Mögulegt framboð Kanye ætti strax undir högg að sækja Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2020 22:45 West með derhúfu með slagorði Trump forseta þegar hann heimsótti Hvíta húsið árið 2018. Þar fór West mikinn. Vísir/Getty Ólíklegt er að tónlistarmanninum Kanye West tækist að komast á kjörseðilinn í Bandaríkjunum í haust jafnvel þó að honum sé alvara með því að bjóða sig fram til forseta. Framboðsfrestur fyrir óháða frambjóðendur er þegar liðinn í nokkrum ríkjum. West tilkynnti skyndilega og óvænt að hann ætlaði að bjóða sig fram til forseta á Twitter-síðu sinni í gær. Ekki liggur fyrir hvort að hann hafi skilað inn gögnum til að komast á kjörseðilinn í haust og þá er ekki ljóst hvort alvara býr að baki fullyrðingu hans. West hefur glímt við geðræn vandamál undanfarin ár og hefur áður sagst ætla í framboð án þess að standa við það. Reuters-fréttastofan segir að ætlaði West sér í framboð þyrfti hann annað hvort að afla sér stuðnings eins af litlu stjórnmálaflokkunum í Bandaríkjunum eða bjóða sig fram sem óháður frambjóðandi. Frestur til að skila inn óháðu framboði er þegar liðinn í nokkrum ríkjum, þar á meðal í Nýju-Mexíkó og Norður-Karólínu. Til þess að West gæti boðið sig fram sem óháður frambjóðandi þyrfti hann ennfremur að ráða starfslið eða fá sjálfboðaliða til að safna tugum þúsunda undirskrifta um allt landið á skömmum tíma áður en framboðsfrestur rennur út í fleiri ríkjum í ágúst og september. Hugsanlega gæti West beðið aðdáendur sína um að skrifa nafn sitt á kjörseðilinn í kosningunum í haust. Larry Sabato, forstöðumaður stjórnmálamiðstöðvar Virginíuháskóla, segir Reuters að jafnvel þó að West kæmist á kjörseðilinn tæki hann líklega ekki meira en nokkur prósentustig af greiddum atkvæðum. Líklega tæki hann svipað mikið fylgi af Donald Trump forseta og Joe Biden, sem nær örugglega verður frambjóðandi demókrata. West hefur áður lýst aðdáun og stuðningi við Trump forseta. Heimsótti hann meðal annars Hvíta húsið og fór með furðulega ræðu í október árið 2018. Skömmu síðar sagðist hann ætla að halda sig frá stjórnmálum þar sem hann teldi sig hafa verið notaðan til að breiða út boðskap sem hann tryði ekki á. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kanye West segist ætla að bjóða sig fram til forseta Svo virðist sem að bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West hafi í hyggju að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í tísti frá West. 5. júlí 2020 08:05 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Sjá meira
Ólíklegt er að tónlistarmanninum Kanye West tækist að komast á kjörseðilinn í Bandaríkjunum í haust jafnvel þó að honum sé alvara með því að bjóða sig fram til forseta. Framboðsfrestur fyrir óháða frambjóðendur er þegar liðinn í nokkrum ríkjum. West tilkynnti skyndilega og óvænt að hann ætlaði að bjóða sig fram til forseta á Twitter-síðu sinni í gær. Ekki liggur fyrir hvort að hann hafi skilað inn gögnum til að komast á kjörseðilinn í haust og þá er ekki ljóst hvort alvara býr að baki fullyrðingu hans. West hefur glímt við geðræn vandamál undanfarin ár og hefur áður sagst ætla í framboð án þess að standa við það. Reuters-fréttastofan segir að ætlaði West sér í framboð þyrfti hann annað hvort að afla sér stuðnings eins af litlu stjórnmálaflokkunum í Bandaríkjunum eða bjóða sig fram sem óháður frambjóðandi. Frestur til að skila inn óháðu framboði er þegar liðinn í nokkrum ríkjum, þar á meðal í Nýju-Mexíkó og Norður-Karólínu. Til þess að West gæti boðið sig fram sem óháður frambjóðandi þyrfti hann ennfremur að ráða starfslið eða fá sjálfboðaliða til að safna tugum þúsunda undirskrifta um allt landið á skömmum tíma áður en framboðsfrestur rennur út í fleiri ríkjum í ágúst og september. Hugsanlega gæti West beðið aðdáendur sína um að skrifa nafn sitt á kjörseðilinn í kosningunum í haust. Larry Sabato, forstöðumaður stjórnmálamiðstöðvar Virginíuháskóla, segir Reuters að jafnvel þó að West kæmist á kjörseðilinn tæki hann líklega ekki meira en nokkur prósentustig af greiddum atkvæðum. Líklega tæki hann svipað mikið fylgi af Donald Trump forseta og Joe Biden, sem nær örugglega verður frambjóðandi demókrata. West hefur áður lýst aðdáun og stuðningi við Trump forseta. Heimsótti hann meðal annars Hvíta húsið og fór með furðulega ræðu í október árið 2018. Skömmu síðar sagðist hann ætla að halda sig frá stjórnmálum þar sem hann teldi sig hafa verið notaðan til að breiða út boðskap sem hann tryði ekki á.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kanye West segist ætla að bjóða sig fram til forseta Svo virðist sem að bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West hafi í hyggju að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í tísti frá West. 5. júlí 2020 08:05 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Sjá meira
Kanye West segist ætla að bjóða sig fram til forseta Svo virðist sem að bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West hafi í hyggju að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í tísti frá West. 5. júlí 2020 08:05