Framlengja félagsforðun og vilja fækka nýjum smitum í 50 á dag Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2020 14:00 Fámennt í undirgöngum í Suður-Kóreu. AP/Ahn Young-joon Yfirvöld Suður-Kóreu tilkynntu í gær aðgerðir gegn dreifingu nýju kórónuveirunnar, sem átti að ljúka á morgun, verða framlengdar um tvær vikur. Þann tíma vilja Kóreumenn nota til að fækka nýjum smitum í 50 á dag. Síðustu daga og vikur hefur nýjum smitum fjölgað um um það bil hundrað á dag. Flest smiti greindust þann 29. febrúar eða 813. Í gær voru ný smit alls 81 og á föstudaginn 94. Tæplega helmingur smitanna í gær greindust þó í aðilum sem voru að koma til Suður-Kóreu frá öðrum löndum, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar. Heilt yfir hafa greinst 10.237 smit í Suður-Kóreu og 183 eru dánir. Áhugavert er að bera þær tölur saman við Bandaríkin en fyrstu smitin greindust á sama degi í báðum löndum, eða þann 20. janúar. Í Bandaríkjunum hafa þó síðan greinst 312.249 smit og 8.503 hafa dáið. Borgarstjórn Seoul, höfuðborgar Suður-Kóreu, tilkynnti í morgun að gripið yrði til aðgerða gegn kirkju þar sem messa var haldin í dag, annan sunnudaginn í röð. Með því brutu forsvarsmenn kirkjunnar gegn samkomubanni yfirvalda. Sérstöku banni hafði verið beitt gegn kirkjunni eftir að messa var haldin þar 22. mars. Samkomubannið, sem framlengt var í dag, verður nú í gildi til 19. apríl, nema það verði framlengt aftur. Í yfirlýsingu í dag sagði Chung Sye-kyun, forsætisráðherra, að Kóreumönnum stæði ekkert annað til boða. Þó íbúar séu nú þegar mun öruggari en þeir voru fyrir skömmu síðan og í betri stöðu en mörg ríki Evrópu og Bandaríkin, sé enn nauðsynlegt að stunda félagsforðun. Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Yfirvöld Suður-Kóreu tilkynntu í gær aðgerðir gegn dreifingu nýju kórónuveirunnar, sem átti að ljúka á morgun, verða framlengdar um tvær vikur. Þann tíma vilja Kóreumenn nota til að fækka nýjum smitum í 50 á dag. Síðustu daga og vikur hefur nýjum smitum fjölgað um um það bil hundrað á dag. Flest smiti greindust þann 29. febrúar eða 813. Í gær voru ný smit alls 81 og á föstudaginn 94. Tæplega helmingur smitanna í gær greindust þó í aðilum sem voru að koma til Suður-Kóreu frá öðrum löndum, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar. Heilt yfir hafa greinst 10.237 smit í Suður-Kóreu og 183 eru dánir. Áhugavert er að bera þær tölur saman við Bandaríkin en fyrstu smitin greindust á sama degi í báðum löndum, eða þann 20. janúar. Í Bandaríkjunum hafa þó síðan greinst 312.249 smit og 8.503 hafa dáið. Borgarstjórn Seoul, höfuðborgar Suður-Kóreu, tilkynnti í morgun að gripið yrði til aðgerða gegn kirkju þar sem messa var haldin í dag, annan sunnudaginn í röð. Með því brutu forsvarsmenn kirkjunnar gegn samkomubanni yfirvalda. Sérstöku banni hafði verið beitt gegn kirkjunni eftir að messa var haldin þar 22. mars. Samkomubannið, sem framlengt var í dag, verður nú í gildi til 19. apríl, nema það verði framlengt aftur. Í yfirlýsingu í dag sagði Chung Sye-kyun, forsætisráðherra, að Kóreumönnum stæði ekkert annað til boða. Þó íbúar séu nú þegar mun öruggari en þeir voru fyrir skömmu síðan og í betri stöðu en mörg ríki Evrópu og Bandaríkin, sé enn nauðsynlegt að stunda félagsforðun.
Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira