Trump kallar hermenn í Þýskalandi heim vegna NATO-deilna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júní 2020 08:00 Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar Þýskaland um að misnota Bandaríkin hernaðarlega og að koma illa fram í viðskiptum. Chip Somodevilla/Getty Images Donald Trump Bandaríkjaforseti staðfesti á mánudag að hann hygðist kalla bandaríska hermenn í Þýskalandi heim vegna þess að Þýskaland hafi ekki styrkt NATO samkvæmt samkomulagi og sakaði landið um að misnota Bandaríkin í viðskiptum. Hann sagðist ætla að kalla 9.500 hermenn aftur heim og skilja aðeins 25 þúsund hermenn eftir. Ákvörðunin er talin grafa verulega undan trausti milli ríkjanna tveggja sem hafa stundað mikil viðskipti sín á milli. Þá grafi hún undan hernaðarsamvinnu Evrópu og Bandaríkjanna en Bandaríkin hafa verið skuldbundin því að verja evrópsk ríki frá hernaðarmætti Rússa frá því eftir síðari heimsstyrjöld. Fréttir af þessum hugmyndum forsetans birtust fyrst í miðlum vestanhafs þann 5. júní síðastliðinn en óvíst var að hann myndi lýsa þessu yfir opinberlega eftir að þingmenn repúblikana lýstu yfir áhyggjum. Niðurskurður væri í raun gjöf til Rússa. Í samtali við fréttamenn sakaði Trump Þýskaland um að hafa vanrækt greiðslur til Atlantshafsbandalagsins, NATO, og hét því að fylgja áætlun sinni eftir ef yfirvöld í Berlín hygðust ekki breyta stefnu sinni í málum NATO. „Þannig að við eigum að vernda Þýskaland á meðan það sýnir vanrækslu. Það er alveg út úr kú. Þannig að ég sagði að við myndum fækka hermönnum niður í 25 þúsund,“ sagði Trump og bætti við að Þýskaland kæmi illa fram við Bandaríkin í viðskiptum en skýrði ekki frekar frá því. Árið 2014 setti NATO það markmið að hvert aðildarríkjanna skyldi greiða 2 prósent vergrar landsframleiðslu, GDP, til varnarmála. Flest ríkjanna, þar á meðal Þýskaland, gera það ekki. NATO Þýskaland Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Kallar þúsundir hermanna heim frá Þýskalandi Forseti Bandaríkjanna hefur fyrirskipað hernaðaryfirvöldum í Pentagon að kalla heim þúsundir bandarískra hermanna sem staðsettir hafa verið í herstöðvum í Þýskalandi. 6. júní 2020 16:26 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti staðfesti á mánudag að hann hygðist kalla bandaríska hermenn í Þýskalandi heim vegna þess að Þýskaland hafi ekki styrkt NATO samkvæmt samkomulagi og sakaði landið um að misnota Bandaríkin í viðskiptum. Hann sagðist ætla að kalla 9.500 hermenn aftur heim og skilja aðeins 25 þúsund hermenn eftir. Ákvörðunin er talin grafa verulega undan trausti milli ríkjanna tveggja sem hafa stundað mikil viðskipti sín á milli. Þá grafi hún undan hernaðarsamvinnu Evrópu og Bandaríkjanna en Bandaríkin hafa verið skuldbundin því að verja evrópsk ríki frá hernaðarmætti Rússa frá því eftir síðari heimsstyrjöld. Fréttir af þessum hugmyndum forsetans birtust fyrst í miðlum vestanhafs þann 5. júní síðastliðinn en óvíst var að hann myndi lýsa þessu yfir opinberlega eftir að þingmenn repúblikana lýstu yfir áhyggjum. Niðurskurður væri í raun gjöf til Rússa. Í samtali við fréttamenn sakaði Trump Þýskaland um að hafa vanrækt greiðslur til Atlantshafsbandalagsins, NATO, og hét því að fylgja áætlun sinni eftir ef yfirvöld í Berlín hygðust ekki breyta stefnu sinni í málum NATO. „Þannig að við eigum að vernda Þýskaland á meðan það sýnir vanrækslu. Það er alveg út úr kú. Þannig að ég sagði að við myndum fækka hermönnum niður í 25 þúsund,“ sagði Trump og bætti við að Þýskaland kæmi illa fram við Bandaríkin í viðskiptum en skýrði ekki frekar frá því. Árið 2014 setti NATO það markmið að hvert aðildarríkjanna skyldi greiða 2 prósent vergrar landsframleiðslu, GDP, til varnarmála. Flest ríkjanna, þar á meðal Þýskaland, gera það ekki.
NATO Þýskaland Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Kallar þúsundir hermanna heim frá Þýskalandi Forseti Bandaríkjanna hefur fyrirskipað hernaðaryfirvöldum í Pentagon að kalla heim þúsundir bandarískra hermanna sem staðsettir hafa verið í herstöðvum í Þýskalandi. 6. júní 2020 16:26 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Kallar þúsundir hermanna heim frá Þýskalandi Forseti Bandaríkjanna hefur fyrirskipað hernaðaryfirvöldum í Pentagon að kalla heim þúsundir bandarískra hermanna sem staðsettir hafa verið í herstöðvum í Þýskalandi. 6. júní 2020 16:26