Birta hótunarbréfið í fyrsta sinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júní 2020 23:30 Anne-Elisabeth Hagen hvarf af heimili sínu og eiginmanns síns, Tom Hagen, 31. október 2018. Samsett/EPA Norska dagblaðið VG birti í dag hótunarbréf sem auðjöfurinn Tom Hagen segir að hann hafi fengið sent eftir að eiginkona hans, Anne-Elisabeth Hagen, hvarf af heimili þeirra hjóna í Lorenskógi árið 2018. Lögregla telur að bréfið hafi verið skrifað til að villa um fyrir rannsakendum og hylma yfir morðið á Anne-Elisabeth, sem Tom Hagen sjálfur er grunaður um að hafa framið. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan 31. október 2018. Strax sama dag hitti Tom Hagen lögregluþjón á bensínstöð í grennd við heimili hjónanna og sýndi honum fimm blaðsíðna bréf, sem sá fyrrnefndi kvaðst hafa fundið þegar hann kom heim úr vinnu fyrr um daginn að vitja konu sinnar. Frelsi fram yfir peninga VG birtir í dag umrætt bréf í heild sinni í fyrsta sinn, í hverju meintir mannræningjar Anne-Elisabeth útlista kröfur sínar. Viðkvæmar upplýsingar á borð við nöfn, netföng og lykilorð hafa verið máðar út en annars er bréfið sagt í upprunalegri mynd. Það hefst á eftirfarandi orðum, öll rituð í hástöfum: „VIÐ ERUM MEÐ KONU ÞÍNA ANNE-ELISABETH. EF ÞÚ VILT SJÁ HANA AFTUR. SKALT ÞÚ LESA OG FARA ALGJÖRLEGA EFTIR LEIÐBEININGUNUM.“ Þá kveðst bréfritari hafa fylgst með Anne-Elisabeth og nokkrum skyldmennum hennar um langt skeið. „EF ÞÚ BLANDAR LÖGREGLU OG FJÖLMIÐLUM Í MÁLIÐ SETUR ÞÚ ÞRÝSTING Á OKKUR. SÉUM VIÐ BEITTIR OF MIKLUM ÞRÝSTINGI KJÓSUM VIÐ FRELSI FRAM YFIR PENINGA. VIÐ TÖKUM MINNI ÁHÆTTU MEÐ ÞVÍ AÐ DREPA OG LOSA OKKUR VIÐ LÍK ANNE ELISABETH OG HVERFA.“ Lausnargjaldskrafa meintra mannræningja, sem hljóðaði upp á níu milljónir evra í hinni órekjanlegu rafmynt Monero líkt og áður hefur verið fjallað um, er lögð fram í bréfinu. Þá lætur bréfritari fylgja ítarlegar leiðbeiningar um það hvernig fjárfesta eigi í umræddri rafmynt. Hér má nálgast bréfið í heild á vef VG. Það var þetta bréf, sem nú hefur verið gert opinbert í fyrsta sinn, sem varð til þess að rannsókninni á hvarfi Anne-Elisabeth var haldið leyndri í tíu vikur. Lögregla vildi stíga eins varlega til jarðar og unnt var, þar sem Anne-Elisabeth var talin í mikilli hættu. Á þessum tímapunkti gekk lögregla enda út frá því að Anne-Elisabeth hefði verið rænt og mannræningjarnir hefðu skilið bréfið eftir á vettvangi. Síðar breytti lögregla tilgátu sinni og gaf út að hún teldi að Anne-Elisabeth hefði verið myrt. Í lok apríl síðastliðnum var Tom Hagen handtekinn, grunaður um að hafa orðið konu sinni að bana. Kröfu um gæsluvarðhald yfir honum var þó hafnað og hann hefur verið frjáls ferða sinna síðan í byrjun maí. Tom Hagen neitar alfarið sök og segist ekkert hafa með hvarf konu sinnar að gera. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Sjá meira
Norska dagblaðið VG birti í dag hótunarbréf sem auðjöfurinn Tom Hagen segir að hann hafi fengið sent eftir að eiginkona hans, Anne-Elisabeth Hagen, hvarf af heimili þeirra hjóna í Lorenskógi árið 2018. Lögregla telur að bréfið hafi verið skrifað til að villa um fyrir rannsakendum og hylma yfir morðið á Anne-Elisabeth, sem Tom Hagen sjálfur er grunaður um að hafa framið. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan 31. október 2018. Strax sama dag hitti Tom Hagen lögregluþjón á bensínstöð í grennd við heimili hjónanna og sýndi honum fimm blaðsíðna bréf, sem sá fyrrnefndi kvaðst hafa fundið þegar hann kom heim úr vinnu fyrr um daginn að vitja konu sinnar. Frelsi fram yfir peninga VG birtir í dag umrætt bréf í heild sinni í fyrsta sinn, í hverju meintir mannræningjar Anne-Elisabeth útlista kröfur sínar. Viðkvæmar upplýsingar á borð við nöfn, netföng og lykilorð hafa verið máðar út en annars er bréfið sagt í upprunalegri mynd. Það hefst á eftirfarandi orðum, öll rituð í hástöfum: „VIÐ ERUM MEÐ KONU ÞÍNA ANNE-ELISABETH. EF ÞÚ VILT SJÁ HANA AFTUR. SKALT ÞÚ LESA OG FARA ALGJÖRLEGA EFTIR LEIÐBEININGUNUM.“ Þá kveðst bréfritari hafa fylgst með Anne-Elisabeth og nokkrum skyldmennum hennar um langt skeið. „EF ÞÚ BLANDAR LÖGREGLU OG FJÖLMIÐLUM Í MÁLIÐ SETUR ÞÚ ÞRÝSTING Á OKKUR. SÉUM VIÐ BEITTIR OF MIKLUM ÞRÝSTINGI KJÓSUM VIÐ FRELSI FRAM YFIR PENINGA. VIÐ TÖKUM MINNI ÁHÆTTU MEÐ ÞVÍ AÐ DREPA OG LOSA OKKUR VIÐ LÍK ANNE ELISABETH OG HVERFA.“ Lausnargjaldskrafa meintra mannræningja, sem hljóðaði upp á níu milljónir evra í hinni órekjanlegu rafmynt Monero líkt og áður hefur verið fjallað um, er lögð fram í bréfinu. Þá lætur bréfritari fylgja ítarlegar leiðbeiningar um það hvernig fjárfesta eigi í umræddri rafmynt. Hér má nálgast bréfið í heild á vef VG. Það var þetta bréf, sem nú hefur verið gert opinbert í fyrsta sinn, sem varð til þess að rannsókninni á hvarfi Anne-Elisabeth var haldið leyndri í tíu vikur. Lögregla vildi stíga eins varlega til jarðar og unnt var, þar sem Anne-Elisabeth var talin í mikilli hættu. Á þessum tímapunkti gekk lögregla enda út frá því að Anne-Elisabeth hefði verið rænt og mannræningjarnir hefðu skilið bréfið eftir á vettvangi. Síðar breytti lögregla tilgátu sinni og gaf út að hún teldi að Anne-Elisabeth hefði verið myrt. Í lok apríl síðastliðnum var Tom Hagen handtekinn, grunaður um að hafa orðið konu sinni að bana. Kröfu um gæsluvarðhald yfir honum var þó hafnað og hann hefur verið frjáls ferða sinna síðan í byrjun maí. Tom Hagen neitar alfarið sök og segist ekkert hafa með hvarf konu sinnar að gera.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Sjá meira