Leynilegt geimfar ber merkilega tilraun út í geim Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2020 14:08 Farið, sem kallast X-37B, mun bera mörg tilraunaverkefni og er þetta í sjötta sinn sem því verður skotið út í geim. EPA/Flugher Bandaríkjanna Flugher Bandaríkjanna stefnir á að skjóta dularfullri geimflaug á braut um jörðu á morgun. Farið sem kallast X-37B mun bera mörg tilraunaverkefni en eitt þeirra hefur vakið meiri athygli en önnur. Þetta er í sjötta sinn sem því verður skotið út í geim. Síðast var því lent í október í fyrra og hafði það þá verið á braut um jörðu í 780 daga. X-37B verður skotið á loft með Atlas V geimflaug United Launch Alliance. Áætlað er að geimskotið eigi sér stað um klukkan hálf eitt á morgun og mun hinn nýstofnaði geimher Bandaríkjanna halda utan um geimskotið. Það eru þó ekki taldar miklar líkur á að veður muni leyfa geimskotið á morgun. #AtlasV is on the pad for Saturday's launch of #USSF7 with the #X37B Orbital Test Vehicle. Our live countdown blog will start at 1amEDT (0500 UTC) and the webcast begins at 8:04amEDT (1204 UTC). Liftoff is targeted for 8:24amEDT (1224 UTC). https://t.co/5ZftXlaW5X📸 by ULA pic.twitter.com/VJ4nCJsDTX— ULA (@ulalaunch) May 14, 2020 Farið var upprunalega þróað af NASA og smíðað af Boeing árið 1999. Herinn tók við farinu árið 2004 en það svipar mjög til gömlu geimskutlnanna. Flugherinn segir að markmið tilraunaverkefna sem flytja á út í heim sé að betrumbæta getu Bandaríkjanna út í geimi og tryggja yfirráð þeirra. Að þessu sinni verða þó fleiri verkefni send með en áður. Flestar þeirra eru leynilegar en búið er að opinbera nokkrar og er ein þeirra tiltölulega merkileg Sérstakur gervihnöttur frá flughernum verður líklega um borð í farinu. Hann verður sendur á braut um jörðu og inniheldur fimm tilraunaverkefni, samkvæmt frétt The Verge. Þá mun NASA senda eitt verkefni sem á að varpa ljósi á því hvaða áhrif geislun út í geimi hefur á ýmis efni. Vilja senda sólarorku úr geimnum Rannsóknarstofa sjóhers Bandaríkjanna stendur að baki merkilegustu rannsóknarinnar sem snýr að notkun sólarorku og það hvernig beisla má hana í geimnum og senda til jarðarinnar. Bandaríkin etja nú kappi við Kína í þróun þessarar tækni. Tæknilega séð gæti slík tækni boðið upp á stöðuga sólarorku sem væri að engu leyti háð snúningi jarðarinnar um sólina. Kínverjar opinberuðu fyrir rúmu ári síðan að verið væri að vinna að þessari tækni í Kína og markmiðið væri að koma orkustöð í geiminn fyrir árið 2050. Bandaríkin hafa einnig unnið að þróun þessarar tækni og sýndi smá tilraun í Alþjóðlegu geimstöðinni í síðasta mánuði fram á að tæknin getur virkað. Geimfarinn Jessica Meir notaði rafbylgjur til að mynda ljós þráðlaust. Nú virðist sem að taka eigi þessa þróun áfram með notkun gervihnattar og kanna hvort hann geti safnað sólarorku á braut um jörðu og beint henni til jarðarinnar sem örbylgjum, sem er svo umbreytt aftur í orku á jörðu niðri. Geimurinn Bandaríkin Kína Vísindi Tækni Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Flugher Bandaríkjanna stefnir á að skjóta dularfullri geimflaug á braut um jörðu á morgun. Farið sem kallast X-37B mun bera mörg tilraunaverkefni en eitt þeirra hefur vakið meiri athygli en önnur. Þetta er í sjötta sinn sem því verður skotið út í geim. Síðast var því lent í október í fyrra og hafði það þá verið á braut um jörðu í 780 daga. X-37B verður skotið á loft með Atlas V geimflaug United Launch Alliance. Áætlað er að geimskotið eigi sér stað um klukkan hálf eitt á morgun og mun hinn nýstofnaði geimher Bandaríkjanna halda utan um geimskotið. Það eru þó ekki taldar miklar líkur á að veður muni leyfa geimskotið á morgun. #AtlasV is on the pad for Saturday's launch of #USSF7 with the #X37B Orbital Test Vehicle. Our live countdown blog will start at 1amEDT (0500 UTC) and the webcast begins at 8:04amEDT (1204 UTC). Liftoff is targeted for 8:24amEDT (1224 UTC). https://t.co/5ZftXlaW5X📸 by ULA pic.twitter.com/VJ4nCJsDTX— ULA (@ulalaunch) May 14, 2020 Farið var upprunalega þróað af NASA og smíðað af Boeing árið 1999. Herinn tók við farinu árið 2004 en það svipar mjög til gömlu geimskutlnanna. Flugherinn segir að markmið tilraunaverkefna sem flytja á út í heim sé að betrumbæta getu Bandaríkjanna út í geimi og tryggja yfirráð þeirra. Að þessu sinni verða þó fleiri verkefni send með en áður. Flestar þeirra eru leynilegar en búið er að opinbera nokkrar og er ein þeirra tiltölulega merkileg Sérstakur gervihnöttur frá flughernum verður líklega um borð í farinu. Hann verður sendur á braut um jörðu og inniheldur fimm tilraunaverkefni, samkvæmt frétt The Verge. Þá mun NASA senda eitt verkefni sem á að varpa ljósi á því hvaða áhrif geislun út í geimi hefur á ýmis efni. Vilja senda sólarorku úr geimnum Rannsóknarstofa sjóhers Bandaríkjanna stendur að baki merkilegustu rannsóknarinnar sem snýr að notkun sólarorku og það hvernig beisla má hana í geimnum og senda til jarðarinnar. Bandaríkin etja nú kappi við Kína í þróun þessarar tækni. Tæknilega séð gæti slík tækni boðið upp á stöðuga sólarorku sem væri að engu leyti háð snúningi jarðarinnar um sólina. Kínverjar opinberuðu fyrir rúmu ári síðan að verið væri að vinna að þessari tækni í Kína og markmiðið væri að koma orkustöð í geiminn fyrir árið 2050. Bandaríkin hafa einnig unnið að þróun þessarar tækni og sýndi smá tilraun í Alþjóðlegu geimstöðinni í síðasta mánuði fram á að tæknin getur virkað. Geimfarinn Jessica Meir notaði rafbylgjur til að mynda ljós þráðlaust. Nú virðist sem að taka eigi þessa þróun áfram með notkun gervihnattar og kanna hvort hann geti safnað sólarorku á braut um jörðu og beint henni til jarðarinnar sem örbylgjum, sem er svo umbreytt aftur í orku á jörðu niðri.
Geimurinn Bandaríkin Kína Vísindi Tækni Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira