Heimilið hangir á bláþræði en hundinum sem hvarf í skriðuna bjargað upp í þyrlu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júní 2020 22:54 Ótrúlegt þykir að hundurinn hafi komist lífs af. Mynd/Samsett Foreldar Tore Andre Pedersen Hagalid í Talvik í Noregi horfðu á eftir fjölskylduhundinum Raiju hverfa í gríðarmikla aurskriðu sem féll í sjóinn síðdegis í dag. Fjölskylduheimilið hangir á bláþræði við efri mörk skriðunnar en hundurinn fannst heill á húfi, og var bjargað upp í þyrlu. Líkt og Vísir sagði frá fyrr í kvöld féll gríðarmikil jarðskriða, um 650 löng í haf út í Talvík við Altafjörð í Norður-Noregi í dag. Átta hús sópuðust með skriðunni út á haf. Á myndbandi má sjá hvernig gríðarstór fleki fer af stað og út í sjó. Töluvert eignartjón en svo virðist sem að enginn hafi slasast í skriðunni. Í samtali við NRK segir Tore Andre að fjölskylda hans trúi ekki að björgunarmenn hafi komið auga á hundinn og að hann hafi sloppið tiltölulega óhultur en í myndbandi hér fyrir neðan má sjá augnablikið sem hundinum er komið til bjargar. Þau hafi talið nær öruggt að hundurinn hafi drepist í skriðunni. „Það er algjörlega ótrúlegt að hún hafi sloppið og alveg ótrúlega ánægjulegt,“ sagði Tore Andre í samtali við NRK. Allt svæðið fyrir framan fjölskylduheimili Tore Andre er horfið og á myndum í frétt NRK má sjá hvernig húsið hangir á bláþræði við efri mörk skriðunnar. Óvíst er hvenær fjölskylda hans getur snúið heim aftur en lögregla hefur varað við því að frekari skriður geti fallið á svæðinu. Just now in Alta, Norway: Huge mudslide dragging several houses into the sea. pic.twitter.com/xR4t5zLI7m— Jan Fredrik Drabløs (@JanFredrikD) June 3, 2020 Noregur Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Airbus veðjar á vetni í rafmagnsflugvélum Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Sjá meira
Foreldar Tore Andre Pedersen Hagalid í Talvik í Noregi horfðu á eftir fjölskylduhundinum Raiju hverfa í gríðarmikla aurskriðu sem féll í sjóinn síðdegis í dag. Fjölskylduheimilið hangir á bláþræði við efri mörk skriðunnar en hundurinn fannst heill á húfi, og var bjargað upp í þyrlu. Líkt og Vísir sagði frá fyrr í kvöld féll gríðarmikil jarðskriða, um 650 löng í haf út í Talvík við Altafjörð í Norður-Noregi í dag. Átta hús sópuðust með skriðunni út á haf. Á myndbandi má sjá hvernig gríðarstór fleki fer af stað og út í sjó. Töluvert eignartjón en svo virðist sem að enginn hafi slasast í skriðunni. Í samtali við NRK segir Tore Andre að fjölskylda hans trúi ekki að björgunarmenn hafi komið auga á hundinn og að hann hafi sloppið tiltölulega óhultur en í myndbandi hér fyrir neðan má sjá augnablikið sem hundinum er komið til bjargar. Þau hafi talið nær öruggt að hundurinn hafi drepist í skriðunni. „Það er algjörlega ótrúlegt að hún hafi sloppið og alveg ótrúlega ánægjulegt,“ sagði Tore Andre í samtali við NRK. Allt svæðið fyrir framan fjölskylduheimili Tore Andre er horfið og á myndum í frétt NRK má sjá hvernig húsið hangir á bláþræði við efri mörk skriðunnar. Óvíst er hvenær fjölskylda hans getur snúið heim aftur en lögregla hefur varað við því að frekari skriður geti fallið á svæðinu. Just now in Alta, Norway: Huge mudslide dragging several houses into the sea. pic.twitter.com/xR4t5zLI7m— Jan Fredrik Drabløs (@JanFredrikD) June 3, 2020
Noregur Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Airbus veðjar á vetni í rafmagnsflugvélum Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Sjá meira