Gert að draga úr útblæstri um 50 prósent í skiptum fyrir ríkisaðstoð Atli Ísleifsson skrifar 26. maí 2020 09:47 Vélar Air France á Orly-flugvelli í París. Getty Stjórnvöld í Frakklandi hafa sett ströng skilyrði um að flugfélagið Air France dragi hressilega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, ætli það sér að fá ríkisaðstoð til að bjarga sér úr ástandinu vegna heimsfaraldursins. Líkt og með önnur flugfélög hefur faraldur kórónuveirunnar leikið félagið grátt og hefur farþegum fækkað um rúmlega 80 prósent frá því fyrir faraldur. Fréttaskýrendur segja að skilyrði Frakklandsstjórnar þýði að félagið verði að svo gott sem hætta öllu innanlandsflugi á leiðum þar sem lestarferðir eru raunhæfur og hraður valkostur. Um 50 prósent fyrir árið 2024 Forsvarsmenn Air France segja að nokkur ár komi til með að líða þar til að flugbransinn nái fyrra umfangi. Flugfélagið og frönsk stjórnvöld eiga nú í viðræðum um ríkisaðstoð sem fæli í sér að félagið fengi sjö milljarða evra, um 1.083 milljarða íslenskra króna, í lán og lán í ríkisábyrgð. Í skiptum fyrir aðstoðina krefst franska ríkið að Air France dragi úr útblæstri um 50 prósent fyrir árið 2024, að því er segir í frétt Le Figaro. Er haft eftir umhverfisráðherranum Elisabeth Borne að forsvarsmenn Air France hafi samþykkt skilmála um 50 prósent samdrátt í útblæstri. Ekki liggur þó fyrir að svo stöddu hvernig flugfélagið ætli sér að standa við loforðin um minni útblástur. Franski fjármálaráðherrann Bruno Le Maire.Getty Allir í lestirnar „Það er engin ástæða til að fljúga þegar hægt er að ferðast með lest á skemmri tíma en tveimur og hálfum tíma,“ segir fjármálaráðherrann Bruno Le Maire, en í Frakklandi er að finna elsta og næststærsta háhraðalestakerfi álfunnar. Ferðast TGV-lestirnar að jafnaði um á 320 kílómetra hraða. Air France flýgur nú til sextán borga víðs vegar um Frakkland og er fjarlægðin milli margra þeirra vel innan þeirra marka sem fjármálaráðherrann Le Maire talar um. Air France hefur einnig gripið til fleiri aðgerða til að bregðast við faraldrinum. Þannig var greint frá því í síðustu viku að níu A380 risaþotur flugfélagsins hafi verið teknar úr umferð, en áður hafði verið miðað við að það myndi gerast árið 2022. Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Stjórnvöld í Frakklandi hafa sett ströng skilyrði um að flugfélagið Air France dragi hressilega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, ætli það sér að fá ríkisaðstoð til að bjarga sér úr ástandinu vegna heimsfaraldursins. Líkt og með önnur flugfélög hefur faraldur kórónuveirunnar leikið félagið grátt og hefur farþegum fækkað um rúmlega 80 prósent frá því fyrir faraldur. Fréttaskýrendur segja að skilyrði Frakklandsstjórnar þýði að félagið verði að svo gott sem hætta öllu innanlandsflugi á leiðum þar sem lestarferðir eru raunhæfur og hraður valkostur. Um 50 prósent fyrir árið 2024 Forsvarsmenn Air France segja að nokkur ár komi til með að líða þar til að flugbransinn nái fyrra umfangi. Flugfélagið og frönsk stjórnvöld eiga nú í viðræðum um ríkisaðstoð sem fæli í sér að félagið fengi sjö milljarða evra, um 1.083 milljarða íslenskra króna, í lán og lán í ríkisábyrgð. Í skiptum fyrir aðstoðina krefst franska ríkið að Air France dragi úr útblæstri um 50 prósent fyrir árið 2024, að því er segir í frétt Le Figaro. Er haft eftir umhverfisráðherranum Elisabeth Borne að forsvarsmenn Air France hafi samþykkt skilmála um 50 prósent samdrátt í útblæstri. Ekki liggur þó fyrir að svo stöddu hvernig flugfélagið ætli sér að standa við loforðin um minni útblástur. Franski fjármálaráðherrann Bruno Le Maire.Getty Allir í lestirnar „Það er engin ástæða til að fljúga þegar hægt er að ferðast með lest á skemmri tíma en tveimur og hálfum tíma,“ segir fjármálaráðherrann Bruno Le Maire, en í Frakklandi er að finna elsta og næststærsta háhraðalestakerfi álfunnar. Ferðast TGV-lestirnar að jafnaði um á 320 kílómetra hraða. Air France flýgur nú til sextán borga víðs vegar um Frakkland og er fjarlægðin milli margra þeirra vel innan þeirra marka sem fjármálaráðherrann Le Maire talar um. Air France hefur einnig gripið til fleiri aðgerða til að bregðast við faraldrinum. Þannig var greint frá því í síðustu viku að níu A380 risaþotur flugfélagsins hafi verið teknar úr umferð, en áður hafði verið miðað við að það myndi gerast árið 2022.
Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira