80 prósent greiddu atkvæði utan kjörfundar Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2020 12:35 Kjörstöðum í Milwaukee var fækkað úr 180 í fimm. AP/Morry Gash Útlit er fyrir að met hafi verið sett varðandi fjölda utankjörfundaratkvæða í umdeildum kosningum í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðustu viku. Vegna framlengingar á því tímabili sem utankjörfundaratkvæði gátu borist varð niðurstaðan ekki ljós fyrr en í gærkvöldi. Bráðabirgðaniðurstöður segja 1.37 milljónir íbúa hafa greitt atkvæði, sem samsvarar um 31 prósents kjörsókn. Svo virðist þó sem að utankjörfundaratkvæði hafi samsvarað um 80 prósentum af öllum greiddum atkvæðum. Sem er verulega hátt hlutfall og er að mestu rekið til faraldurs nýju kórónuveirunnar. Í forvalinu 2016 var hlutfall utankjörfundaratkvæða um tíu prósent og 27 prósent í kosningunum sjálfum seinna það ár. Þessi aukning mun líklega hafa mikil áhrif á kosningarnar í nóvember. Forval Demókrataflokksins var ekki mjög spennandi þar sem Joe Biden hafði svo gott sem tryggt sér tilnefningu flokksins og til marks um það hætti Bernie Sanders þátttöku sinni degi eftir kosningarnar. Allra augu beindust að Hæstarétti Kosningar til Hæstaréttar Wisconsin, sem fóru einnig fram, vöktu þó mikla athygli. Donald Trump, forseti, hafði sjálfur mikinn áhuga á kosningunum og hafði lýst yfir stuðningi við dómara á vegum Repúblikanaflokksins. Tæknilega séð eiga kosningar til Hæstaréttar Wisconsin ekki að vera pólitískar en undanfarin ár hefur mikil harka færst í leikana þegar kemur að kosningum í ríkinu og vörðu bæði Demókratar og Repúblikanar milljónum dala til stuðnings þeirra frambjóðenda. Repúblikanar í Wisconsin voru andvígir því að fresta kosningunum, þó kosningum hafi verið frestað vegna faraldursins víðsvegar um Bandaríkin. Ástæða þess var að þeir töldu að lægri kjörsókn og þá sérstaklega í þéttbýlum svæðum, myndi hagnast þeim. TIl marks um það fækkuðu yfirvöld Milwaukee, stærstu borgar Wisconsin, kjörstöðum úr 180 í fimm. Langar raðir mynduðust á kjörstöðum í borginni og komust færri að en vildu. Sjá einnig: Repúblikanar í Wisconsin telja sig hagnast á faraldrinum Það vakti gífurlega athygli í síðustu viku þegar Robin Vos, leiðtogi Repúblikana í Wisconsin, lýsti því yfir að fólk gæti alveg farið út að kjósa. Það væri öruggt. Þetta sagði hann fullklæddur hlífðarbúnaði. Republican Speaker Robin Vos says you are incredibly safe to go out on election day.He said that while dressed head-to-toe in a gown, mask and gloves. pic.twitter.com/vjVccO9x1s— UpNorthNews (@UpNorthNewsWI) April 7, 2020 Niðurstaðan var sú að Jill Karofsky, frambjóðandi á vegum Demókrataflokksins, bar sigur úr býtum og hlaut 54 prósent atkvæða. Karofsky segir niðurstöðuna til marks um að fólk vilji láta í sér heyra. Kjósendur hafi með þessu hafnað tilraunum Repúblikana til að draga úr kjörsókn. Samkvæmt frétt FiveThirtyEight er kosningunum þó alls ekki lokið. Líklegt þykir að þeim muni fylgja dómsmál til langs tíma vegna ýmissa vandræða sem tengjast utankjörfundaratkvæðum. Fjölmargar fregnir hafa borist af því að atkvæði hafi ekki skilað sér og að kjósendur hafi ekki fengið kjörseðla. Gífurleg aukning í utankjörfundaratkvæðum verður líklega vatn á myllu þeirra sem ætla að berjast fyrir því að fólki verði gert auðveldara að greiða atkvæði þannig í kosningunum í nóvember. Það vilja Demókratar en Repúblikanar segjast óttast kosningasvik verði það gert. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Útlit er fyrir að met hafi verið sett varðandi fjölda utankjörfundaratkvæða í umdeildum kosningum í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðustu viku. Vegna framlengingar á því tímabili sem utankjörfundaratkvæði gátu borist varð niðurstaðan ekki ljós fyrr en í gærkvöldi. Bráðabirgðaniðurstöður segja 1.37 milljónir íbúa hafa greitt atkvæði, sem samsvarar um 31 prósents kjörsókn. Svo virðist þó sem að utankjörfundaratkvæði hafi samsvarað um 80 prósentum af öllum greiddum atkvæðum. Sem er verulega hátt hlutfall og er að mestu rekið til faraldurs nýju kórónuveirunnar. Í forvalinu 2016 var hlutfall utankjörfundaratkvæða um tíu prósent og 27 prósent í kosningunum sjálfum seinna það ár. Þessi aukning mun líklega hafa mikil áhrif á kosningarnar í nóvember. Forval Demókrataflokksins var ekki mjög spennandi þar sem Joe Biden hafði svo gott sem tryggt sér tilnefningu flokksins og til marks um það hætti Bernie Sanders þátttöku sinni degi eftir kosningarnar. Allra augu beindust að Hæstarétti Kosningar til Hæstaréttar Wisconsin, sem fóru einnig fram, vöktu þó mikla athygli. Donald Trump, forseti, hafði sjálfur mikinn áhuga á kosningunum og hafði lýst yfir stuðningi við dómara á vegum Repúblikanaflokksins. Tæknilega séð eiga kosningar til Hæstaréttar Wisconsin ekki að vera pólitískar en undanfarin ár hefur mikil harka færst í leikana þegar kemur að kosningum í ríkinu og vörðu bæði Demókratar og Repúblikanar milljónum dala til stuðnings þeirra frambjóðenda. Repúblikanar í Wisconsin voru andvígir því að fresta kosningunum, þó kosningum hafi verið frestað vegna faraldursins víðsvegar um Bandaríkin. Ástæða þess var að þeir töldu að lægri kjörsókn og þá sérstaklega í þéttbýlum svæðum, myndi hagnast þeim. TIl marks um það fækkuðu yfirvöld Milwaukee, stærstu borgar Wisconsin, kjörstöðum úr 180 í fimm. Langar raðir mynduðust á kjörstöðum í borginni og komust færri að en vildu. Sjá einnig: Repúblikanar í Wisconsin telja sig hagnast á faraldrinum Það vakti gífurlega athygli í síðustu viku þegar Robin Vos, leiðtogi Repúblikana í Wisconsin, lýsti því yfir að fólk gæti alveg farið út að kjósa. Það væri öruggt. Þetta sagði hann fullklæddur hlífðarbúnaði. Republican Speaker Robin Vos says you are incredibly safe to go out on election day.He said that while dressed head-to-toe in a gown, mask and gloves. pic.twitter.com/vjVccO9x1s— UpNorthNews (@UpNorthNewsWI) April 7, 2020 Niðurstaðan var sú að Jill Karofsky, frambjóðandi á vegum Demókrataflokksins, bar sigur úr býtum og hlaut 54 prósent atkvæða. Karofsky segir niðurstöðuna til marks um að fólk vilji láta í sér heyra. Kjósendur hafi með þessu hafnað tilraunum Repúblikana til að draga úr kjörsókn. Samkvæmt frétt FiveThirtyEight er kosningunum þó alls ekki lokið. Líklegt þykir að þeim muni fylgja dómsmál til langs tíma vegna ýmissa vandræða sem tengjast utankjörfundaratkvæðum. Fjölmargar fregnir hafa borist af því að atkvæði hafi ekki skilað sér og að kjósendur hafi ekki fengið kjörseðla. Gífurleg aukning í utankjörfundaratkvæðum verður líklega vatn á myllu þeirra sem ætla að berjast fyrir því að fólki verði gert auðveldara að greiða atkvæði þannig í kosningunum í nóvember. Það vilja Demókratar en Repúblikanar segjast óttast kosningasvik verði það gert.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira