Systir Kim skipar sér stærri sess Samúel Karl Ólason skrifar 10. júní 2020 12:00 Kim Jong Un og Kim Yo Jong í september 2018. Þá hafði hann hitt Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, og eru þau að skrifa undir yfirlýsingu í kjölfar fundarins. Vísir/AP Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, virðist vera að skipa sér stærri sess í ríkisstjórn landsins. Hún hefur tekið yfir stjórn á samskiptum ríkisins við Suður-Kóreu og hefur mikil harka færst í leikana þar. Meðal annars hefur Kim, sem talin er vera rúmlega þrítug, slitið á samskipti ríkjanna og hótað því að loka sameiginlegum verksmiðjum í landamærabænum Kaesong. Ríkisstjórn Norður-Kórea hefur brugðist harkalega við dreifingu áróðursbæklinga gegn einræðisstjórninni. Þar hefur Kim farið fremst í flokki gegn Suður-Kóreu. Hún gaf út tilkynningu á vef KCNA opinberrar fréttaveitu ríkisins, þar sem hún kallaði þá sem dreifa bæklingunum „úrhrök“ og sagði þá varla mennska. Um er að ræða fólk sem flúið hefur frá Norður-Kóreu og sendir það bæklingana yfir landamærin víggirtu með blöðrum. Hún skammaði yfirvöld Suður-Kóreu einnig harðlega fyrir að stöðva dreifinguna ekki og sagði að Suður-Kórea myndi gjalda fyrir ef það yrði ekki gert. Frá því að KCNA birti fyrstu yfirlýsingu Kim í mars, hefur hún margsinnis gagnrýnt yfirvöld Suður-Kóreu í sambærilegum yfirlýsingum. Yfirvöld Suður-Kóreu hafa heitið því að reyna að fá dómstóla til að banna dreifinguna en því hefur ekki verið vel tekið í landinu og hefur ríkisstjórnin verið sökuð um að fara gegn tjáningarfrelsi. Markmið systkinanna virðist vera að fá ívilnanir frá Suður-Kóreu varðandi viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir. Viðræður Norður-Kóreu og Bandaríkjanna um kjarnorkuvopn og eldflaugar einræðisríkisins fóru um þúfur í fyrra þegar Kim krafðist þess að slakað yrði á viðskiptaþvingunum áður en hann gæfi eftir í þróun kjarnorkuvopna. Bandaríkin vildu hins vegar aðgerðir áður en slakað yrði á þvingunum. Kim Yo Jong í Víetnam í mars í fyrra.AP/Jorge Silva 2018 og 2019 þegar Kim Jong Un var á ferð og flugi um heiminn fylgdi systir hans vonum víða. Hún sást meðal annars halda á öskubakka fyrir hann og ganga úr skugga um að hlutir væru honum að skapi. Ríkismiðlar Norður-Kóreu lýstu henni sem systur eða siðameistara hans. Nú hefur tónninn breyst. Í yfirlýsingu hennar á vef KCNA, sem vísað er til hér að ofan, er hún til að mynda titluð sem einn af æðstu stjórnendum miðstjórnar Verkamannaflokks Norður-Kóreu. Í samtali við Reuters segir einn sérfræðingur að þetta sé til marks um að nú eigi íbúar Norður-Kóreu að vita að Kim sé meira en systir einræðisherrans. Það sást einnig þegar ríkismiðlarnir sögðu frá því að samskiptum við Suður-Kóreu hafi verið hætt. Þá var sú ákvörðun sögðu runnin undan rifjum Kim Yo Jong og Kim Yong Chol, sem er hershöfðingi og mikill harðlínumaður. Er líklega næst í röðinni Fyrr á þessu ári bárust fregnir af því að Kim Jon Un væri mögulega dáinn og fóru ýmsar vangaveltur af stað hver gæti tekið við af honum. Kim Yo Jong þótti mjög líkleg til að vera næst í röðinni. Norður-Kórea er þó mjög karllægt ríki og óvíst er hvort hún hafi burði til að tryggja sig í sessi ef bróðir hennar myndi falla frá skyndilega. Aukinn sýnileiki hennar að undanförnu er mögulega til marks um að Kim Jong Un hafi gert hana að erfingja sínum. Kim Jong Un á minnst einn son en sá er talinn á grunnskólaaldri. Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, virðist vera að skipa sér stærri sess í ríkisstjórn landsins. Hún hefur tekið yfir stjórn á samskiptum ríkisins við Suður-Kóreu og hefur mikil harka færst í leikana þar. Meðal annars hefur Kim, sem talin er vera rúmlega þrítug, slitið á samskipti ríkjanna og hótað því að loka sameiginlegum verksmiðjum í landamærabænum Kaesong. Ríkisstjórn Norður-Kórea hefur brugðist harkalega við dreifingu áróðursbæklinga gegn einræðisstjórninni. Þar hefur Kim farið fremst í flokki gegn Suður-Kóreu. Hún gaf út tilkynningu á vef KCNA opinberrar fréttaveitu ríkisins, þar sem hún kallaði þá sem dreifa bæklingunum „úrhrök“ og sagði þá varla mennska. Um er að ræða fólk sem flúið hefur frá Norður-Kóreu og sendir það bæklingana yfir landamærin víggirtu með blöðrum. Hún skammaði yfirvöld Suður-Kóreu einnig harðlega fyrir að stöðva dreifinguna ekki og sagði að Suður-Kórea myndi gjalda fyrir ef það yrði ekki gert. Frá því að KCNA birti fyrstu yfirlýsingu Kim í mars, hefur hún margsinnis gagnrýnt yfirvöld Suður-Kóreu í sambærilegum yfirlýsingum. Yfirvöld Suður-Kóreu hafa heitið því að reyna að fá dómstóla til að banna dreifinguna en því hefur ekki verið vel tekið í landinu og hefur ríkisstjórnin verið sökuð um að fara gegn tjáningarfrelsi. Markmið systkinanna virðist vera að fá ívilnanir frá Suður-Kóreu varðandi viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir. Viðræður Norður-Kóreu og Bandaríkjanna um kjarnorkuvopn og eldflaugar einræðisríkisins fóru um þúfur í fyrra þegar Kim krafðist þess að slakað yrði á viðskiptaþvingunum áður en hann gæfi eftir í þróun kjarnorkuvopna. Bandaríkin vildu hins vegar aðgerðir áður en slakað yrði á þvingunum. Kim Yo Jong í Víetnam í mars í fyrra.AP/Jorge Silva 2018 og 2019 þegar Kim Jong Un var á ferð og flugi um heiminn fylgdi systir hans vonum víða. Hún sást meðal annars halda á öskubakka fyrir hann og ganga úr skugga um að hlutir væru honum að skapi. Ríkismiðlar Norður-Kóreu lýstu henni sem systur eða siðameistara hans. Nú hefur tónninn breyst. Í yfirlýsingu hennar á vef KCNA, sem vísað er til hér að ofan, er hún til að mynda titluð sem einn af æðstu stjórnendum miðstjórnar Verkamannaflokks Norður-Kóreu. Í samtali við Reuters segir einn sérfræðingur að þetta sé til marks um að nú eigi íbúar Norður-Kóreu að vita að Kim sé meira en systir einræðisherrans. Það sást einnig þegar ríkismiðlarnir sögðu frá því að samskiptum við Suður-Kóreu hafi verið hætt. Þá var sú ákvörðun sögðu runnin undan rifjum Kim Yo Jong og Kim Yong Chol, sem er hershöfðingi og mikill harðlínumaður. Er líklega næst í röðinni Fyrr á þessu ári bárust fregnir af því að Kim Jon Un væri mögulega dáinn og fóru ýmsar vangaveltur af stað hver gæti tekið við af honum. Kim Yo Jong þótti mjög líkleg til að vera næst í röðinni. Norður-Kórea er þó mjög karllægt ríki og óvíst er hvort hún hafi burði til að tryggja sig í sessi ef bróðir hennar myndi falla frá skyndilega. Aukinn sýnileiki hennar að undanförnu er mögulega til marks um að Kim Jong Un hafi gert hana að erfingja sínum. Kim Jong Un á minnst einn son en sá er talinn á grunnskólaaldri.
Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira