Trump og Pence ætla ekki að gangast undir rannsókn Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2020 13:58 Hér má sjá þá Trump, Bolsonaro og Pence. Yfir vinstri öxl Trump má sjá hluta andlits Wajngarten, sem er smitaður af kórónuveirunni. AP/Alan Santos Hvorki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, né Mike Pence, varaforseti, munu gangast undir rannsókn við Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, eftir að brasilískur embættismaður sem fundaði nýverið með þeim greindist með veiruna. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu segir að Trump og Pence hafi átt í litlum samskiptum við viðkomandi embættismann og því þurfi þeir ekki að senda sýni til rannsóknar. Öldungadeildarþingmennirnir Lindsay Graham og Rick Scott, sem sátu einnig fundi með viðkomandi embættismanni, hafa ákveðið að fara í sóttkví vegna heimsóknar brasilíska embættismannsins. Sá heitir Fabio Wajngarten og er aðstoðarmaður Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu. Þeir funduðu á dögunum með Trump, Pence og fleirum í klúbbi Trump í Flórída. Eftir fundina snæddi Trump með Bolsonaro, Wajngarten og öðrum úr sendinefndinni frá Brasilíu. Eftir það sótti Wajngarten afmælisveislu Kimberly Guilfoyle, sem starfar við forsetaframboð Trump og er kærasta sonar hans. Á einni ljósmynd sem tekin var má sjá Wajngarten standa við hlið Trump, öxl í öxl, og þar að auki er til myndband þar sem Wajngarten stendur bakvið Trump og Bolsonaro á meðan þeir ræddu við almenning. Þrátt fyrir það segir Stephanie Grisham, talskona Trump, að „bæði forsetinn og varaforsetinn hafi átt í nánast engum samskiptum“ við Wajngarten og því þyrftu ekki að fara fram rannsókn á því hvort þeir séu mögulega smitaðir. Þar að auki stendur ekki til að þeir fari í sóttkví. Peter Dutton, innanríkisráðherra Ástralíu, lýsti því yfir í morgun að hann sé smitaður af kórónuveirunni. Í síðustu viku var hann staddur í Bandaríkjunum þar sem hann fundaði með Ivönku Trump, dóttur forsetans, William Barr, dómsmálaráðherra, og öðrum embættismönnum Hvíta hússins. Trump reiður Reiði Trump hefur aukist verulega á undanförnum dögum yfir því að hafa ekki tekist að draga úr áhrifum útbreiðslu kórónuveirunnar á samfélagið í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildarmönnum CNN úr Hvíta húsinu telur Trump að öfl innan Bandaríkjanna séu að reyna að nota faraldurinn til að grafa undan honum og jafnvel eyðileggja forsetatíð hans. Trump hefur verið gagnrýndur fyrir viðbrögð hans við faraldrinum og ummæli um hann, þar sem hann hefur dregið úr alvarleika málsins og jafnvel sagt að fólk gæti alveg farið í vinnuna, þó það væri smitað. Á miðvikudaginn hélt hann ræðu úr skrifstofu forsetans og vonaðist hann til þess að það myndi draga úr gagnrýni í hans garð. Þvert á móti hefur hún aukist vegna ósanninda sem komu fram í ræðunni og leiddu til mikils usla og óvissu. Fyrr í dag gagnrýndi forsetinn Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) harðlega á Twitter. Hann sagði forsvarsmenn stofnunarinnar hafa varið áratugum í að skoða viðbragðskerfi hennar og sakaði þá um aðgerðaleysi. Þar að auki sagði hann ranglega að breytingar Barack Obama, forvera hans, hafi gert honum erfiðara að bregðast við kórónuveirunni. Trump segist þó sjálfur hafa lagað vandamálið og nú sé allt tilbúið. .... Their response to H1N1 Swine Flu was a full scale disaster, with thousands dying, and nothing meaningful done to fix the testing problem, until now. The changes have been made and testing will soon happen on a very large scale basis. All Red Tape has been cut, ready to go!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 13, 2020 Trump segir ekki nákvæmlega hvaða breytingar Obama á að hafa gert sem komu niður á viðbrögðum CDC við faraldri. Hann hefur lagt fram svipaða gagnrýni áður en hún átti ekki við rök að styðjast. Þá vísaði Trump í reglugerðir sem tóku aldrei gildi. Þá er vert að benda á að Trump hefur verið forseti í rúm þrjú ár. Á þeim tíma batt hann enda á sérstakt viðbragðsteymi við smitsjúkdómum sem Obama stofnaði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Hvorki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, né Mike Pence, varaforseti, munu gangast undir rannsókn við Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, eftir að brasilískur embættismaður sem fundaði nýverið með þeim greindist með veiruna. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu segir að Trump og Pence hafi átt í litlum samskiptum við viðkomandi embættismann og því þurfi þeir ekki að senda sýni til rannsóknar. Öldungadeildarþingmennirnir Lindsay Graham og Rick Scott, sem sátu einnig fundi með viðkomandi embættismanni, hafa ákveðið að fara í sóttkví vegna heimsóknar brasilíska embættismannsins. Sá heitir Fabio Wajngarten og er aðstoðarmaður Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu. Þeir funduðu á dögunum með Trump, Pence og fleirum í klúbbi Trump í Flórída. Eftir fundina snæddi Trump með Bolsonaro, Wajngarten og öðrum úr sendinefndinni frá Brasilíu. Eftir það sótti Wajngarten afmælisveislu Kimberly Guilfoyle, sem starfar við forsetaframboð Trump og er kærasta sonar hans. Á einni ljósmynd sem tekin var má sjá Wajngarten standa við hlið Trump, öxl í öxl, og þar að auki er til myndband þar sem Wajngarten stendur bakvið Trump og Bolsonaro á meðan þeir ræddu við almenning. Þrátt fyrir það segir Stephanie Grisham, talskona Trump, að „bæði forsetinn og varaforsetinn hafi átt í nánast engum samskiptum“ við Wajngarten og því þyrftu ekki að fara fram rannsókn á því hvort þeir séu mögulega smitaðir. Þar að auki stendur ekki til að þeir fari í sóttkví. Peter Dutton, innanríkisráðherra Ástralíu, lýsti því yfir í morgun að hann sé smitaður af kórónuveirunni. Í síðustu viku var hann staddur í Bandaríkjunum þar sem hann fundaði með Ivönku Trump, dóttur forsetans, William Barr, dómsmálaráðherra, og öðrum embættismönnum Hvíta hússins. Trump reiður Reiði Trump hefur aukist verulega á undanförnum dögum yfir því að hafa ekki tekist að draga úr áhrifum útbreiðslu kórónuveirunnar á samfélagið í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildarmönnum CNN úr Hvíta húsinu telur Trump að öfl innan Bandaríkjanna séu að reyna að nota faraldurinn til að grafa undan honum og jafnvel eyðileggja forsetatíð hans. Trump hefur verið gagnrýndur fyrir viðbrögð hans við faraldrinum og ummæli um hann, þar sem hann hefur dregið úr alvarleika málsins og jafnvel sagt að fólk gæti alveg farið í vinnuna, þó það væri smitað. Á miðvikudaginn hélt hann ræðu úr skrifstofu forsetans og vonaðist hann til þess að það myndi draga úr gagnrýni í hans garð. Þvert á móti hefur hún aukist vegna ósanninda sem komu fram í ræðunni og leiddu til mikils usla og óvissu. Fyrr í dag gagnrýndi forsetinn Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) harðlega á Twitter. Hann sagði forsvarsmenn stofnunarinnar hafa varið áratugum í að skoða viðbragðskerfi hennar og sakaði þá um aðgerðaleysi. Þar að auki sagði hann ranglega að breytingar Barack Obama, forvera hans, hafi gert honum erfiðara að bregðast við kórónuveirunni. Trump segist þó sjálfur hafa lagað vandamálið og nú sé allt tilbúið. .... Their response to H1N1 Swine Flu was a full scale disaster, with thousands dying, and nothing meaningful done to fix the testing problem, until now. The changes have been made and testing will soon happen on a very large scale basis. All Red Tape has been cut, ready to go!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 13, 2020 Trump segir ekki nákvæmlega hvaða breytingar Obama á að hafa gert sem komu niður á viðbrögðum CDC við faraldri. Hann hefur lagt fram svipaða gagnrýni áður en hún átti ekki við rök að styðjast. Þá vísaði Trump í reglugerðir sem tóku aldrei gildi. Þá er vert að benda á að Trump hefur verið forseti í rúm þrjú ár. Á þeim tíma batt hann enda á sérstakt viðbragðsteymi við smitsjúkdómum sem Obama stofnaði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira