Búast við fjölmennum mótmælum í Washington Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2020 11:33 Borgarstjórinn lét letra „Svört líf skipta máli“ á 16. stræti sem liggur að Hvíta húsinu í gær. Búist er við einum fjölmennustu mótmælum í sögu borgarinnar í dag. Vísir/EPA Yfirvöld í Washington-borg búa sig undir fjölmenn mótmæli þar í dag á sama tíma og ákveðið hefur verið að afvopna þjóðvarðliða og senda hermenn heim frá borginni. Samstöðumótmæli vegna dauða óvopnaðs blökkumanns í haldi lögreglu fóru fram í Ástralíu og Asíu í dag. Dauði George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunna í Minneapolis í síðustu viku hefur valdið mikilli reiði í Bandaríkjunum og víða um heim. Hann lést eftir að lögreglumaður hvíldi hné sitt á hálsinum á honum í um níu mínútur á meðan þrír aðrir lögregluþjónar stóðu hjá. Þeir hafa nú verið ákærðir fyrir morð. Mótmæli gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþátthyggju hafa geisað í kjölfarið en þeim hafa sums staðar fylgt óeirðir og gripdeildir. Lögreglumenn hafa víða gerst sekir um ofbeldi og hörku gegn mótmælendunum. Búist er við miklum mannfjölda í Washington-borg á tólfta degi mótmælanna í dag, að sögn Peters Newsham, lögreglustjórans þar. Mótmælin gætu jafnvel orðin ein þau stærstu í sögu borgarinnar. Aðgerðasinnar hafa kallað eftir milljón manna mótmælum í höfuðstaðnum. Donald Trump forseti vakti furðu og reiði á öðrum degi hvítasunnu þegar hann hótaði að láta herinn kveða niður mótmæli og óspektir í landinu. Núverandi og fyrrverandi yfirmenn hersins hafa mótmælt þeim áformum. Washington Post segir að varnarmálaráðuneytið hafi nú ákveðið að skipa þjóðvarðliðum sem voru kallaðir út í höfuðborginni að nota ekki skotvopn eða skotfæri og að hermenn sem voru sendir að henni verði afturkallaðir. Þrátt fyrir að Trump hafi verið harðorður í yfirlýsingum um mótmælendur hefur hann einnig lýst andstyggð á myndbandi sem sýndi dauða Floyd í haldi lögreglunnar. Í gær virtist hann þó byrjaður að draga í land með það. Þá endurtísti Trump tísti þar sem réttmæti þess að Floyd væri hampað sem „hetju“ var dregið í efa. I don't care WHAT George Floyd did. The officer should have never treated him like that and killed him! But we still must ask: Is he a HERO? BLEXIT founder @RealCandaceO gave her thoughts: "The fact that he has been held up as a martyr sickens me." pic.twitter.com/0Tm47x5Cc8— Glenn Beck (@glennbeck) June 4, 2020 Mótmæltu ofbeldi í Bandaríkjunum og í heimalandinu Þúsundir manna komu saman í borgum í Ástralíu og hundruð í Tókýó og Seúl til þess að sýna bandarísku mótmælendum samstöðu sína í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Búist er við sambærilegum mótmælum víð í Evrópu. Í Brisbane, þar sem mótmælendur voru með grímur og gættu að félagsforðum vegna kórónuveirufaraldursins, kom um 10.000 manns saman friðsamlega og héldu á lofti skiltum sem á var letrað „Svört líf skipta máli“, slagorði mótmælenda í Bandaríkjunum. Sumir vöfðu um sig fána frumbyggja og mótmæltu því sem þeir segja ofbeldi áströlsku lögreglunnar gegn þeim. Í Tókýó beindust mótmælin meðal annars að meðferð lögreglunnar þar á kúrdískum manni sem var stöðvaður við akstur og hrint í jörðina. „Ég vil sýna að það er kynþáttahyggja í Japan núna,“ sagði framhaldsskólanemi á mótmælunum í Tókýó við Reuters. Dauði George Floyd Bandaríkin Ástralía Japan Tengdar fréttir Deildi bréfi þar sem mótmælendur eru kallaðir hryðjuverkamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi í gær bréfi þar sem fyrrverandi lögmaður hans kallar mótmælendur hryðjuverkamenn og skrifar fjölda ósanninda og dylgjur. 5. júní 2020 09:13 „Takið hnén á ykkur af hálsunum á okkur“ Hné lögreglumannsins á hálsi George Floyd er myndlíking fyrir þann raunveruleika sem þeldökkir Bandaríkjamenn glíma við á hverjum degi að mati séra Al Sharpton. 4. júní 2020 23:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Yfirvöld í Washington-borg búa sig undir fjölmenn mótmæli þar í dag á sama tíma og ákveðið hefur verið að afvopna þjóðvarðliða og senda hermenn heim frá borginni. Samstöðumótmæli vegna dauða óvopnaðs blökkumanns í haldi lögreglu fóru fram í Ástralíu og Asíu í dag. Dauði George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunna í Minneapolis í síðustu viku hefur valdið mikilli reiði í Bandaríkjunum og víða um heim. Hann lést eftir að lögreglumaður hvíldi hné sitt á hálsinum á honum í um níu mínútur á meðan þrír aðrir lögregluþjónar stóðu hjá. Þeir hafa nú verið ákærðir fyrir morð. Mótmæli gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþátthyggju hafa geisað í kjölfarið en þeim hafa sums staðar fylgt óeirðir og gripdeildir. Lögreglumenn hafa víða gerst sekir um ofbeldi og hörku gegn mótmælendunum. Búist er við miklum mannfjölda í Washington-borg á tólfta degi mótmælanna í dag, að sögn Peters Newsham, lögreglustjórans þar. Mótmælin gætu jafnvel orðin ein þau stærstu í sögu borgarinnar. Aðgerðasinnar hafa kallað eftir milljón manna mótmælum í höfuðstaðnum. Donald Trump forseti vakti furðu og reiði á öðrum degi hvítasunnu þegar hann hótaði að láta herinn kveða niður mótmæli og óspektir í landinu. Núverandi og fyrrverandi yfirmenn hersins hafa mótmælt þeim áformum. Washington Post segir að varnarmálaráðuneytið hafi nú ákveðið að skipa þjóðvarðliðum sem voru kallaðir út í höfuðborginni að nota ekki skotvopn eða skotfæri og að hermenn sem voru sendir að henni verði afturkallaðir. Þrátt fyrir að Trump hafi verið harðorður í yfirlýsingum um mótmælendur hefur hann einnig lýst andstyggð á myndbandi sem sýndi dauða Floyd í haldi lögreglunnar. Í gær virtist hann þó byrjaður að draga í land með það. Þá endurtísti Trump tísti þar sem réttmæti þess að Floyd væri hampað sem „hetju“ var dregið í efa. I don't care WHAT George Floyd did. The officer should have never treated him like that and killed him! But we still must ask: Is he a HERO? BLEXIT founder @RealCandaceO gave her thoughts: "The fact that he has been held up as a martyr sickens me." pic.twitter.com/0Tm47x5Cc8— Glenn Beck (@glennbeck) June 4, 2020 Mótmæltu ofbeldi í Bandaríkjunum og í heimalandinu Þúsundir manna komu saman í borgum í Ástralíu og hundruð í Tókýó og Seúl til þess að sýna bandarísku mótmælendum samstöðu sína í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Búist er við sambærilegum mótmælum víð í Evrópu. Í Brisbane, þar sem mótmælendur voru með grímur og gættu að félagsforðum vegna kórónuveirufaraldursins, kom um 10.000 manns saman friðsamlega og héldu á lofti skiltum sem á var letrað „Svört líf skipta máli“, slagorði mótmælenda í Bandaríkjunum. Sumir vöfðu um sig fána frumbyggja og mótmæltu því sem þeir segja ofbeldi áströlsku lögreglunnar gegn þeim. Í Tókýó beindust mótmælin meðal annars að meðferð lögreglunnar þar á kúrdískum manni sem var stöðvaður við akstur og hrint í jörðina. „Ég vil sýna að það er kynþáttahyggja í Japan núna,“ sagði framhaldsskólanemi á mótmælunum í Tókýó við Reuters.
Dauði George Floyd Bandaríkin Ástralía Japan Tengdar fréttir Deildi bréfi þar sem mótmælendur eru kallaðir hryðjuverkamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi í gær bréfi þar sem fyrrverandi lögmaður hans kallar mótmælendur hryðjuverkamenn og skrifar fjölda ósanninda og dylgjur. 5. júní 2020 09:13 „Takið hnén á ykkur af hálsunum á okkur“ Hné lögreglumannsins á hálsi George Floyd er myndlíking fyrir þann raunveruleika sem þeldökkir Bandaríkjamenn glíma við á hverjum degi að mati séra Al Sharpton. 4. júní 2020 23:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Deildi bréfi þar sem mótmælendur eru kallaðir hryðjuverkamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi í gær bréfi þar sem fyrrverandi lögmaður hans kallar mótmælendur hryðjuverkamenn og skrifar fjölda ósanninda og dylgjur. 5. júní 2020 09:13
„Takið hnén á ykkur af hálsunum á okkur“ Hné lögreglumannsins á hálsi George Floyd er myndlíking fyrir þann raunveruleika sem þeldökkir Bandaríkjamenn glíma við á hverjum degi að mati séra Al Sharpton. 4. júní 2020 23:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent