Framboð Trump í miklum vandræðum Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2020 16:09 Jafnvel áður en lögregluþjónn kæfði George Floyd og mótmæli og óeirðir hófust í Bandaríkjunum, átti Trump í vandræðum. AP/Patrick Semansky Líkur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á að ná endurkjöri virðast hafa versnað til muna undanfarnar vikur. Starfsmenn framboðs Donald Trump og ráðgjafar hans hafa sífellt meiri áhyggjur af stöðunni og óttast meðal annars að Trump hafi tekist það sem Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins hefur ekki tekist. Það er að kveikja gífurlegan áhuga meðal kjósenda Demókrataflokksins á því að taka þátt í kosningunum í nóvember. Jafnvel áður en lögregluþjónn kæfði George Floyd og mótmæli og óeirðir hófust í Bandaríkjunum, átti Trump í vandræðum. Viðbrögð hans við heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og meðfylgjandi efnahagsviðbrögðum höfðu verið gagnrýnd harðlega og óttast Trump-liðar að forsetinn hafi tapað fylgi mikilvægra kjósenda. Vandræðin hafa verið það mikil að Repúblikanar segja raunverulegar líkur á því að þeir gætu tapað meirihluta þeirra í öldungadeild Bandaríkjaþings. Í nýlegri könnun CNN mældist Joe Biden með 14 prósentustiga forskot á Trump meðal skráðra kjósenda á landsvísu. Þá sögðust einungis 38 prósent aðspurðra sjá störf Trump í Hvíta húsinu í jákvæðu ljósi. 57 prósent sögðu Trump standa sig illa í starfi. Mikil breyting hefur átt sér stað á stuttum tíma en í maí sögðust 45 prósent ánægð með störf hans. Trump brást reiður við þessum tölum í morgun og í tísti sagði hann kannanir CNN vera „falskar“. Hann lýsti Hillary Clinton, mótframbjóðanda sínum árið 2016, einnig sem „spilltri“ og sagði að Demókratar myndu rústa Bandaríkjunum. Nokkrum mínútum síðar hélt hann því fram að 96 prósent skráðra Repúblikana styddu hann í starfi og bætti við: „Takk fyrir!“. 96% Approval Rating in the Republican Party. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 8, 2020 Þetta er staðhæfing sem hann hefur margsinnis kastað fram á undanförnum árum. Þó hlutfallið hafi tekið breytingum á milli daga og að því hafi oft fylgt yfirlýsing um að Trump sé vinsælasti forseti Repúblikanaflokksins, hefur staðhæfingin aldrei verið sönn. Hvíta húsið hefur þar að auki aldrei getað útskýrt í hvaða könnun Trump er að vísa, þegar blaðamenn hafa falast eftir útskýringu. Trump-liðar vinna nú hörðum höndum að því að endurstilla kosningabaráttuna og þá sérstaklega með tilliti til þess að kannanir framboðs Trump sýna minni stuðning meðal eldri borgara og í mikilvægum ríkjum, samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar innan framboðsins. Forsetinn sjálfur mun hafa kvartað við ráðgjafa sína yfir stöðunni og því að hann virðist vera að tapa fyrir Biden. Trump hefur kallað eftir aðgerðum til að bæta stöðu hans. Ráðgjafar hans telja þó hæpið að hægt sé að gera Trump vinsælli meðal kjósenda og íhuga að beina spjótum sínum að Joe Biden og reyna að baða hann neikvæðu ljósi. Meðal annars ætla þeir að tengja hann við Kína, sem Trump kennir um útbreiðslu nýju kórónuveirunnar, og saka hann um spillingu, eins og þeir hafa áður gert. Í kosningunum 2016 voru óvinsældir Hillary Clinton nærri því jafn miklar og óvinsældir Trump. Reynslan sýnir að kjósendur sem var illa við báða kjósendur voru líklegri til að kjósa Trump og vonast ráðgjafar forsetans til að leika það eftir í nóvember. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Líkur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á að ná endurkjöri virðast hafa versnað til muna undanfarnar vikur. Starfsmenn framboðs Donald Trump og ráðgjafar hans hafa sífellt meiri áhyggjur af stöðunni og óttast meðal annars að Trump hafi tekist það sem Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins hefur ekki tekist. Það er að kveikja gífurlegan áhuga meðal kjósenda Demókrataflokksins á því að taka þátt í kosningunum í nóvember. Jafnvel áður en lögregluþjónn kæfði George Floyd og mótmæli og óeirðir hófust í Bandaríkjunum, átti Trump í vandræðum. Viðbrögð hans við heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og meðfylgjandi efnahagsviðbrögðum höfðu verið gagnrýnd harðlega og óttast Trump-liðar að forsetinn hafi tapað fylgi mikilvægra kjósenda. Vandræðin hafa verið það mikil að Repúblikanar segja raunverulegar líkur á því að þeir gætu tapað meirihluta þeirra í öldungadeild Bandaríkjaþings. Í nýlegri könnun CNN mældist Joe Biden með 14 prósentustiga forskot á Trump meðal skráðra kjósenda á landsvísu. Þá sögðust einungis 38 prósent aðspurðra sjá störf Trump í Hvíta húsinu í jákvæðu ljósi. 57 prósent sögðu Trump standa sig illa í starfi. Mikil breyting hefur átt sér stað á stuttum tíma en í maí sögðust 45 prósent ánægð með störf hans. Trump brást reiður við þessum tölum í morgun og í tísti sagði hann kannanir CNN vera „falskar“. Hann lýsti Hillary Clinton, mótframbjóðanda sínum árið 2016, einnig sem „spilltri“ og sagði að Demókratar myndu rústa Bandaríkjunum. Nokkrum mínútum síðar hélt hann því fram að 96 prósent skráðra Repúblikana styddu hann í starfi og bætti við: „Takk fyrir!“. 96% Approval Rating in the Republican Party. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 8, 2020 Þetta er staðhæfing sem hann hefur margsinnis kastað fram á undanförnum árum. Þó hlutfallið hafi tekið breytingum á milli daga og að því hafi oft fylgt yfirlýsing um að Trump sé vinsælasti forseti Repúblikanaflokksins, hefur staðhæfingin aldrei verið sönn. Hvíta húsið hefur þar að auki aldrei getað útskýrt í hvaða könnun Trump er að vísa, þegar blaðamenn hafa falast eftir útskýringu. Trump-liðar vinna nú hörðum höndum að því að endurstilla kosningabaráttuna og þá sérstaklega með tilliti til þess að kannanir framboðs Trump sýna minni stuðning meðal eldri borgara og í mikilvægum ríkjum, samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar innan framboðsins. Forsetinn sjálfur mun hafa kvartað við ráðgjafa sína yfir stöðunni og því að hann virðist vera að tapa fyrir Biden. Trump hefur kallað eftir aðgerðum til að bæta stöðu hans. Ráðgjafar hans telja þó hæpið að hægt sé að gera Trump vinsælli meðal kjósenda og íhuga að beina spjótum sínum að Joe Biden og reyna að baða hann neikvæðu ljósi. Meðal annars ætla þeir að tengja hann við Kína, sem Trump kennir um útbreiðslu nýju kórónuveirunnar, og saka hann um spillingu, eins og þeir hafa áður gert. Í kosningunum 2016 voru óvinsældir Hillary Clinton nærri því jafn miklar og óvinsældir Trump. Reynslan sýnir að kjósendur sem var illa við báða kjósendur voru líklegri til að kjósa Trump og vonast ráðgjafar forsetans til að leika það eftir í nóvember.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira