Grikkir hafna því að þeir reki leynifangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2020 15:53 Grikkir eru sakaðir um að brjóta á mannréttindum flóttafólks sem reynir að komast til Evrópu frá Tyrklandi. Vísir/EPA Talsmaður grísku ríkisstjórnarinnar þvertekur fyrir að hún reki leynifangelsi þar sem flóttafólki er haldið og neitað um að leggja fram hælisumsókn eða ræða við lögfræðing. New York Times greindi frá leynifangelsinu sem er sagt nærri landamærum Grikklands og Tyrklands. Tugir þúsunda sýrlenskra flóttamanna hafa reynt að komast inn í Grikkland eftir að tyrknesk stjórnvöld ákváðu að halda þeim ekki lengur þar og byrjaði að flytja þá að landamærunum. Grikkir lokuðu landamærunum og hættu að taka við hælisumsóknum í kjölfarið. Lýsingar flóttamanna sem New York Times ræddi við voru á þá leið að þeir hefðu verið fluttir í fangageymslu þar sem þeir fengu hvorki að tala við lögfræðing né leggja fram umsókn um alþjóðlega vernd. Lögreglumenn hafi svo flutt þá aftur yfir til Tyrklands. Fyrrverandi sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna sagðist telja aðfarir Grikkja stríða gegn alþjóðalögum. Stelios Petsas, talsmaður grísku ríkisstjórnarinnar, svaraði fyrirspurn New York Times um leynifangelsið ekki beint. Nú fullyrðir hann að ekkert sé hæft í fréttinni. Algert gegnsæi ríki um landamæraeftirlit og öryggi þar. Stjórnarskrá Grikklands sé virt. „Það eru engin leynifangelsi í Grikklandi,“ segir Petsas sem færði einnig rök fyrir því að ef alþjóðlegt dagblað vissi um fangelsið væri það ekki leynilegt, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þá hafnaði Petsas því að grískir her- eða lögreglumenn hefðu drepið flóttamenn á landamærunum. New York Times vísaði í myndbandsupptökur og framburð vitna um að í það minnsta einn sýrlensku flóttamaður hefði verið skotinn til bana í síðustu viku. „Við höfum hafnað afdráttarlaust að slíkt hafi verið á ferðinni, að minnsta kosti af hálfu Grikklands…Þetta er skipulagður tyrkneskur áróður og dreifing falsfrétta,“ sagði Petsas. Grikkland Tyrkland Flóttamenn Tengdar fréttir Grikkir sagðir halda flóttafólki í leynifangelsi Fyrrverandi sendifulltrúi SÞ vegna mannréttinda flóttafólks telur grísk stjórnvöld brjóta réttindi flóttafólks með leynifangelsi nærri landamærunum að Tyrklandi. New York Times segir að sýrlensku flóttafólki sé haldið þar áður en því sé vísað úr landi án þess að vera gefið tækifæri til að sækja um hæli eða ræða við lögmann. 11. mars 2020 10:55 Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Talsmaður grísku ríkisstjórnarinnar þvertekur fyrir að hún reki leynifangelsi þar sem flóttafólki er haldið og neitað um að leggja fram hælisumsókn eða ræða við lögfræðing. New York Times greindi frá leynifangelsinu sem er sagt nærri landamærum Grikklands og Tyrklands. Tugir þúsunda sýrlenskra flóttamanna hafa reynt að komast inn í Grikkland eftir að tyrknesk stjórnvöld ákváðu að halda þeim ekki lengur þar og byrjaði að flytja þá að landamærunum. Grikkir lokuðu landamærunum og hættu að taka við hælisumsóknum í kjölfarið. Lýsingar flóttamanna sem New York Times ræddi við voru á þá leið að þeir hefðu verið fluttir í fangageymslu þar sem þeir fengu hvorki að tala við lögfræðing né leggja fram umsókn um alþjóðlega vernd. Lögreglumenn hafi svo flutt þá aftur yfir til Tyrklands. Fyrrverandi sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna sagðist telja aðfarir Grikkja stríða gegn alþjóðalögum. Stelios Petsas, talsmaður grísku ríkisstjórnarinnar, svaraði fyrirspurn New York Times um leynifangelsið ekki beint. Nú fullyrðir hann að ekkert sé hæft í fréttinni. Algert gegnsæi ríki um landamæraeftirlit og öryggi þar. Stjórnarskrá Grikklands sé virt. „Það eru engin leynifangelsi í Grikklandi,“ segir Petsas sem færði einnig rök fyrir því að ef alþjóðlegt dagblað vissi um fangelsið væri það ekki leynilegt, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þá hafnaði Petsas því að grískir her- eða lögreglumenn hefðu drepið flóttamenn á landamærunum. New York Times vísaði í myndbandsupptökur og framburð vitna um að í það minnsta einn sýrlensku flóttamaður hefði verið skotinn til bana í síðustu viku. „Við höfum hafnað afdráttarlaust að slíkt hafi verið á ferðinni, að minnsta kosti af hálfu Grikklands…Þetta er skipulagður tyrkneskur áróður og dreifing falsfrétta,“ sagði Petsas.
Grikkland Tyrkland Flóttamenn Tengdar fréttir Grikkir sagðir halda flóttafólki í leynifangelsi Fyrrverandi sendifulltrúi SÞ vegna mannréttinda flóttafólks telur grísk stjórnvöld brjóta réttindi flóttafólks með leynifangelsi nærri landamærunum að Tyrklandi. New York Times segir að sýrlensku flóttafólki sé haldið þar áður en því sé vísað úr landi án þess að vera gefið tækifæri til að sækja um hæli eða ræða við lögmann. 11. mars 2020 10:55 Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Grikkir sagðir halda flóttafólki í leynifangelsi Fyrrverandi sendifulltrúi SÞ vegna mannréttinda flóttafólks telur grísk stjórnvöld brjóta réttindi flóttafólks með leynifangelsi nærri landamærunum að Tyrklandi. New York Times segir að sýrlensku flóttafólki sé haldið þar áður en því sé vísað úr landi án þess að vera gefið tækifæri til að sækja um hæli eða ræða við lögmann. 11. mars 2020 10:55
Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13