Sanders vonast aftur eftir óvæntum sigri í Michigan Samúel Karl Ólason skrifar 10. mars 2020 10:58 Joe Biden og Bernie Sanders keppast um tilefningu Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Vísir/AP Þeir Joe Biden og Bernie Sanders munu í kvöld keppa um atkvæði Demókrata í sex ríkjum Bandaríkjanna. Kosningar verða haldnar í Michigan, Washington, Missouri, Mississippi og Idaho. Í Norður-Dakóta verða haldnir kjörfundir. Heilt yfir eru 352 landsfundarfulltrúar í boði í kvöld, flestir í Michigan. Frambjóðandi þarf 1.991 fulltrúa til að tryggja sér tilnefningu Demókrataflokksins en Biden hefur þegar tryggt sér 670 fulltrúa og Sanders 574. Tulsi Gabbard er tæknilega séð enn í framboði en hún hefur einungis fengið tvo fulltrúa. Fulltrúar sem frambjóðendur sem eru hættir höfðu tryggt sér munu að mestu dreifast niður á þá sem eftir eru, eftir því hvernig þeim gekk í tilkomandi ríkjum. Kannanir síðustu daga gefa í skyn að Biden njóti góðs forskots gegn Sanders fyrir kvöldið, nema í Washington þar sem Sanders mælist með nauman meirihluta. Biden er með sérstaklega mikið forskot í Mississippi, Missouri og Michigan. Sjá einnig: Biden bætir annarri stuðningsyfirlýsingu í safnið fyrir mikilvægt forval Líkur Biden hafa aukist gífurlega Heilt yfir segja sérfræðingar að Biden sé mun líklegri en Sanders til að tryggja sér tilnefningu flokksins. Líkön tölfræðivefsins Fivethirtyeight segja til dæmis að líkurnar séu 99 af hundrað, Biden í vil. Reglurnar í forvalinu eru að mörgu leyti undarlegar og verði gengi Biden í takt við kannanir gæti forskot hans aukist til muna, samkvæmt greiningu AP fréttaveitunnar. Sanders hefur þó varið gífurlegu púðri í kosningabaráttu sinni í Michigan. Þrátt fyrir að kannanir sýna Biden með mikið forskot í ríkinu var staðan svipuð árið 2016 þegar Sanders vann óvæntan sigur þar sem hleypti nýju lífi í framboð hans gegn Hillary Clinton. Sanders bindur miklar vonir við að hið sama sé upp á teningnum núna. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Þeir Joe Biden og Bernie Sanders munu í kvöld keppa um atkvæði Demókrata í sex ríkjum Bandaríkjanna. Kosningar verða haldnar í Michigan, Washington, Missouri, Mississippi og Idaho. Í Norður-Dakóta verða haldnir kjörfundir. Heilt yfir eru 352 landsfundarfulltrúar í boði í kvöld, flestir í Michigan. Frambjóðandi þarf 1.991 fulltrúa til að tryggja sér tilnefningu Demókrataflokksins en Biden hefur þegar tryggt sér 670 fulltrúa og Sanders 574. Tulsi Gabbard er tæknilega séð enn í framboði en hún hefur einungis fengið tvo fulltrúa. Fulltrúar sem frambjóðendur sem eru hættir höfðu tryggt sér munu að mestu dreifast niður á þá sem eftir eru, eftir því hvernig þeim gekk í tilkomandi ríkjum. Kannanir síðustu daga gefa í skyn að Biden njóti góðs forskots gegn Sanders fyrir kvöldið, nema í Washington þar sem Sanders mælist með nauman meirihluta. Biden er með sérstaklega mikið forskot í Mississippi, Missouri og Michigan. Sjá einnig: Biden bætir annarri stuðningsyfirlýsingu í safnið fyrir mikilvægt forval Líkur Biden hafa aukist gífurlega Heilt yfir segja sérfræðingar að Biden sé mun líklegri en Sanders til að tryggja sér tilnefningu flokksins. Líkön tölfræðivefsins Fivethirtyeight segja til dæmis að líkurnar séu 99 af hundrað, Biden í vil. Reglurnar í forvalinu eru að mörgu leyti undarlegar og verði gengi Biden í takt við kannanir gæti forskot hans aukist til muna, samkvæmt greiningu AP fréttaveitunnar. Sanders hefur þó varið gífurlegu púðri í kosningabaráttu sinni í Michigan. Þrátt fyrir að kannanir sýna Biden með mikið forskot í ríkinu var staðan svipuð árið 2016 þegar Sanders vann óvæntan sigur þar sem hleypti nýju lífi í framboð hans gegn Hillary Clinton. Sanders bindur miklar vonir við að hið sama sé upp á teningnum núna.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira