvenjulegt hafi verið, hafi gengið upp.“ Mikill hraði einkenndi reksturinn Í skýrslunni segir að mikill hraði hafi einkennt rekstur félagsins og mikill fjöldi eigna innleystur á tiltölulega skömmum tíma: „Er það mat Ríkisendurskoðunar að hugsanlega hefðu tekjur af innlausn stöðugleikaframlagseigna orðið meiri ef hraði við sölu þeirra hefði verið minni, en samningur félagsins við fjármála- og efnahagsráðherra gerði ráð fyrir stuttum starfstíma.“ En, athugasemd Ríkisendurskoðunar beinist fyrst og fremst að löggjöfinni sem ákvarðaði starfstíma félagsins jafn skamman og raun varð á. Hér getur að líta töflu, sundurliðað bókfært virði stöðugleikaeigna.Úr skýrslu Ríkisendurskoðanda um Lindarhvol ehf. „Í þessu samhengi verður þó að hafa í huga að þeir fjármunir sem fengust vegna sölu stöðugleikaframlagseigna voru m.a. nýttir til að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Þannig varð vaxtakostnaður íslenska ríkisins lægri en ella hefði orðið og þá hafði ör niðurgreiðsla lána í för með sér að lánshæfismat ríkisins hækkaði.“ Stjórnendalaun allt að 450 þúsund krónur á mánuði Þá er vikið að stjórn félagsins í niðurstöðukaflanum, sem skipuð var skipuð þremur stjórnarmönnum „ á grundvelli sérþekkingar sinnar, sbr. hæfisskilyrði í lögum nr. 24/2016. Stjórnin setti sér ítarlegar og skýrar starfsreglur, m.a. um stjórnskipulag félagsins, umsýslu, fullnustu og sölu eigna og siðareglur.“ Þórhallur Arason gegndi formennsku samhliða störfum sínum sem skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu. Samkvæmt heimasíðu Lindarhvols ehf. kemur fram að Þórhallur Arason sé formaður stjórnar en meðstjórnendur þau Ása Ólafsdóttir og Haukur C. Benediktsson. Í varastjórn eru svo Ester Finnbogadóttir og Sigurbjörn Einarsson. Vísir hefur fjallað um rausnarlegar greiðslur fyrir stjórnarsetu Í skýrslunni kemur fram að stjórn Lindarhvols ehf. hafði heimild til þess að ráða framkvæmdastjóra en bar þó ekki skylda til þess. Stjórnin fór sjálf með framkvæmdastjórn í félaginu enda starfsemi þess að mörgu leyti sérstök. Ekki var um eiginlegan daglegan rekstur að ræða sem kallaði á framkvæmdastjóra heldur fólst starfsemi félagsins í að ljúka ákveðnum verkefnum, það er selja þær stöðugleikaframlagseignir sem félaginu var falið að koma í verð. „Formlegir stjórnarfundir voru alls 41 en tölvupóstar og önnur gögn sýna að stjórnin starfaði mikið á milli formlegra funda. Stjórnarlaun voru ákveðin 450 þús.kr. á mánuði fyrir stjórnarformann og 300 þús.kr. fyrir aðra stjórnarmenn. Að beiðni stjórnar Lindarhvols ehf. voru stjórnarlaun lækkuð um helming með ákvörðun eina hluthafa félagsins hinn 2. október 2017 í ljósi minnkandi umsvifa félagsins.“ Eðlilegt telst að hafa leitað til Íslaga Ríkisendurskoðandi gerir heldur enga athugasemd við það að lögfræðiþjónusta var aðkeypt frá fyrirtækinu Íslögum ehf. nema síður sé. Í skýrslunni segir að forráðamaður félagsins, Steinar Þór Guðgeirsson lögmaður, hafi jafnframt verið skráður prókúruhafi Lindarhvols ehf. En gagnrýnt hefur verið að hann sé fyrrverandi skólabróðir Bjarna Benediktssonar. „Ríkisendurskoðun kannaði hvort bjóða hefði átt út þá þjónustu sem Íslög ehf. annaðist, einkum í ljósi þess kostnaðar sem hún hafði í för með sér fyrir félagið en heildarkostnaður á starfstíma þess nam 80 m.kr. (án vsk). Inni í þessari fjárhæð er jafnframt útlagður kostnaður Íslaga ehf. vegna starfa lögmannsstofunnar fyrir Lindarhvol ehf.“ Vísað er til þess að stjórnin hafi talið taldi eftirsóknarvert að njóta starfskrafta lögmannsins „enda hefði hann búið yfir yfirburða þekkingu á sviðinu eftir að hafa haft umsjón með gerð stöðugleikasamninga fyrir hönd Seðlabanka Íslands við öll slitabúin og þannig haft umsjón með móttöku og daglegum rekstri þessara eigna.“ Engar athugasemdir við stjórnun félagsins Ríkisendurskoðun kannaði lagareglur sem þarna eiga við og féllst á skýringar stjórnar Lindarhvols ehf. vegna þessa fyrirkomulags. Úr skýrslu Ríkisendurskoðanda um Lindarhvol ehf. „Ríkisendurskoðun kannaði jafnframt hvort samið hefði verið um afslátt á tímagjaldi Íslaga ehf. í ljósi þess umfangs sem samningurinn fól í sér og var upplýst að verulegur afsláttur var veittur frá tímagjaldi lögfræðistofunnar. Í þessu ljósi gerir Ríkisendurskoðun hvorki athugasemdir við stjórnun félagsins né aðkeypta lögfræðiþjónustu af lögmannsstofunni Íslögum ehf.“ Alþingi samþykkti breytingar á bráðabirgðaákvæði III í lögum um Seðlabanka Íslands sem tóku gildi 4. apríl 2016 sem fólu í sér að í stað þess að Seðlabanka Íslands hefði með umsýsla hinna svonefndu stöðugleikaeignanna var ráðherra veitt heimild til að stofna einkahlutafélag í eigu ríkissjóðs. Það hefði þann tilgang að annast umsýslu, fullnustu og sölu annarra stöðugleikaeigna en eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka hf. Þórhildur segir leyndina umhugsunarefni Á dögunum var skýrslan til umfjöllunar hjá Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins. Vísir spurði Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, formann Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hvernig þetta hefði lagst í nefndarmenn? Þórhildur Sunna segist bara geta talað fyrir sig. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, furðar sig á þeirri leynd sem hvíldi um starfsemina og hefur fullan hug á að taka það atriði til frekari skoðunar.visir/vilhelm „Þetta var stuttur en hnitmiðaður fundur sem markar upphaf formlegrar umfjöllunar nefndarinnar um skýrsluna. Mér finnst það umhugsunarefni hversu mikil leynd hvílir yfir þeim eignum sem fara inn og svo út úr þessu félagi og vil skoða nánar eðli þeirra laga- og samningsákvæða sem áskilja þennan trúnað.“ Með jákvæðari skýrslum frá embættinu Skýrslan er ítarleg, 40 blaðsíður að lengd en þar er ekki að finna margar aðfinnslur við starfsemi Lindarhvols? „Skýrslan sjálf kemst að þeirri niðurstöðu að vel hafi verið staðið að þessu verkefni sem er auðvitað jákvætt. En mér finnst athyglisvert að eignir og eignaumsýsla ríkisins upp à nokkur hundruð milljarða króna sé nokkurs konar ríkisleyndarmál. Mín áhersla verður því á að kanna þessi trúnaðarákvæði og lög.“ Að sögn Þórhildar Sunnu fór Ríkisendurskoðun mjög ítarlega yfir starfshætti félagsins og sölu og umsýslu à eignum en gerir ekki athugasemdir við verklagið. Hún segist þó ekki geta tekið fortakslaust undir með blaðamanni Vísis þegar hann heldur því fram í spurningu að þetta sé lofsöngur. „En þetta er vissulega með jákvæðari skýrslum sem ég hef lesið frá embættinu.“ Þórhildur Sunna tekur fram að hún sé ekki að gagnrýna ríkisendurskoðanda með athugasemdum um leynd heldur lögin sem voru sett á þessum tíma og þessa samninga sem voru gerðir sem gerðu þessa gjörninga alla að trúnaðarmáli. „Mér finnst það óeðlilegt, að jafn verðmætar eignir og jafn margir milljarðar í eigu almennings skuli sæta jafn mikilli lagalegri leynd og raun ber vitni.“ Tengd skjöl Lindarhvoll-skyrslaPDF590KBSækja skjal
Efnahagsmál Stjórnsýsla Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir Ógagnsæi og þögn í söluferli eigna ríkisins Hörð gagnrýni er á sölu hlutar ríkisins í Klakka sem á lánafyrirtækið Lýsingu. Tekið á móti tilboðum í tölvupósti og efasemdir eru um jafnræði bjóðenda. 14. nóvember 2016 13:30 Söluferli Lyfju skýrist á næstu vikum Stjórn Lindarhvols, eignarhaldsfélags sem heldur utan um stöðugleikaeignir sem voru framseldar til ríkisins, mun á næstu vikum ákveða hvort aftur verði boðað til opins söluferlis á lyfjakeðjunni Lyfju. 20. september 2017 09:00 Frumkvæðið að bónusgreiðslum Klakka komið frá erlendum vogunarsjóði Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Í morgun var greint frá því að stjórnendur Klakka ættu von á 550 milljón króna bónus vegna fyrirhugaðrar sölu á Lykli og vegna annarra eigna. 13. desember 2017 13:23 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Ógagnsæi og þögn í söluferli eigna ríkisins Hörð gagnrýni er á sölu hlutar ríkisins í Klakka sem á lánafyrirtækið Lýsingu. Tekið á móti tilboðum í tölvupósti og efasemdir eru um jafnræði bjóðenda. 14. nóvember 2016 13:30
Söluferli Lyfju skýrist á næstu vikum Stjórn Lindarhvols, eignarhaldsfélags sem heldur utan um stöðugleikaeignir sem voru framseldar til ríkisins, mun á næstu vikum ákveða hvort aftur verði boðað til opins söluferlis á lyfjakeðjunni Lyfju. 20. september 2017 09:00
Frumkvæðið að bónusgreiðslum Klakka komið frá erlendum vogunarsjóði Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Í morgun var greint frá því að stjórnendur Klakka ættu von á 550 milljón króna bónus vegna fyrirhugaðrar sölu á Lykli og vegna annarra eigna. 13. desember 2017 13:23