Skákpar lést af völdum hláturgass í Moskvu Kjartan Kjartansson skrifar 6. mars 2020 15:52 Hláturgas hefur verið notað sem vímugjafi og andar fólk gasinu þá að sér úr blöðru. Gasið getur haft hættulegar afleiðingar fyrir heilsu fólks. Myndin er úr safni. Vísir/EPA Tveir úkraínskir atvinnumenn í skák fundust látnir í íbúð sinni í Moskvu í gærkvöldi og virðast hafa látið lífið af völdum hláturgass. Lögreglumenn fundu gasblöðrur með hlátursgasi í íbúð fólksins sem var par. Hláturgas hefur verið notað sem deyfingarlyf en einnig sem vímugjafi sem hefur verið tengdur við fjölda dauðsfalla. Stanislav Bogdanovitsj, 27 ára, og Alexandra Vernigora, átján ára, voru stóðu bæði framarlega í skák. Hann var stórmeistari og vann landsmót 18 ára og yngri í heimalandinu Úkraínu á sínum tíma. Rússnesk skáksíða segir að Bodanovitsj hafi um tíma verið talinn áttundi besti hraðskákmaður í heimi árið 2015. Vernigora var einnig atvinnumaður í skák auk þess sem hún nam við Ríkisháskólann í Moskvu. Rússneska lögreglan segir að engin ummerki um átök hafi verið að finna í íbúðinni. Við hlið líkanna fundust blöðrur með nituroxíði en þeir sem neyta gassins sem vímugjafa gera það með því að anda því að sér í gegnum blöðrur, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rússneskir fjölmiðlar halda því fram að parið hafi fundist með plastpoka yfir höfðinu og með hláturgashylki við hlið sér, að sögn AP-fréttastofunnar. Bogdanovitsj sætti töluverðri gagnrýni þegar hann keppti fyrir hönd Rússlands í skák á netinu gegn Úkraínu og hafði sigur. Rússland og Úkraína hafa átt í óbeinu stríði í austurhluta Úkraína frá því að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Bogdanovitsj réttlætti ákvörðun sína um að keppa fyrir Rússland með því að hann væri gestur í landinu og þar hefði verið komið vel fram við hann. Þátttaka hans í mótinu væri framlag hans til að stuðla að bættum samskiptum á milli ríkjanna tveggja. Hlátursgas getur valdið öndunarerfiðleikum, hættulega örum hjartslætti og brunasárum. Skák Rússland Úkraína Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira
Tveir úkraínskir atvinnumenn í skák fundust látnir í íbúð sinni í Moskvu í gærkvöldi og virðast hafa látið lífið af völdum hláturgass. Lögreglumenn fundu gasblöðrur með hlátursgasi í íbúð fólksins sem var par. Hláturgas hefur verið notað sem deyfingarlyf en einnig sem vímugjafi sem hefur verið tengdur við fjölda dauðsfalla. Stanislav Bogdanovitsj, 27 ára, og Alexandra Vernigora, átján ára, voru stóðu bæði framarlega í skák. Hann var stórmeistari og vann landsmót 18 ára og yngri í heimalandinu Úkraínu á sínum tíma. Rússnesk skáksíða segir að Bodanovitsj hafi um tíma verið talinn áttundi besti hraðskákmaður í heimi árið 2015. Vernigora var einnig atvinnumaður í skák auk þess sem hún nam við Ríkisháskólann í Moskvu. Rússneska lögreglan segir að engin ummerki um átök hafi verið að finna í íbúðinni. Við hlið líkanna fundust blöðrur með nituroxíði en þeir sem neyta gassins sem vímugjafa gera það með því að anda því að sér í gegnum blöðrur, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rússneskir fjölmiðlar halda því fram að parið hafi fundist með plastpoka yfir höfðinu og með hláturgashylki við hlið sér, að sögn AP-fréttastofunnar. Bogdanovitsj sætti töluverðri gagnrýni þegar hann keppti fyrir hönd Rússlands í skák á netinu gegn Úkraínu og hafði sigur. Rússland og Úkraína hafa átt í óbeinu stríði í austurhluta Úkraína frá því að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Bogdanovitsj réttlætti ákvörðun sína um að keppa fyrir Rússland með því að hann væri gestur í landinu og þar hefði verið komið vel fram við hann. Þátttaka hans í mótinu væri framlag hans til að stuðla að bættum samskiptum á milli ríkjanna tveggja. Hlátursgas getur valdið öndunarerfiðleikum, hættulega örum hjartslætti og brunasárum.
Skák Rússland Úkraína Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira