Áður óséð verk eftir Picasso á uppboði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. júlí 2020 13:03 Kolateikning eftir Picasso frá árinu 1931 verður á uppboði í lok júlímánaðar. Sotheby's London Teikning eftir spænska listmálarann Pablo Picasso, sem ekki hefur áður komið fyrir sjónir almennings, verður á uppboði í lok þessa mánaðar. Verkið er frá 1931 og er metið á allt að einn og hálfan milljarð íslenskra króna. Verkið er kolateikning af konu og heitir Femme endormie eða Kona sofandi en listamaðurinn varðveitti það hjá sér til dauðadags. Bernard sonur hans erfði síðan verkið. Marie-Therese Walter og Pablo Picasso áttu í ástarsambandi á árunum 1927 og 1936. Tuttugu og átta ára aldursmunur var á milli þeirra en þau kynntust þegar Walter var táningur. Picasso og Walter áttu saman dótturina Maríu de la Concepción sem ætíð hefur verið kölluð Maya.Vísir/Getty Viðfang listaverksins er Marie-Thérèse Walter en þau áttu í ástarsambandi og hittust fyrst þegar Picasso var 45 ára en Walter einungis 17 ára. Picasso var að eigin sögn óhamingjusamur í hjónabandi sínu þegar Walter varð á vegi hans. Hann tók fyrst eftir henni þegar hann leit inn um gluggann á Galeries Lafayette í París árið 1927. Hann rölti í áttina til hennar og sagði: „Ég er viss um að við munum gera frábæra hluti saman. Ég heiti Picasso.“ Olivier Widmaier Picasso, dóttursonur listmálarans, segir Picasso hafa endurfæðst þegar hann hóf ástarsamband með Walter. Hún fyllti Picasso andagift en Walter er viðfang fjölda málverka, teikninga og höggmynda. Sum listaverkanna eru talin vera bestu verk listamannsins en ferill hans spannar átta áratugi. Þrjú af málverkunum sem Picasso gerði af Walter voru til sýnis á einkasýningu Pablos Picasso á Tate Modern-safninu í Lundúnum árið 2018. Á sýningu með verkum Pablos Picasso í Tate Modern-safninu í Lundúnum mátti sjá nokkur af þeim verkum sem fjalla um Marie-Thérèse Walter. Sýningin hét Picasso 1932 - ást, frægð, harmleikur.Vísir/Getty Picasso var giftur Olgu Khokhlovu þegar hann hóf ástarsamband með Walter. Hann átti þá soninn Paulo með Khokhlovu. Khokhlova var ballett-dansari frá Úkraínu en hún komst ekki að framhjáhaldinu fyrr en seint. Árið 1934 varð Walter ólétt að dóttur þeirra Picassos, Maríu de la Concepcion, en þegar Khokhlova komst að þunguninni bað hún um hjónaskilnað. Listamaðurinn Pablo Picasso á vinnustofunni sinni í París. Vísir/Getty Picasso var ekki trúr Walter frekar en Khokhlovu. Tveimur árum eftir fæðingu dóttur þeirra Walters og Picassos hélt Picasso framhjá Walter með Doru Maar sem Picasso taldi vera „vitsmunalegan jafningja“ sinn. Þegar Khoklova lést ákvað Picasso að biðja Walters en hún hafnaði bónorðinu eftir svikin. Walter framdi sjálfsvíg árið 1977. Myndlist Menning Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Teikning eftir spænska listmálarann Pablo Picasso, sem ekki hefur áður komið fyrir sjónir almennings, verður á uppboði í lok þessa mánaðar. Verkið er frá 1931 og er metið á allt að einn og hálfan milljarð íslenskra króna. Verkið er kolateikning af konu og heitir Femme endormie eða Kona sofandi en listamaðurinn varðveitti það hjá sér til dauðadags. Bernard sonur hans erfði síðan verkið. Marie-Therese Walter og Pablo Picasso áttu í ástarsambandi á árunum 1927 og 1936. Tuttugu og átta ára aldursmunur var á milli þeirra en þau kynntust þegar Walter var táningur. Picasso og Walter áttu saman dótturina Maríu de la Concepción sem ætíð hefur verið kölluð Maya.Vísir/Getty Viðfang listaverksins er Marie-Thérèse Walter en þau áttu í ástarsambandi og hittust fyrst þegar Picasso var 45 ára en Walter einungis 17 ára. Picasso var að eigin sögn óhamingjusamur í hjónabandi sínu þegar Walter varð á vegi hans. Hann tók fyrst eftir henni þegar hann leit inn um gluggann á Galeries Lafayette í París árið 1927. Hann rölti í áttina til hennar og sagði: „Ég er viss um að við munum gera frábæra hluti saman. Ég heiti Picasso.“ Olivier Widmaier Picasso, dóttursonur listmálarans, segir Picasso hafa endurfæðst þegar hann hóf ástarsamband með Walter. Hún fyllti Picasso andagift en Walter er viðfang fjölda málverka, teikninga og höggmynda. Sum listaverkanna eru talin vera bestu verk listamannsins en ferill hans spannar átta áratugi. Þrjú af málverkunum sem Picasso gerði af Walter voru til sýnis á einkasýningu Pablos Picasso á Tate Modern-safninu í Lundúnum árið 2018. Á sýningu með verkum Pablos Picasso í Tate Modern-safninu í Lundúnum mátti sjá nokkur af þeim verkum sem fjalla um Marie-Thérèse Walter. Sýningin hét Picasso 1932 - ást, frægð, harmleikur.Vísir/Getty Picasso var giftur Olgu Khokhlovu þegar hann hóf ástarsamband með Walter. Hann átti þá soninn Paulo með Khokhlovu. Khokhlova var ballett-dansari frá Úkraínu en hún komst ekki að framhjáhaldinu fyrr en seint. Árið 1934 varð Walter ólétt að dóttur þeirra Picassos, Maríu de la Concepcion, en þegar Khokhlova komst að þunguninni bað hún um hjónaskilnað. Listamaðurinn Pablo Picasso á vinnustofunni sinni í París. Vísir/Getty Picasso var ekki trúr Walter frekar en Khokhlovu. Tveimur árum eftir fæðingu dóttur þeirra Walters og Picassos hélt Picasso framhjá Walter með Doru Maar sem Picasso taldi vera „vitsmunalegan jafningja“ sinn. Þegar Khoklova lést ákvað Picasso að biðja Walters en hún hafnaði bónorðinu eftir svikin. Walter framdi sjálfsvíg árið 1977.
Myndlist Menning Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira