Varð hræddur og skráði húsið á sig Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. júní 2020 10:44 Anne-Elisabeth Hagen hvarf af heimili sínu og eiginmanns síns, Tom Hagen, 31. október 2018. Samsett/EPA Norski auðkýfingurinn Tom Hagen kveðst hafa orðið hræddur um að honum yrði úthýst af heimili sínu og eiginkonu sinnar, Anne-Elisabeth Hagen, á tíunda áratug síðustu aldar. Hann hafi þess vegna fengið kaupmála þeirra hjóna breytt og látið skrá húsið alfarið á sitt nafn. Þetta hefur norska dagblaðið VG upp úr yfirheyrslum lögreglu yfir auðkýfingnum. Tom Hagen er grunaður um að hafa banað konu sinni eða átt aðild að andláti hennar. Hann var handtekinn í lok apríl en sleppt úr varðhaldi í byrjun maí – og hefur gengið laus síðan. Áður hefur komið fram að kaupmáli hjónanna er liður í rannsókn lögreglu á hvarfi Anne-Elisabeth, sem ekkert hefur spurst til síðan 31. október 2018. Tom og Anne-Elisabeth gengu í hjónaband árið 1987 og gerðu þá með sér kaupmála. Þau skrifuðu svo bæði undir breytingu á honum í desember 1993, þar sem heimili þeirra að Sloravejen 4 í Lørenskógi var skráð alfarið á nafn Toms Hagen. Heimili Hagen-hjónanna í Lørenskógi. EPA/Vidar Ruud Þegar hefur komið fram að umræddur kaupmáli þyki svo ósanngjarn í garð Anne-Elisabeth að hann haldi ekki fyrir dómi. Þannig hafa norskir sérfræðingar haldið því fram að við skilnað ætti Anne-Elisabeth tilkall til mun umfangsmeiri eigna en kveður á um í kaupmálanum. Nú greinir VG frá því að Tom Hagen hafi útskýrt fyrir lögreglu í skýrslutöku hvers vegna hann skráði húsið á sig. Þau hjónin hafi glímt við erfiðleika í hjónabandinu á tíunda áratug síðustu aldar og því hafi hann orðið hræddur um að honum yrði „kastað á dyr“, þar sem Anne-Elisabeth hafi verið skráð fyrir húsinu. Þess vegna hafi hann ákveðið að færa eignarhaldið yfir á sitt nafn. Hann fullyrti jafnframt að Anne-Elisabeth hefði verið meðvituð um ráðahaginn. Greint var frá því í síðustu viku að skilnaðarpappírar hafi fundist við rannsókn á heimilinu, sem aðeins Anne-Elisabeth hafði skrifað undir. Samkvæmt heimildum VG eru skjölin nokkurra ára gömul og voru gefin út talsvert áður en Anne-Elisabeth hvarf af heimilinu þann 31. október 2018. Fram hefur komið að Anne-Elisabeth sagði nokkrum nákomnum sér að hjónaband þeirra Toms væri stormasamt. Þá hafa norskir fjölmiðlar greint frá því að ýmislegt bendi til þess að hún hafi viljað skilja við mann sinn áður en hún hvarf. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Heitir 140 milljónum til þess sem veitt getur upplýsingar um hvar Anne-Elisabeth er Tom Hagen hefur heitið því að greiða þeim sem veitt getur upplýsingar sem leiða til þess að Anne Elisabeth Hagen, eiginkona hans, finnist tíu milljónir norskar krónur, um 140 milljónir íslenskra króna. 15. júní 2020 20:02 Heitir 140 milljónum til þess sem veitt getur upplýsingar um hvar Anne-Elisabeth er niðurkomin Tom Hagen hefur heitið því að greiða þeim sem veitt getur upplýsingar sem leiða til þess að Anne Elisabeth Hagen, eiginkona hans, finnist tíu milljónir norskar krónur, um 140 milljónir íslenskra króna. 15. júní 2020 20:02 Skilnaðarpappírar undirritaðir af Anne-Elisabeth fundust á heimili hjónanna Norska lögreglan fann skilnaðarpappíra við rannsókn á heimili Anne-Elisabeth Hagen og eiginmanns hennar, Tom Hagen, sem sú fyrrnefnda hafði ritað nafn sitt undir. 19. júní 2020 09:08 Birta hótunarbréfið í fyrsta sinn Norska dagblaðið VG birti í dag hótunarbréf sem auðjöfurinn Tom Hagen segir að hann hafi fengið sent eftir að eiginkona hans, Anne-Elisabeth Hagen, hvarf af heimili þeirra hjóna í Lorenskógi árið 2018. 5. júní 2020 23:30 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Norski auðkýfingurinn Tom Hagen kveðst hafa orðið hræddur um að honum yrði úthýst af heimili sínu og eiginkonu sinnar, Anne-Elisabeth Hagen, á tíunda áratug síðustu aldar. Hann hafi þess vegna fengið kaupmála þeirra hjóna breytt og látið skrá húsið alfarið á sitt nafn. Þetta hefur norska dagblaðið VG upp úr yfirheyrslum lögreglu yfir auðkýfingnum. Tom Hagen er grunaður um að hafa banað konu sinni eða átt aðild að andláti hennar. Hann var handtekinn í lok apríl en sleppt úr varðhaldi í byrjun maí – og hefur gengið laus síðan. Áður hefur komið fram að kaupmáli hjónanna er liður í rannsókn lögreglu á hvarfi Anne-Elisabeth, sem ekkert hefur spurst til síðan 31. október 2018. Tom og Anne-Elisabeth gengu í hjónaband árið 1987 og gerðu þá með sér kaupmála. Þau skrifuðu svo bæði undir breytingu á honum í desember 1993, þar sem heimili þeirra að Sloravejen 4 í Lørenskógi var skráð alfarið á nafn Toms Hagen. Heimili Hagen-hjónanna í Lørenskógi. EPA/Vidar Ruud Þegar hefur komið fram að umræddur kaupmáli þyki svo ósanngjarn í garð Anne-Elisabeth að hann haldi ekki fyrir dómi. Þannig hafa norskir sérfræðingar haldið því fram að við skilnað ætti Anne-Elisabeth tilkall til mun umfangsmeiri eigna en kveður á um í kaupmálanum. Nú greinir VG frá því að Tom Hagen hafi útskýrt fyrir lögreglu í skýrslutöku hvers vegna hann skráði húsið á sig. Þau hjónin hafi glímt við erfiðleika í hjónabandinu á tíunda áratug síðustu aldar og því hafi hann orðið hræddur um að honum yrði „kastað á dyr“, þar sem Anne-Elisabeth hafi verið skráð fyrir húsinu. Þess vegna hafi hann ákveðið að færa eignarhaldið yfir á sitt nafn. Hann fullyrti jafnframt að Anne-Elisabeth hefði verið meðvituð um ráðahaginn. Greint var frá því í síðustu viku að skilnaðarpappírar hafi fundist við rannsókn á heimilinu, sem aðeins Anne-Elisabeth hafði skrifað undir. Samkvæmt heimildum VG eru skjölin nokkurra ára gömul og voru gefin út talsvert áður en Anne-Elisabeth hvarf af heimilinu þann 31. október 2018. Fram hefur komið að Anne-Elisabeth sagði nokkrum nákomnum sér að hjónaband þeirra Toms væri stormasamt. Þá hafa norskir fjölmiðlar greint frá því að ýmislegt bendi til þess að hún hafi viljað skilja við mann sinn áður en hún hvarf.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Heitir 140 milljónum til þess sem veitt getur upplýsingar um hvar Anne-Elisabeth er Tom Hagen hefur heitið því að greiða þeim sem veitt getur upplýsingar sem leiða til þess að Anne Elisabeth Hagen, eiginkona hans, finnist tíu milljónir norskar krónur, um 140 milljónir íslenskra króna. 15. júní 2020 20:02 Heitir 140 milljónum til þess sem veitt getur upplýsingar um hvar Anne-Elisabeth er niðurkomin Tom Hagen hefur heitið því að greiða þeim sem veitt getur upplýsingar sem leiða til þess að Anne Elisabeth Hagen, eiginkona hans, finnist tíu milljónir norskar krónur, um 140 milljónir íslenskra króna. 15. júní 2020 20:02 Skilnaðarpappírar undirritaðir af Anne-Elisabeth fundust á heimili hjónanna Norska lögreglan fann skilnaðarpappíra við rannsókn á heimili Anne-Elisabeth Hagen og eiginmanns hennar, Tom Hagen, sem sú fyrrnefnda hafði ritað nafn sitt undir. 19. júní 2020 09:08 Birta hótunarbréfið í fyrsta sinn Norska dagblaðið VG birti í dag hótunarbréf sem auðjöfurinn Tom Hagen segir að hann hafi fengið sent eftir að eiginkona hans, Anne-Elisabeth Hagen, hvarf af heimili þeirra hjóna í Lorenskógi árið 2018. 5. júní 2020 23:30 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Heitir 140 milljónum til þess sem veitt getur upplýsingar um hvar Anne-Elisabeth er Tom Hagen hefur heitið því að greiða þeim sem veitt getur upplýsingar sem leiða til þess að Anne Elisabeth Hagen, eiginkona hans, finnist tíu milljónir norskar krónur, um 140 milljónir íslenskra króna. 15. júní 2020 20:02
Heitir 140 milljónum til þess sem veitt getur upplýsingar um hvar Anne-Elisabeth er niðurkomin Tom Hagen hefur heitið því að greiða þeim sem veitt getur upplýsingar sem leiða til þess að Anne Elisabeth Hagen, eiginkona hans, finnist tíu milljónir norskar krónur, um 140 milljónir íslenskra króna. 15. júní 2020 20:02
Skilnaðarpappírar undirritaðir af Anne-Elisabeth fundust á heimili hjónanna Norska lögreglan fann skilnaðarpappíra við rannsókn á heimili Anne-Elisabeth Hagen og eiginmanns hennar, Tom Hagen, sem sú fyrrnefnda hafði ritað nafn sitt undir. 19. júní 2020 09:08
Birta hótunarbréfið í fyrsta sinn Norska dagblaðið VG birti í dag hótunarbréf sem auðjöfurinn Tom Hagen segir að hann hafi fengið sent eftir að eiginkona hans, Anne-Elisabeth Hagen, hvarf af heimili þeirra hjóna í Lorenskógi árið 2018. 5. júní 2020 23:30