APRÍL – alþjóðlegur mánuður gegn ofbeldi á börnum Sigríður Björnsdóttir skrifar 16. apríl 2020 12:30 Þennan mánuðinn, líkt og alla aðra mánuði ársins, hvetja Barnaheill – Save the Children á Íslandi einstaklinga, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök til að taka þátt í að gera Ísland að betri, ofbeldislausum, stað fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Það er hægt að gera með því að tryggja að foreldrar hafi þá þekkingu, færni og bjargir sem þeir þurfa til að vernda börn sín. Samkvæmt nýlegri skýrslu Barnaverndarstofu fjölgaði tilkynningum til barnaverndarnefnda á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020 um 9,5% miðað við árið á undan. Í upphafi Covid-19 faraldursins eru hins vegar vísbendingar um að tilkynningum til barnaverndarnefnda hafi snarfækkað. Ein af ástæðum þess getur verið sú að fleiri börnum er nú haldið heima sökum smithættu og sækja því ekki skóla en skólar og stofnanir eru helstu tilkynningaraðilar til barnaverndar. Þó benda tölur frá Barnavernd Reykjavíkur til þess að það sé aukning á ný í fjölda tilkynninga og þá frá nágrönnum og öðrum aðilum í umhverfi barna. Nú er tækifæri fyrir samfélagið allt að kynna sér hvað er hægt að gera til að fyrirbyggja ofbeldi á börnum. Hafa þarf í huga hvernig hægt sé að hlúa að barni sem mögulega býr við ofbeldi og hvenær mikilvægt er að tilkynna grun um ofbeldi gegn barni til barnaverndarnefnda. Með forvarnaverkefninu Verndarar barna, vilja Barnaheill, vekja athygli á málaflokknum og veita foreldrum og öðrum aðgang að upplýsingum og efni til að meta hvort hægt sé að bæta umhverfi barna og fyrirbyggja þannig ofbeldi á börnum. Til að vernda börn frá ofbeldi er gott að spyrja sig spurninga um hvort að aðstæður og umhverfi barna séu örugg. • Hvernig get ég komið í veg fyrir að kynferðisofbeldi eigi sér stað í minni fjölskyldu? • Hvað þarf ég til að tryggja að barnið mitt sé öruggt? • Ert þú með öryggisáætlun fyrir þína fjölskyldu? • Ég fæ ónotatilfinningu gagnvart ákveðnum aðila, en hvað ef ég hef rangt fyrir mér? • Þarf að kenna börnum með fötlun um kynheilbrigði? • Hvernig get ég kynnt mér forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum? • Hvernig getur skólinn minn verið í forystu í forvörnum? • Hvað getum við gert þegar utanaðkomandi ógnir (Covid-19) breyta okkar daglegum venjum? Viltu vita meira? Svör við spurningunum er að finna á barnaheill.is. Í sameiningu getum við með fyrirbyggjandi leiðum komið í veg fyrir ofbeldi og vanrækslu innan fjölskyldna og samfélagsins alls. Við hvetjum þig til að deila þekkingu þinni um forvarnir með ættingjum, vinum og samfélaginu öllu. Höfundur er sálfræðingur og verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Stórstraumsfjara mæld - HMS ráðþrota Magnús Guðmundsson Skoðun Sýnum fordómum ekki umburðarlyndi Snorri Sturluson Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Dýravernd - frumbyggjahættir Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stórstraumsfjara mæld - HMS ráðþrota Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Sýnum fordómum ekki umburðarlyndi Snorri Sturluson skrifar Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Sjá meira
Þennan mánuðinn, líkt og alla aðra mánuði ársins, hvetja Barnaheill – Save the Children á Íslandi einstaklinga, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök til að taka þátt í að gera Ísland að betri, ofbeldislausum, stað fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Það er hægt að gera með því að tryggja að foreldrar hafi þá þekkingu, færni og bjargir sem þeir þurfa til að vernda börn sín. Samkvæmt nýlegri skýrslu Barnaverndarstofu fjölgaði tilkynningum til barnaverndarnefnda á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020 um 9,5% miðað við árið á undan. Í upphafi Covid-19 faraldursins eru hins vegar vísbendingar um að tilkynningum til barnaverndarnefnda hafi snarfækkað. Ein af ástæðum þess getur verið sú að fleiri börnum er nú haldið heima sökum smithættu og sækja því ekki skóla en skólar og stofnanir eru helstu tilkynningaraðilar til barnaverndar. Þó benda tölur frá Barnavernd Reykjavíkur til þess að það sé aukning á ný í fjölda tilkynninga og þá frá nágrönnum og öðrum aðilum í umhverfi barna. Nú er tækifæri fyrir samfélagið allt að kynna sér hvað er hægt að gera til að fyrirbyggja ofbeldi á börnum. Hafa þarf í huga hvernig hægt sé að hlúa að barni sem mögulega býr við ofbeldi og hvenær mikilvægt er að tilkynna grun um ofbeldi gegn barni til barnaverndarnefnda. Með forvarnaverkefninu Verndarar barna, vilja Barnaheill, vekja athygli á málaflokknum og veita foreldrum og öðrum aðgang að upplýsingum og efni til að meta hvort hægt sé að bæta umhverfi barna og fyrirbyggja þannig ofbeldi á börnum. Til að vernda börn frá ofbeldi er gott að spyrja sig spurninga um hvort að aðstæður og umhverfi barna séu örugg. • Hvernig get ég komið í veg fyrir að kynferðisofbeldi eigi sér stað í minni fjölskyldu? • Hvað þarf ég til að tryggja að barnið mitt sé öruggt? • Ert þú með öryggisáætlun fyrir þína fjölskyldu? • Ég fæ ónotatilfinningu gagnvart ákveðnum aðila, en hvað ef ég hef rangt fyrir mér? • Þarf að kenna börnum með fötlun um kynheilbrigði? • Hvernig get ég kynnt mér forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum? • Hvernig getur skólinn minn verið í forystu í forvörnum? • Hvað getum við gert þegar utanaðkomandi ógnir (Covid-19) breyta okkar daglegum venjum? Viltu vita meira? Svör við spurningunum er að finna á barnaheill.is. Í sameiningu getum við með fyrirbyggjandi leiðum komið í veg fyrir ofbeldi og vanrækslu innan fjölskyldna og samfélagsins alls. Við hvetjum þig til að deila þekkingu þinni um forvarnir með ættingjum, vinum og samfélaginu öllu. Höfundur er sálfræðingur og verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun