Fimm hundruð minnast Floyd í Houston Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. júní 2020 18:30 Jarðarför George Floyd, svarts Bandaríkjamanns sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í Minneapolis, hófst klukkan fimm. Minningarathöfn, opin almenningi, fór fram í Houston í gær en í dag safnast vinir og fjölskylda hins látna saman í kirkju í borginni til þess að kveðja Floyd. Mikill fjöldi hafði safnast saman fyrir utan kirkjuna þegar líkkistan var borin inn. Philonise Floyd, bróðir hins látna, þakkaði gestum minningarathafnar gærdagsins kærlega fyrir í nótt og minnti á að vandinn væri stærri en dauði Floyds. „Þetta er stærra en George núna. Þetta snýst um að fólk þurfi ekki að vera hrætt við lögregluna lengur,“ sagði hann. Ræðumenn minnast Floyds Þó nokkrir hafa þegar haldið ræðu við athöfnina. Al Green, svartur öldungadeildarþingmaður Demókrata frá Texas, sagði jarðarförina sýna að Floyd hafi skipt marga máli. „Eini glæpur hans var að fæðast svartur. Það var hans eini glæpur. George Floyd átti skilið að njóta sömu virðingar og allir aðrir, enda erum við öll börn Guðs. Það er afar ósanngjarnt að við skulum vera hér saman komin, en í dag viljum við fagna lífi George Floyd,“ sagði Green. Myndband frá Joe Biden, væntanlegum forsetaframbjóðanda Demókrata, var spilað í kirkjunni. Þar sagði Biden að Bandaríkjamenn mættu ekki snúa baki við þessu mikilvæga augnabliki. „Við getum ekki hundað þá kynþáttafordóma sem hrjá bandaríska sál lengur,“ sagði þessi fyrrverandi varaforseti. Þögn í Minnesota Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, gaf í dag út tilskipun um átta mínútna og fjörutíu og sex sekúndna þögn í ríkinu í minningu Floyds. Sum sé jafnlengi og lögregluþjónninn Derek Chauvin, sem hefur verið ákærður fyrir morð, kraup á hálsi Floyds. Forsetinn segir mótmælanda leiða lögregluna í gildru Ekkert lát er á mótmælum gegn lögregluofbeldi sem kviknuðu eftir atvikið í Minneapolis. Lögregluþjónar víðs vegar um Bandaríkin hafa gengið hart fram og meðal annars nást á myndband við það að beita mótmælendur ofbeldi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði sig um atvikið sem við sjáum hér á Twitter í dag. Tveir lögregluþjónar í Buffalo ýttu karlmanni á áttræðisaldri í götuna í síðustu viku og er hann enn á sjúkrahúsi eftir atvikið. Trump sagði mögulegt að maðurinn hefði reynt að leggja gildru fyrir lögreglu og þóst detta. Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Jarðarför George Floyd, svarts Bandaríkjamanns sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í Minneapolis, hófst klukkan fimm. Minningarathöfn, opin almenningi, fór fram í Houston í gær en í dag safnast vinir og fjölskylda hins látna saman í kirkju í borginni til þess að kveðja Floyd. Mikill fjöldi hafði safnast saman fyrir utan kirkjuna þegar líkkistan var borin inn. Philonise Floyd, bróðir hins látna, þakkaði gestum minningarathafnar gærdagsins kærlega fyrir í nótt og minnti á að vandinn væri stærri en dauði Floyds. „Þetta er stærra en George núna. Þetta snýst um að fólk þurfi ekki að vera hrætt við lögregluna lengur,“ sagði hann. Ræðumenn minnast Floyds Þó nokkrir hafa þegar haldið ræðu við athöfnina. Al Green, svartur öldungadeildarþingmaður Demókrata frá Texas, sagði jarðarförina sýna að Floyd hafi skipt marga máli. „Eini glæpur hans var að fæðast svartur. Það var hans eini glæpur. George Floyd átti skilið að njóta sömu virðingar og allir aðrir, enda erum við öll börn Guðs. Það er afar ósanngjarnt að við skulum vera hér saman komin, en í dag viljum við fagna lífi George Floyd,“ sagði Green. Myndband frá Joe Biden, væntanlegum forsetaframbjóðanda Demókrata, var spilað í kirkjunni. Þar sagði Biden að Bandaríkjamenn mættu ekki snúa baki við þessu mikilvæga augnabliki. „Við getum ekki hundað þá kynþáttafordóma sem hrjá bandaríska sál lengur,“ sagði þessi fyrrverandi varaforseti. Þögn í Minnesota Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, gaf í dag út tilskipun um átta mínútna og fjörutíu og sex sekúndna þögn í ríkinu í minningu Floyds. Sum sé jafnlengi og lögregluþjónninn Derek Chauvin, sem hefur verið ákærður fyrir morð, kraup á hálsi Floyds. Forsetinn segir mótmælanda leiða lögregluna í gildru Ekkert lát er á mótmælum gegn lögregluofbeldi sem kviknuðu eftir atvikið í Minneapolis. Lögregluþjónar víðs vegar um Bandaríkin hafa gengið hart fram og meðal annars nást á myndband við það að beita mótmælendur ofbeldi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði sig um atvikið sem við sjáum hér á Twitter í dag. Tveir lögregluþjónar í Buffalo ýttu karlmanni á áttræðisaldri í götuna í síðustu viku og er hann enn á sjúkrahúsi eftir atvikið. Trump sagði mögulegt að maðurinn hefði reynt að leggja gildru fyrir lögreglu og þóst detta.
Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira